Heima er bezt - 01.12.1975, Blaðsíða 2

Heima er bezt - 01.12.1975, Blaðsíða 2
Jól, varla mun nokkurt orð tungunnar gætt jafnmikl- um töframætti og unaði um leið. Þetta litla orð rúmar í einu fögnuð, kærleik og frið. Það lætur jafnljúft í eyrum barnsins, sem er að byrja að skynja veröldina umhverfis sig og öldungsins, er horfir til baka á marg- þætt störf langrar æfi, og á einungis fáein fótmál óstig- in að grafarbarminum. Alllir, ungir og gamlir geta tek- ið höndum saman og fagnað einum rómi tilkomu jól- anna. En hvers vegna? Jólahátíð kristinna manna er heilög haldin í minn- ingu þess atburðar, er gerðist austur í Gyðingalandi fyrir nær 2.000 árum, fæðingar Jesú Krists, höfundar kristinnar trúar. Vér getum deilt um skoðanir og skýr- ingar sagnameistara, guðfræðinga og guðfræðistefna um Krist og persónu hans, eða hve mikið af jólasögunni sé sannfræði, og hve mikið helgisögn, en slíkt kemur ekki við hinni raunverulegu helgi jólanna, því að ekki verður um það deilt, að þau eru í innsta eðli sínu tákn þeirra helgustu og fegurstu hugsjóna, sem mannkynið hefur alið. í kenningu Krists er fólgið hið besta sem oss getur dreymt um, sjálfur kærleikurinn. Af þessum sökum getum vér öll sameinast í einum hug í helgi- haldi jóianna, án tillits til trúarskoðana í einstökum atriðum. En jólin eiga sér lengri sögu en þá, sem oss er sögð í Nýja-testamenntinu. Löngu áður en kristin trú kom til sögunnar höfðu heiðnar þjóðir haldið hátíð um þetta leyti ársins, til þess að fagna hækkandi sól, sigri ljóssins yfir myrkrinu. Enginn vafi er á, að sá fögnuður hefir verið sprottinn af innstu rót hjartans, því að snemma mun mönnum hafa lærst að unna meir ljósinu en myrkr- inu, og þeir hafa gert sér ljóst hver lífgjafi sólin var, og án hennar væri náttúran auð, köld og dauð. Það var því ekki að ófyrirsynju, að forrráðamenn kristinnar kirkju tengdu fæðingarhátíð frelsarans hinni æfafornu ljós- hátíð. Þannig var hinu nýja andlega ljósi fundin tengsl við eitt hið fegursta úr fornum venjum og átrúnaði. Jólin urðu þá um leið ljóss- og sigurhátíð í tvöföldum skilningi. Þau voru fagnaðarhátíð hinnar hækkandi sól- ar í náttúrunni, en umfram allt þó hátíð þess ljóss, sem boðskapur og líf Jesú Krists færði mannkyninu. Þess vegna fögnum vér jólum með ljósakveikingum enn þann dag í dag. Um leið og vér tendrum jólaljósin minnumst vér þess ljóss, sem boðskapur jólanna færði hrjáðu mannkyni. Sá boðskapur er jafn nýr og ferskur í dag og hann var fyrir tveimur þúsundum ára, og hann er og verður jafnfagnaðarríkur svo lengi, sem mannkynið ann meir ljósi en myrkri og kann skil góðs og ills, eða gerir sér einhverja hugmynd um æðri heims- stjórn. En ef svo skyldi fara að mannkynið skyldi ráfa inn á þær villigötur, sem fengju það til að glata þessum hugsjónum, er vissulega skammt eftir æfi þess. Þegar vér rennum huganum til jólaguðspjallsins, er það einkum tvennt, sem vér verðum snortnir af: feg- urð þess og einfaldleika. Annars vegar verður oss hugs- að til sveinbarnsins í jötunni, sem voru sköpuð hin miklu örlög en hinsvegar beinum vér hugsjónum vor- um til fjárhirðanna, sem litu undrið mikla, er himn- arnir opnuðust, og þeir heyrðu herskara himinsins syngja „Dýrð sé guði í upphæðum og friður á jörðu“. Vel veit ég, að þeir muni margir, sem láta sér fátt finnast um þá sýn, og mundu jafnvel segja að þeir hefðu Iitið þar undur norðurljósa, þótt þau að vísu muni sjaldan eða aldrei sjást á þeim slóðum jarðar. En geta ekki einmitt hin leiftrandi norðurlijós gefið oss einhverja hugmynd um dýrðarsjón hirðanna á Betle- hemsvöllum. En hvað sem um það er, þá mun þetta tvennt, barnið í jötunni og sýn fjárhirðanna verða eitt af því fáa, sem vér fyrst nemum í bernsku og gleymum aldrei allt um önn og ys dagsins. Og bæði þá og um allar aldir hefir mannkynið þráð frið á jörðu, og innst í hjarta sínu bera menn þá þrá, að yfir þeim sé vakað, svo að þeir megi leggjast öruggir til hvíldar. Jólaboðskapurinn er í senn fyrirheit þess, sem koma skal og sáttmáli guðlegrar forsjónar við mannkynið, sem hann í senn flytur frið og styrk. Um aldaraðir hafa kristnir menn fagnað jólunum. Þau hafa verið sú stund, sem þeir hafa getað samein- ast í einum hug, allt um ólíkar lífsskoðanir og viðhorf. En samt hljótum vér að spyrja: „Elvað er þá orðið okkar starf.... höfum vér gengið til góðs götuna fram eftir veg“? Og vér hljótum að játa með kinnroða, að enn hefir mikill þorri kristinna þjóða færst harðla litlu nær hugsjón jólanna en forfeður þeirra fyrir tveim þús- undum ára. Hvarvetna úr heimi heyrist vopnabrak og ofbeldi. Jafnvel sú hákristna þjóð, sem sig vill svo kalla, Bretar, er dreift hafa öllum meira flóði af Heilagri ritningu um alla jörð, láta sér sæma að fara með her- skipum, til að grípa fæðuna frá munni fátækrar smá- þjóðar, og eru þó áreiðanlega margir miklu sekari þeim í þessum efnum. Og ef vér skyggnumst betur um, jafnt í næsta umhverfi voru og út um hinn stóra heim, hljót- 400 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.