Heima er bezt - 01.01.1960, Blaðsíða 37

Heima er bezt - 01.01.1960, Blaðsíða 37
„Ekki er ég nú hræddur um, að hún gæti það ekki,“ svaraði hann. „Aðra eins stúlku hef ég aldrei haft í mínum búskap. En þá gæti ekki Bogga og strákurinn varið bakkann svo ég ætla að vita hvort Leifi getur ekki verið hjá mér einn eða tvo daga.“ Ásdís hafði verið svo nærri að hún heyrði til þeirra og kom nú í ljósmál þegar Kristján var kominn út. „jMér þætti nú ekki mikið þó þú gætir dregið þig upp á holtið og hjálpað til á bakkanum. Þá gætum við Bogga kastað upp úr,“ sagði hún. „Eg hef aldrei verið við móupptektina hérna og fer varla að byrja á því núna,“ hnussaði í Geirlaugu. „Ég er ekki eins heimsk og þú, sem hugsar ekkert um neitt annað en láta þræla þér út, hvort sem þú þolir það eða ekki.“ „Það er nú meiri vesalingurinn sem þú ert og hefur líklega alltaf verið,“ sagði Ásdís, „svona fólki finnst mér ekki gjaldandi kaup.“ „Þú getur náttúrlega talað digurt,“ sagði Geirlaug sárgröm. „Þú hefur fengið vel útilátið vetrarkaupið þykist ég vita. En ekki býst ég nú samt við að þú verð- ir eins afkastamikil þegar þú ert komin á minn aldur.“ Ásdís hló dátt að orðahnippingum þeirra. Næsta morgun kom Leifi. Elann þvaðraði og ruglaði eins og vant var. „Mér dettur nú eltki annað í hug en láta vetrarmanninn kasta upp á bakkann. Hann á lík- lega ekki erfitt með það, eins og þú hefur alið hann í vetur, Geirlaug.“ „Þú skalt nú bara sjá það hvort ég kem ekki hnaus- unum upp á bakkann,“ sagði Ásdís hlæjandi. Þá ofbauð Geirlaugu alveg. Hún bað Ásdísi að finna sig inn í baðstofu og sagði: „Vonandi hefurðu svo mikið vit í höfðinu, að láta ekki hafa þig til að kasta upp úr gröfinni. Þú hlýtur þó að sjá, að slíkt gæti haft alvarlegar afleiðingar.“ „En sá kveifarskapur í þér, manneskja,“ sagði Ás- dís. „En náttúrlega dettur mér það ekki í hug, þó ég svaraði svona.“ Svo var farið í móinn. Framhald. Vísnasamkeppni barnanna Framhald af bls. 25 -------------- Hún er eins og önnur dýr úr sér sleikir horinn. Fríða Ragnarsdóttir, 7 ára, Hverfisgötu 8, Siglufirði. Hérna koma kálfarnir með köst og læti. Hoppa í kringum háar-sæti, hlæ ég oft að þeirra kæti. Sigríður í. Ragnarsdóttir, 10 ára, Forsæludal, Vatns- dal, A.-Hún. Blása og hoppa bjálfarnir og baula af kæti. Gunnar Örn Númason, 11 ára, Gilsstöðum, Hólma- vík, Strand. Ljósa-Pera lagleg kind labbar götu sína. Af henni vil ég eiga mynd og aldrei henni týna. Valdi = Sigvaldi Ingimundarson, Svanshóli, Strand. Flekka litla er fráræk ær frísk og létt í spori. Getur eignazt gimbrar tvær golsóttar að vori. Nabbi = Ingimundur Ingimundarson, Svanshóli. Nabbi og Valdi eru tvíburabræður. Góðar eignast gimbrar tvær getur hún að vori. Aðalheiður Hallgrímsdóttir, 13 ára, Dagverðará, Breiðu- víkurhr. Snf. Rósberg G. Snædal, skáld og rithöfundur, var for- maður dómnefndarinnar. „Heima er bezt“ þakkar honum og dómnefndinni allri fvrir það mikla starf, að lesa og meta 421 vísu- botn. Það ,fór eins og mig grunaði, að meðal sveitaæsku ís- lands lægju hagyrðingar og skáld í leyni. Og þurfti nú ekki annað en að Kolfinna á Kirkjubóli snerti þau með töfrasprota sínum til þess að hagmælskan kæmi í ljós. En nú finnst mér ekkert vit í að hætta við svo búið, heldur vil ég leita betur og halda því til haga, sem fundið^ er. Þess vegna vil ég hér með skora á þau Guð- rúnu Ásu í Ásbrekku og Sigurð H. Helgason á Grund að senda mér sinn fyrripartinn hvort, til þess að keppa um á þessu ári. Guðrún Ása og Sigurður hafa fengið sína verðlauna- pakka, sem ég vona að hafi náð þeim fyrir jólin. Öll önnur verðlaun, þar á meðal um 60 bókaverðlaun verða send í þessum mánuði. Svo þakka ég ykkur, krakkar mínir, fyrir alla ykkar góðu botna, því að ég held, að enginn hafi haft meiri gleði af þessari keppni en ég, og er satt að segja yfir mig hrifinn. Og nú bið ég ykkur, og öllum Heima er bezt-heimil- um, blessunar á þessu nýja ári, og þakka skemmtilegt samstarf á gamla árinu. Einnig þakka ég kærlega þeim fjölmörgu bréfriturum, sem látið hafa í ljósi ánægju sína með „Heima er bezt“ og allar þeirra góðu óskir. Sigurður O. Björnsson. Heima er bezt 33

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.