Heima er bezt - 01.12.1975, Blaðsíða 15

Heima er bezt - 01.12.1975, Blaðsíða 15
GUNNAR MAGNÚSSON FRÁ REYNISDAL: ' aust fyrir síðustu aldamót barst ný félagsmála- hreyfing til landsins frá Danmörku. Það voru rjómabúin, eða smjörbúin. Islenskir bændur til- 1 ^ einkuðu sér þessa félagsmálahreyfingu, og stofn- settu rjómabú víða í sveitum þar sem staðhættir voru fyrir hendi, um, og upp úr aldamótum, aðallega voru þessi bú á Suður- og Vesturlandi. Þó má vera að einnig norðanlands og austan hafi verið eitthvað um þau, en um það brestur mig kunnugleika. í Mýrdal tók til starfa rjómabú 1902, og var félags- svæðið allur Mýrdalurinn, var það reist við Deildará. Fyrsta rúmabússtýra rjómabúsins við Deildará var Að- albjörg Stefánsdóttir frá Möðrudal. En Mýrdælingar höfðu strax hug á því við stofnun rjómabúsins, að eign- ast sjálfir sína eigin rjómabússtýru. Skóli var stofnsettur að Hvítárvöllum í Rorgarfirði, fyrir rjómabússtýrur, og veitti skólanum forstöðu H. Grönfelt, danskur maður. Þangað sóttu væntanlegar rjómabússtýrur menntun sína og starfsþjálfun. Ein af þessum rjómabússtýrum Grönfelts er Kristín Ingileifsdóttir, sem enn er á lífi háöldruð og ég vil hér að nokkru geta. Kristín Ingileifsdóttir er fædd að Norðurhjáleigu í Álftaveri 2. apríl 1889. Foreldrar hennar voru Þórunn Magnúsdóttir og Ingileifur Ólafsson, voru þau bæði úr Meðallandi og áttu sinn frændgarð þar. Voru þau hjón dugnaðar manneskjur, en hvergi var þá ábúð að fá þar eystra, og lá leið þeirra vestur í Mýrdal þá er Kristín var á fyrsta ári. Þar var sama sagan, allar jarðir setnar og hvergi jarðnæði að fá. Þórunn Magnúsdóttir vistaði sig sem vinnukonu í Hryggjum hjá bóndanum þar er Björn hét, hafði hún Kristínu með sér í vistinni. Að ári liðnu var svo flutt að Ketilstöðum. Þar var Þórunn í tvö ár ásamt dótt- urinni. Að þeim tveim árum liðnum, flyst Þórunn Magnúsdóttir ásamt Kristínu, að Suður-Götum í Hvammshreppi til Heiðmundar Hjaltasonar og Gunn- varar Guðmundsdóttur sem þar bjuggu góðu búi, réðst Þórunn þangað sem vinnukona. Þar á Suður Götum var Kristín til tuttugu og tveggja ára aldurs, en Þórunn var á Suður Götum sem vinnu- kona allt þar til Heiðmundur féll frá. Þá fór hún annað í vist. En Ingileifur faðir Kristínar, var vinnumaður í Suð- ur Hvammi hjá bróður sínum Sveini Ólafssyni. Var Ingileifur hagur og listrænn í verkum sínum, eins og þeir bræður báðir. Þá er Kristín var 17 ára fór hún í Hvítárvallaskóla og útskrifaðist þaðan sem fullnuma rjómabússtýra 18 ára. Réðst þá sem rjómabússtýra að rjómabúinu að Gufuá, Kristín Ingileijsdóttir. Heima er bezt 413 /

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.