Heima er bezt - 01.01.1960, Blaðsíða 35

Heima er bezt - 01.01.1960, Blaðsíða 35
„Ég býst við því, að hún hefði ekkert á móti því, að ræða um það. En ég er ekki svo hrifin af þessu standi, að ég beri það í mál við hana,“ sagði Geirlaug. „Ég kenni sannarlega í brjósti um Kristján, að hafa hana fyrir augunum dags daglega,“ sagði Engilráð. „Ég segi sama,“ sagði Geirlaug, „enda er hann held- ur þungur á brúnina og fátalaður manntetrið.“ „Osköp eruð þið hlýjar og samúðarfullar til Krist- jáns,“ sagði Stefán glottandi. „En engri ykkar dettur í hug að kenna í brjósti um Asdísi vesalinginn. Hún er þó kynsystir ykkar, og þið ættuð að geta nærri, hvernig henni muni líða.“ Það hnussaði í Geirlaugu. „Hún er víst ekki ósköp eyðilögð, sýnist mér, þó hann tali varla orð við hana daglega. Og ekki vildi hún fara heim með henni móður sinni, þegar hún kom um daginn. Kristján bað hana víst að fara með hana.“ „Það lítur út fyrir að foreldrahúsin séu ekki mjög hlýleg, fyrst hún vill ekki yfirgefa ykkur þarna á Hofi. Það er þó látið af því að atlætið sé ekki beint gott,“ sagði Stefán. Geirlaug kafroðnaði, eins og henni hefði verið gefið utan undir, enda hefði henni ekki orðið mikið verr við annað, en að fá þetta framan í sig, að hún væri ónotaleg við hjúin, sem unnu á heimilinu. Hver gat svo sem sagt annað eins og þetta, þar sem enginn kom á heimilið. Náttúrlega var það frá Stínu gömlu á Bala. Asdís var stundum að fara upp eftir á kvöldin. Og svo hafði nú Leifi verið við útstunguna og farið suður að Þúfum á hverju kvöldi. Það var víst ekki vandi, að rekja þá slóð. „Hvernig heldurðu að þér hefði liðið, Stefán minn, ef þú hefðir staðið í sporum Kristjáns?“ sagði Engil- ráð. „Hugsað gæti ég, þú hefðir verið heldur undir- leitur. Hann er þó myndarmaður, en hún þessi ó- skemmtilega holdahlussa.1' „Ég get hreint ekki verið að vorkenna honum, enda erum við álitnir heldur kaldlyndari en þið,“ sagði Stef- án og glotti ertnislega, „myndarskapurinn var rnestur á honum, meðan hann stillti sér upp við hliðina á mad- dömu Karenu. Svo hefur hann alltaf verið að minnka, og þetta ár hefur hann komið fram eins og ómenni. Hann lét ekki svo lítið með Ásdísi þegar hún kom fyrst til hans. Þess vegna er það hálf leiðinlegt fyrir hann að láta fólk sjá og heyra að hann virði hana tæplega við- lits.“ Engilráð hvíslaði að Geirlaugu, hvort Ásdís væri far- in að sauma utan á krógann. „Sauma? Biddu nú fyrir þér. Ég veit að hún gæti ekki saumað utan á hann þó hún væri búin að kaupa það, sem er þó víst ekki. Elún hefur ekkert farið út í kaupstað,“ sagði Geirlaug svo hátt, að Stefán heyrði til hennar. Hann leit glettnislega til konu sinnar og sagði: „Það verða líklega engin vandræði með það. Hún Lauga skreppur út eftir. Hún er ekki óvön því að hjálpa til við saumana á Hofi.“ „Ég veit nú bara ekki, hverslags uppreisnarhugur er í þér í dag,“ sagði Lauga hálfvandræðaleg á svipinn. „Það var nú bara vegna þess, að okkur þótti gaman að því að vera saman, að ég var að fara út eftir, en ekki af því að Rósa þyrfti hjálp við saumaskapinn, þó því hafi sjálfsagt verið fleygt manna á milli. Én þessari mann- eskju gæti ég ekki rétt hjálparhönd vegna Rósu.“ „Nei, það veit ég,“ sagði Stefán. „Það hefur lengi gengið svo, að fáir hafa kært sig um að ganga fram úr hópi dómaranna til að rétta þeim hjálparhönd, sem fall- inn er.“ Þá var eins og allar konurnar misstu málið. Engilráð var sú eina, sem lét til sín heyra: „Mér finnst þú heldur napuryrtur í dag, Stefán minn. Ég held það hljóti að vera eitthvað í þessum blöðum, sem ergir þig svona.“ „Það held ég ekki sé. Mér fannst ég bara mega til að bera svolítið blak af vesalings stúlkunni, fyrst ykkur þykir öllum svona fjarskalega vænt um Kristján,“ sagði hann og hló glettnislega. Geirlaug hvíslaði að Engilráð hvort þær hefðu ekki fengið línu frá Rósu nýlega og hvort hún gerði ekki ráð fyrir að koma heim í vor. „Hún skrifar sjaldan nú seinni part vetrarins,“ sagði Engilráð. „Hún minnist víst ekkert á það, hvort hún hefur frétt nokkuð frá Hofi. Mér þykir ótrúlegt, að hún komi norður.“ Geirlaugu var þungt fyrir brjósti þegar hún gekk úr hlaði frá Þúfum í þetta skipti. Hér hafði henni allt- af verið tekið vel, en nú fannst henni anda köldu að sér frá hvers manns vitum. Það mátti með sanni segja, að það væri breyttir tímar fyrir henni. Áður meir hafði hún haft yndi af að fara í hjáleigukotin, því sjaldan hafði hún farið lengra. Þá heyrðist ekki annað en virð- ingar- og aðdáunartal um Hofsheimilið, og hún hafði verið svo eigingjörn að finnast, að hún leggja talsvert til að fegra það með því, að hvítskúra borð og gólf og gera svo vel skó að dáðst var að þeim. En nú kom varla nokkur maður, sem gat séð þau hvítu gólf framar og heimilið var áreiðanlega orðið aðal umtalsefni sveitar- innar. Allir gerðu sér að skyldu að hnjóða í það. Það leiðinlegasta var þó að það var sannleikur í öllu þessu leiða umtali. Einnig því, að Ásdís ætti ekki gott atlæti við að búa. En hvernig var hægt annað en leggja fæð á þá manneskju, sem var orsök í öllum þessum ómynd- arskap og Guð mætti vita hvað framtíðin ætti eftir að gera úr þessu öllu. Og við þetta ætti hún eftir að búa næsta ár. Henni fannst ólíklegt að hún héldi það út. Mundi litli mætti henni rétt við túnhliðið. Hann heilsaði henni svo alúðlega, að hún gleymdi gremju sinni að mestu leyti. Svo komu bóndasynirnir líka til að rétta henni litla hlýja hönd. „Það er nýtt, að þú kemur,“ sagði Mundi. Svo bætti hann við: „Eru ærnar á Hofi farnar að bera? Hér eru fjórar bornar, ein þeirra er Fríða mín. Hún er með stóra gimbur.“ „Þú ættir að muna það að ég kem aldrei til kindanna, góði minn. Ég læt mér nægja að snúast innan um pott- ana og föturnar. Lítil von væri að ég myndi hvenær kýrnar eiga að bera, en engin með ærnar. Það er þá kannske heldur Ásdís, sem gæti svarað því.“ Heima er bezt 31

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.