Heima er bezt - 01.01.1960, Blaðsíða 24
þvottaborðið og stendur svo teinréttur með hendur
fyrir aftan bak.
Þjónustustúlka kemur inn með fötu og skrúbb. Hún
fer að spyrja hann um Island og hann svarar á bjagaðri
dönsku: Vi har háa fjalla, og stóra fossa. Hann setur
húfuna upp og flýtir sér burt. Stúlkan horfir á eftir
honum og segir við sjálfa sig:
„Sikken en idiot! “
Stúdentinn lék Sveinn Björnsson, forseti Islands, og
stúlkuna Elín Matthíasdóttir.
I þriðja þætti tala tveir saman. Annar segist hafa far-
ið til Finns Jónssonar og beðið hann að ráðleggja sér.
Finnur hafi aðeins sagt: „Det er ikke værd at male
fanden pá væggen för end det er nödvendigt.“
Stúdentarnir sögðu einatt, að það væri eina ráðlegg-
ingin, sem Finnur gæfi.
Valtýr Guðmundsson hafði farið til Ameríku og
fengið svartan blett á frakkann sinn, og gekk stöðugt
með blettinn. Þeir notuðu það tilefni til að segja, að
Valtýr væri flekkóttur, en áttu við, að hann væri flekk-
óttur í stjórnmálunum.
I fjórða þætti er drukkinn stúdent, sem segist vera
glorhungraður og ætla til frú Dahlman að fá sér eitt-
hvað að borða.
„Þú færð ekki inngöngu hjá henni,“ segja félagar
hans, „úr því þú ert fullur. Hann segist skuli sýna
þeim, að kerlingarskrattinn þori ekki annað. Hann
bankar uppá. Þá kem ég út, leikin af Þóru Matthías-
dóttur, með stóra hvíta svuntu og segi: „Eg tek ekki
móti fullu fólki.“ Það átti að sýna hvað ég talaði lélega
íslenzku.
Valtýr Guðmundsson var formaður Islendingafélags-
ins um skeið, en á seinasta tug aldarinnar var Steingrím-
ur Jónsson frá Gautlöndum formaður nokkur ár. Hann
tók upp þá nýlundu, að fá stundum danska skemmti-
krafta á landamót, en áður höfðu aðeins íslendingar
skemmt.
Eftir að Steingrímur fór heim, tók Finnur prófessor
Jónsson við stjórninni og stýrði af mikilli röggsemi. í
stjórnartíð hans var haldin mikil samkunda árið 1900
í minningu 350 ára ártíðar Jóns Arasonar. Maðurinn
minn hafði tekið töluverðan þátt í undirbúningi hófs-
ins, því að hann hafði skorið út 50 fálka, málað þá og
bundið við þá slaufur með íslenzku fánalitunum. Þetta
skyldi nota við kottillion-dans, en það mun hafa verið
í fyrsta og síðasta skipti, sem hann var dansaður á
landamóti. Slaufunum var stungið í púða, sem hann
hafði málað Fjallkonuna á. Þetta var mikil vinna, en
setti sinn svip á samkomuna, enda þakkaði Sigurður
Eggerz honum í ræðu.
Aðgangur að hófinu var 5 krónur, og á borðum var
lambasteik og ís, en vín urðu menn að kaupa sjálfir.
Finnur flutti aðalræðu kvöldsins um Jón Arason, fróð-
legt og skemmtilegt erindi. Stúdentar sungu ýmis lög,
■svo sem, „Hvað er svo glatt“ og „Ólafur reið með
björgum fram'1, og stýrði Sigfús Blöndal söngnum. Að
lokum var svo dansað, og stjórnaði Jón Þorkelsson
dansinum, en á honum var einna mestur glæsibragur
þeirra stúdenta, sem þá voru í Höfn. M. a. voru dans-
aðir hringdansar, svo sem „Vefa vaðmál“. Allt hófið
fór hið bezta fram.
Mannsefnið mitt sá ég fyrst í draumi. Mig dreymdi,
að ég væri stödd í skemmtigarðinum Tivolí. Þá kemur
til mín ungur maður, heilsar mér og segir: „Það þarf
ekki að kynna okkur frk. Dahlman, við höfum sézt
áður.
Þegar ég var seinna í Stokkhólmi með frú Hannover,
fór ég og vinkona mín oft á veitingastað og hlustuðum
á músik seinni hluta dags. Þar hittum við einu sinni
tvo Dani, sem heilsuðu okkur, af því þeir heyrðu að
við töluðum dönsku. Mér fannst ég kannast við annan
þeirra. Hann hét Valdemar Andersen og lærði til sára-
læknis í Svíþjóð. Það var nokkurs konar handiðn og
tók námið fimm ár.
Ári síðar var ég stödd í Tivolí, þegar þessi ungi
maður kemur til mín og segir sömu orðin og í draumn-
um. Hann var þá í sumarleyfi og átti eftir eitt ár af
námstíma sínum.
Þetta haust var það numið úr lögum að menn gerð-
ust sáralæknar, en þeir, sem þegar voru það, máttu
halda áfram starfi sínu. Hann kom þá til Hafnar og
byrjaði að mála. Hann leitaði mig uppi og gerðist kost-
gangari hjá mér, það var tveimur árum eftir að ég hóf
matsölu. Hjá mér kynntust þeir Einar Jónsson mynd-
höggvari og urðu vinir. Vegna áhrifa frá Einari, hætti
hann námi í listaháskólanum, þar sem engum var leyft
að fylgja sínum eigin hugmyndum. Hann fór þá til
manns, sem hafði skóla fyrir nokkra málara. Myndir
hans seldust vel og hann þótti efnilegur. Um þetta leyti
vann hann einnig 4000 krónur í happdrætti og við gát-
um gift okkur. Brúðkaupið fór fram 25. nóvember
1898. Finnur Jónsson var svaramaður minn og 60 manns
voru í veizlunni.
Eg hafði tekið mér nafnið Dahlman, þegar ég fór
burt af Islandi. Forfaðir minn norskur, með því nafni,
hafði setzt að í Reykjavík. Erlendur, bróðir minn, hafði
tekið sér þetta nafn, þegar hann kom til Ameríku, og
óskaði þess, að við systkinin, sem færum úr landi, tækj-
um það upp.
Alaðu rinn minn átti alnafna, sem einnig var málari og
var oft villzt á myndum þeirra. Ég stakk upp á því við
hann að bæta mínu nafni aftan við hans og gerði hann
það.
Björn Sigurðsson kaupmaður bað manninn minn að
mála tvær altaristöflur í kirkjur á íslandi. Önnur er í
Höfðakirkju í Höfðahverfi, hin einhvers staðar á Vest-
urlandi. Auk þess málaði hann altaristöflu, sem fór til
Jótlands. Eftir það var hann beðinn um að mála altaris-
töflur hvaðanæva, t. d. frá Færeyjum, Islandi og ís-
lenzkri nýlendu í Ameríku. Aður en hann gæti orðið
við því, varð hann fyrir slysi. Það var ekið yfir hann
og þrír fingur hægri handar urðu máttlausir. Eftir það
gat hann ekki haldið á pensli, aðeins málað lítillega með
krítarlitum. Framhald
20 Heima er bezt