Heima er bezt - 01.01.1960, Blaðsíða 27
Hversu vel, sem hinir nánustu aðstandendur ung-
menna vilja varða veg þeirra, geta ráð þeirra og leið-
beiningar aldrei veitt fullt öryggi. Hver einstaklingur
verður að leggja sína lífsbraut sjálfur, en hefur til þess
stuðning af hollum uppeldisvenjum og leiðbeiningum
sinna nánustu. Ef til vill hvílir líka framför mannkyns-
ins á því, að ungir, tápmiklir menn fara sjaldnast troðn-
ar slóðir.
Líklega vildu flestir foreldrar að börn þeirra líktust
þeim sem mest og fylgdu þeirra slóðum, en slíkt brýtur
þó að nokkru lögmál lífsins, því að enginn getur fylgt
fram á við þeirri slóð, sem liggur að baki.
Um þetta efni segir indverskur spekingur: „Foreldr-
ar! Þið megið gefa börnum ykkar ást ykkar, en ekki
hugsanir ykkar. Þau eiga sér sínár hugsanir.“ Og enn
fremur þetta: „Þið megið reyna að líkjast þeinr, en
ekki gera þau lík ykkur, því að lífið fer ekki aftur á
bak og verður ekki grafið í gröf gærdagsins.“
Þessar hugleiðingar verða ekki mikið lengri að sinni,
og verð ég að viðurkenna það, að engin ráð eða lífs-
reglur hef ég getað fest á pappírinn, sem hægt væri að
fletta upp á, eins og þegar leitað er að orðaskýringu í
orðabók. En hafi mér tekizt að vekja einhvern æsku-
mann til umhugsunar um hina vandrötuðu lífsleið, þá
hef ég að nokkru náð tilgangi mínum með þessari
hugleiðingu. Eg hef nú um rösklega fjóra áratugi um-
gengizt uppvaxandi æskulýð og átt með þessu fólki
ógleymanlegar stundir við kennslu, félagsstörf og við-
ræður. Mér hefur ætíð liðið vel með ungu fólki og þó
líklega allra bezt hina síðari áratugi.
Ekki er ég í nokkrum efa um það, að uppvaxandi
ungmenni Islands hafa orðið þess vör, bæði í ræðu og
riti, einkum nú hinn síðasta áratug, að oft er hart deilt
á æskulýðinn — fyrir lausung og óreglu, — af þeim sem
eldri eru. Vafalaust hefur þetta við einhver rök að
styðjast og eins og ég gat um hér að framan getur
þetta verið að nokkru arfur eða leifar frá ógnaröld
stríðsáranna. Dagblöð landsins segja mikið frá afbrot-
um unglinga, og er það sorgarsaga. Sem betur fer, er
þessi brotlegi hópur æskumanna örlítið brot af þeim
18—20 þúsundum ungmenna, sem telja má á viðkvæm-
asta aldrinum á hverjum áratug. Ekki þarf lengi að
leita í fornum bókum til að finna svipaðan són, þar
sem rætt er um lausung æskunnar. Fyrir um það bil
hundrað og þrjátíu árum eru greinar í Fjölni um þetta
efni, sem vel mætti lesa upp sem ádeilu á æskumenn á
þessum sjötta áratug hinnar tuttugustu aldar.
Það vill oftast fara svo, að í daglegum fréttum blað-
anna og í samtölum manna, er meira rætt um það sem
aflaga fer, en það, sem vel er gert. Ef Njála hefði verið
skrifuð eftir sömu reglum og dagblöð nútímans um
víða veröld, þá færi þar meira fyrir frásögnum af
Skammkeli en þeim Gunnari og Njáli.
Ekki má það gleymast að mjög mikið er að því unn-
ið nú á Islandi að leiðbeina ungu fólki og gefa því
verkefni að fást við. Er þetta bæði gert í hinu lögskip-
aða skólastarfi og í frjálsum félagssamtökum. Góð
mannsefni ættu því ekki að glatast fyrir skort viðfangs-
efna, en ætíð hlýtur þó að vera „misjafn suður í mörgu
fé“, eins og gamall málsháttur segir. Hollur æskulýðs-
félagsskapur getur mikið unnið að því að fóðra betur
þessa misjöfnu sauði, en mikið vatn verður til sjávar
runnið, þegar þeir sjást ekki í hjörðinni.
Og þá að síðustu nokkur ályktunarorð um íslenzk
ungmenni. Ég tel að íslenzkur æskulýður sé hávaxinn,
fríður og tápmikill. Nokkuð einráður og nýjungagjarn,
en brjóstgóður og góðhjartaður. Kotungsbragur og
undirlægjuháttur er horfinn með öllu og mikill ósómi
þykir, ef níðzt er á lítilmagna. Trúhneigð er sízt minni
en áður, og lotning fyrir hinum duldu öflum tilverunn-
ar fer vaxandi eftir því sem þekkingin vex.
Stefán Jónsson.
Um áramótin fór ég nákvæmlega yfir bréf frá liðnu
ári, snertandi dægurlagaþáttinn. Bréfin voru nokkuð á
annað hundrað. Því miður hef ég ekki getað uppfyllt
óskir allra bréfritaranna, en enn þá eru þessi bréf gevmd
en ekki gleymd. Fleiri hafa þó fengið óskir sínar upp-
fylltar, en búast mætti við, því að oft biðja margir um
sama ljóðið. Hafa mest komið í einu 10 óskir um eitt
og sama lag, og var það Ijóðið Útlaginn, sem Óðinn
Valdimarsson hefur sungið.
Fyrst kemur hér ljóð, sem heitir: Einsi kaldi lir Eyj-
um. Höfundur ljóðs og lags er Jón Sigurðsson, starfs-
maður í Búnaðarbankanum, og er hann vel þekktur
dægurljóðahöfundur. — Óðinn Valdimarsson hefur ný-
lega sungið það inn á hljómplötu.
Ég heiti Einsi kaldi úr Eyjunum,
ég er innundir hjá meyjunum.
Og hvar sem ég um heiminn fer,
þær horfa á eftir mér.
Ég hef siglt um höfin hrein og blá
og hitti þær beztu í Spáníá.
Þær slógust þar um mig, einar þrjár
með alveg kolsvart hár.
Tra-la-la, tra-la-la.
Út á sjónum er mitt líf.
Tra-Ia-la, tra-la-la.
En í landi, ást og víf.
Ég var lengi í Kóngsins Kaupinhöfn
og kannske gæti’ ég fáein nöfn
látið þig fá, ef langar þig,
og laglega biður mig.
Og þaðan fór ég til Þýzkalands
og þar lenti ég í meyjafans,
Heima er bezt 23