Heima er bezt - 01.01.1960, Blaðsíða 14

Heima er bezt - 01.01.1960, Blaðsíða 14
ÞORSTEINN GUÐMUNDSSON, REYNIVOLLUM: Þáttur af Þórði á Bors 00 afkomenaum hans f'iir miðja 18. öld, bjó á Borg á Mýrum í Aust- ur-Skaftafellssýslu, bóndi sá er Þórður hét Jónsson. Ekki verður hér rakin ætt hans en “• nokkuð sagt frá afkomendum hans. Kona Þórðar var Kristín, dóttir séra Jakobs Bjarna- sonar á Kálfafellsstað, 1689—1717, og konu hans Guð- nýjar Guðmundsdóttur lögréttumanns á Kálfafelli í Suðursveit. Systkini Kristínar voru Ingibjörg er átti séra Sigurð Ketilsson á Skeggjastöðum, Margrét, átti Ólaf Gíslason biskup í Skálholti og Guðmundur stú- dent á Kálfafelli. Kristín var þrígift, átti fyrst Bjarna eldra Eiríksson frá Búlandsnesi í Suður-Múlasýslu, síð- an Sigurð nokkurn Sigurðsson og síðast Þórð á Borg. Þau áttu eina dóttur barna, er Ingibjörg hét. Þau Þórður og Kristín voru vel efnuð, enda jörðin þá og lengi síðan talin gagnsöm vegna reka, veiðiskap- ar og góðra engja. Sérvitur og undarlegur í háttum þótti Þórður og jafnvel sjá fyrir óorðna atburði. Hann átti stóðhest góð- an, er hann eitt sinn tók í hús á veturnóttum og ól við stall á töðu, en með þorrakomu járnaði hann hestinn með feiknamiklum skaflaskeifum. Rétt á eftir rak hafís mikinn að landinu, og gerði hafþök út frá ströndinni. Einn dag sáu Borgarmenn, að bjarndýr mikið kom frá sjó og stefndi heim að Borg. Þórði var sagt til, og brá hann þá við og leysti út stóðhestinn, sem þá setti á sprett og stefndi á bangsa, sem kominn var þá heim að túni. Urðu þar hörð átök og sviftingar, sem enduðu á þann hátt, að báðir lágu dauðir á vígvellinum, bangsi og hesturinn. Séra Vigfús Benediktsson fékk Einholtsstað á iVIýr- um 1775 og flutti þangað. Var staðurinn þá svo niður- níddur að húsum, að prestur treysti sér ekki að bera sig þar inn. Var honum þá vísað til dvalar að Borg til Þórðar, meðan endurbætur færu fram á húsum, því heimilið á Borg þótti fyrir öðrum þar í sókninni. Þegar prestshjónin komu að Borg og hittu Þórð að máli heilsuðu og kynntu sig, sagði Þórður: „Er þetta okkar prestur, segi ég,“ en presturinn hváði eftir, hefur víst illa skilið talshátt Þórðar, sem virðist hafa verið alleinkennilegur. Þá sagði Þórður: „Hann ekki fá að heyra,“ og endurtekur aftur spurninguna: „Er þetta okkar prestur, segi ég, og hækkum okkur upp og ríf- um okkur uppúr.“ Adun þá prestur hafa ráðið í spurn- inguna og játaði að hann væri presturinn. Kallar Þórð- ur þá inn í bæ: „Langa Kristín — langa Kristín, Kristín Langafála, setjum upp skufhúfurnar, tökum prests- konuna af baki, okkar prestur kominn, okkar prestur kominn.“ Er þá mælt að séra Vigfús hafi sagt. Ef þessi er sá bezti á Mýrum, er ekki góður sá versti. Peninga átti Þórður, sem hann fyrir dauða sinn gróf í jörðu upp hjá Borgarkletti. Sagt er að Ingibjörg dótt- ir hans hafi fengið að vita um staðinn, og hafi Þórður sagt henni að ef henni lægi mikið á mætti hún taka eitt ríksort, en alls ekki meira. Nú varð Ingibjörgu eitt sinn vant skildinga og tók eina handfylli úr peningahrúg- unni, en þá sótti Þórður svo fast að henni í svefni og krafðist fjár síns aftur, að hún hafði engan frið fyrr en hún hafði skilað hverjum skildingi aftur á sinn stað. Ingibjörg giftist manni þeim er Gissur hét og var Hallsson og bjuggu þau á Borg. 1801 er Gissur búinn að missa Ingibjörgu, er þá ekkjumaður, 55 ára gamall, búandi á Borg með börnum sínum, Jóni 23 ára, Guð- mundi 22 ára, Vilborgu 19 ára og Ingibjörgu 1 árs. 1816 er Gissur horfinn úr manntali í Austur-Skaftafells- prófastsdæmi og sömuleiðis Ingibjörg dóttir hans. Giss- ur þá sennilega dáinn. Guðmundur er þá vinnumaður í Arnanesi í Hornafirði hjá Þorbjörgu Benediktsdótt- ur prestsekkju. En Jón og Vilborg eru þá talin meðal heimilislausra í Einholtssókn. En í manntali Hofssókn- ar í Oræfum sama ár er Jón talinn tómthúsmaður á Litla- Hofi í Öræfum, og mun það réttara vera, því á Hofi var hann um þessar mundir og síðar, og í Öræfum var líka Guðmundur bróðir hans einhvern tíma annað hvort fyrr eða síðar, líklega þó fyrir 1816. All einkennilegir þóttu þeir bræður Jón og Guð- mundur. Þeir höfðu mikinn hug á að læra galdra, og fór Guðmundur þeirra erinda til Isleifs bónda Ásgríms- sonar í Svínafelli í Öræfum, því hann þótti greindur og margfróður. En ólíldegt er að Guðmundur hafi get- að numið það, sem hann óskaði eftir, enda eftir ísleifi haft, að Guðmundur væri svo illa innrættur að hættu- legt væri að láta hann hafa svoleiðis kukl um hönd. En þeir bræður töldu sér og öðrum trú um, að þeir kynnu ýmislegt í galdrafræðum og söfnuðu að sér ýmsum gripum, bæði sér til verndar og til að gera öðrum skrá- veifur með og báru á sér í hrútspungum, eins og þetta vísubrot, ort í þeirra orðastað, segir til um: Enginn kann mér það meina mína náttúrusteina, hrútspungum hafa í. Þegar Jón Gissurarson var á Hofi í Öræfum bjuggu þeir þar Þorsteinn Gissurarson tól og Sveinn Sveinsson faðir Oddnýjar á Breiðabólsstaðargerði. Þeir voru báðir hagmæltir vel og gleðimenn miklir og hentu margt gaman af Jóni Gissurarsyni og Guðmundi bróður hans, til dæmis létu þeir Jón segja sér drauma sína, sem ekki voru neitt sérlega þægilegir, því Jón dreymdi nokkrum sinnum sjálfan höfuðpaurinn, sem vildi hafa smávegis 10 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.