Heima er bezt - 01.01.1960, Blaðsíða 10
Valdimar Björnsson og fjölskylda á jólunum 1959 á heimili sinu 2914 46th Avenue South, Minneapolis.
Guðrún, Valdimar, Helga, Maja, Valdimar, Jón, Kristin.
um Ameríku. Hann segir svo frá um föður sinn:
„Islenzkari manni inn við beinið fæ ég líklega aldrei
að kynnast.... Pabbi hefur alltaf talað málið eins og
hann hefði aldrei frá íslandi farið, hreimurinn, orða-
valið, hugtökin, setningaskipanin, andinn, allt saman
alíslenzkt.... Aldrei hefur kunnáttan í íslenzku orðið
honum að farartálma, heldur hið gagnstæða. Hún hef-
ur að mínum dómi aukið vald hans og skilning á
ensku.“
Margt af þessu mætti segja um Valdimar sjálfan.
Vald hans og þekking á íslenzkri tungu er furðulegt,
ekki sízt þegar þess er gætt, að hann er fæddur í
Ameríku, og hefur lengst ævinnar stundað blaða-
mennsku og ræðuflutning á enskri tungu, og haft hin
margþættustu störf með höndum, sem fremur öllu
kröfðust frábærrar leikni og þekkingar á þjóðtungu
hans. En mér er nær að halda, að hann tali þar af eig-
inni reynslu sinni, er hann telur íslenzkukunnáttu föður
síns hafa eflt honum vald á ensku máli. Að minnsta
kosti þótti mér, sem heyrði ég nið íslenzkrar tungu og
málflutnings, sem undiröldu ræðu hans, er ég hlýddi á
pólitíska ræðu hans á fundi þar vestra. í bernsku nam
hann íslenzku af foreldrum sínum og ömmu. Við fót-
skör eldra fólksins lærði hann þegar á fyrstu árum æv-
innar íslenzka frásögn, sögur, ljóð og ættvísi. Og hann
hefur haldið því námi og þeim arfi við og enn er ís-
lenzka daglega töluð á heimili hans. Varla mun það
mikilsvirði í íslenzkum bókmenntum eldri og yngri,
sem hann kann ekki einhver deili á. íslenzka sögu gjör-
þekkir hann, og fáa mun hann eiga jafnoka sína í ís-
lenzkri ættvísi og mannfræði aðra en þá, sem sérfræð-
ingar geta kallazt í þeirri grein. Og naumast hef ég
hitt mann sem vissi deili á jafnmörgum núKfandi ís-
lendingum og hann. Ekki má það gleymast í þessu
sambandi, að Valdimar og bræður hans eru hinar mestu
hjálparhellur hverjum þeim íslendingi, sem leggur leið-
ir sínar þar vestur á slétturnar. Eru þeir ófáir, sem
eiga þar drjúga þakkarskuld að gjalda.
Til íslands hefur Valdimar komið þrisvar sinnum.
Fyrst kom hann árið 1934 og dvaldist þá tvo mánuði
hér, síðan voru styrjaldarárin, sem fyrr segir, og loks
var honum boðið til fyrirlestrahalds síðastliðið haust.
Fyrir nokkrum árum flutti Valdimar nokkur útvarps-
erindi, í erindaflokki, sem kallast America in the
making, þ. e. þróun Ameríku. Fjölluðu þau um þátt
íslendinga í sköpun hins ameríska þjóðfélags. Niður-
lagsorð hans voru á þessa leið: „íslendingar, fámennir
eins og þeir eru, bæði hér og i heimalandi sínu, hafa
haldið með afbrigðum fast við stórbrotinn þjóðarmetn-
að sinn, eins og smáþjóðum er títt. En hin ósveigjan-
lega einstaklingshyggja þeirra, sanna ást og virðing fyr-
ir lærdómi og ósvikni áhugi á þjóðfélagslegum málefn-
um, er virðulegt framlag til sköpunar hins ameríska
þjóðfélags.“
Þessi orð gætu vissulega verið einkunnarorð um störf
Valdimars Björnssonar, föður hans og bræðra.
6 Heima er hezt