Heima er bezt - 01.01.1960, Blaðsíða 21
Þorsteinn Stefánsson. Sigurður Jónsson.
ærnar kallaðar kvíær og lömbin hagalömb. Eftir alda-
mótin lögðust fráfærur niður smám saman, enda fór
dilkakjöt þá að verða markaðsvara.
Heyskapur var fast sóttur allt sumarið. Allt gras var
slegið með orfi og ljá, og hrífa nær eina áhaldið við
þurrkun heys og rakstur. Hver tugga var sett á reipi
og bundin í bagga. Síðan flutt á hestum í heystæði
eða hlöðu, mátti þá oft sjá langar heybandslestir, þar
sem hvert hross bar sína 2 bagga, er hengdir voru á
klakka, klifbera, en reiðingsdýnur hlífðu baki hest-
anna.
I því umhverfi og við þær aðstæður, sem hér hefur
verið lýst í stuttu máli ólst aldamótafólkið upp í sveit-
um Austurlands.
Fyrir 60 árum, vorið 1899, voru 7 ungmenni fermd
í Stafafellskirkju. 2 stúlkur og 5 piltar. Nöfn þeirra eru
sem hér segir:
1. Sigurður Jónsson, bóndi á Stafafelli í Lóni.
2. Þorsteinn Stefánsson, hreppstjóri, á Þverhamri í
Breiðdal, — nú í Reykjavík.
3. Stefán Jónsson, hreppstjóri, Hlíð í Lóni.
4. Helgi Einarsson, hreppstjóri, Melrakkanesi, Geit-
hellnahreppi.
5. Jón Guðmundsson, bóndi, Melum við Djúpavog,
vantar mynd.
6. Jóhanna Sigmundsdóttir, Bæ í Lóni, nú á Höfn í
Hornafirði.
7. Þórunn Bjarnadóttir frá Hraunkoti í Lóni, nú á
Höfn í Hornafirði.
Oll eru þessi fermingarsystkin enn á lífi og taka þátt
í uppbyggingu hins íslenzka þjóðfélags, öll hafa þau
reynzt sinni köllun trú og farnazt vel. Engu þeirra datt
í hug að yfirgefa ættjörð sína, þótt aðrir færu þá til
Vesturheims. í barnshuga þeirra virðast skráð óafmáan-
legu letri orðin þrjú, heima er bezt.
Hér heima hafa þau tekið þátt í dagsins önn, alla ævi
í blíðu og stríðu, og séð nær allt breytast úr aldagömlu
formi í nýtízku horf. Þau höfðu lært mörg góð orð
og heil kvæði þrungin lífsspeki. Eitt af því minnisstæða
var, „að hver sem við gæfu og gengi vill búa á Guð
sinn og land sitt skal trúa“.
Þrátt fyrir hinar miklu breytingar, er Stafafellskirkja
sama húsið enn. Lítið breytt frá því sem var fyrir 60
árum. Kirkjuna lét byggja séra Bjarni Sveinsson árið
1866, og eru nú aðeins 7 ár, þar til hún verður 100 ára.
Presturinn, sem fermdi þessi 7 ungmenni, var Jón
Jónsson, sem hjá ýmsum rithöfundum hefur hlotið við-
urnefnið „hinn fróði“. Hann var einnig prófastur í
Austur-Skaftafellssýslu alla sína prestþjónustutíð, 45 ár,
frá 1875 til 1920. Hann var síðasti presturinn á Stafa-
felli í Lóni, því sameiningin við Bjarnanes var fram-
kvæmd strax eftir lát hans. Alla sína prestskapartíð var
hann einnig bóndi og bjó stórbúi, oft með um 20 menn
heimilisfasta.
Sennilega hefur Stafafell byggzt um líkt leyti og
Ulfljótur lögsögumaður bjó í Bæ.
Fyrsti Stafafellsbóndinn er nefndur í sambandi við
kristniboð Þangbrandar, er hann fór suður um sveitir
eftir vetursetu hjá Síðu-Halli á Þvottá í Álftafirði.
Hann boðar þá trúna Þórkatli bónda á Stafafelli, en
bóndi vill ekki taka við hinum nýja sið. Skorar þá Þang-
brandur hann á hólm, svo reynt verði hvor betur dugi
Kristur eða Þór. Þar féll Þórkell bóndi, en því miður
er haugur hans gleymdur, þótt líkur bendi á grjótdys
eina, er enn sést, en þaðan er víðsýni mikið yfir land
Stafafells allt til hafs.
Er Flosi í Svínafelli fór í liðsbón eftir Njálsbrennu
austur um sveitir gistir hann á Stafafelli með menn sína.
En þar bjó þá Starkaður bróðurson Flosa. Þetta segja
skráðar heimildir um Stafafellsbændur. En önnur sögn
er til um ábúanda.
f ferðabók Sveins Pálssonar læknis 1794 er kafli, sem
hann ritar um Lónið og segir þar: „í heiðnum sið bjó
völva á Stafafelli, en varð að hrökklast þaðan fvrir
kristnum mönnum. Tók hún þá hefnd á þeim með því
að eyðileggja svonefndan staf eða stólpa sem stóð rétt
hjá bænum, og menn höfðu mikinn átrúnað á í þá daga.
Einnig lokaði hún uppgönguauganu við lækinn svo eng-
in veiði varð en áður átti hann að hafa verið fullur af
silungi.“ Þjóðsaga þessi bendir til að bæjarnafnið sé
dregið af helgistaf eða stöfum frá heiðnum sið.
Stafafell mun líka brátt hafa orðið helgistaður, það
er að segja kirkjustaður, þó ekki sé víst um ártal. En
víst er, að Guðmundur biskup Arason messar þar 21.
ágúst sumarið 1201.
Oflangt mál yrði að skrifa hér ævisögu þessara 7 ung-
menna, sem stóðu framan við altarið í Stafafellskirkju
fyrir 60 árum. En geta má þess að aldamótin, sem þá
fóru í hönd örfuðu hina ungu hugi til dáða og dreng-
Framhald á bls. 34.
Jóhanna Sigmundsdóttir. Þórunn Bjarnadóttir.
Heima er bezt 17