Heima er bezt - 01.12.1975, Blaðsíða 10
ég átti það ekki skilið, mér þótti svo lítið vænt um
hann, eins og hann gerði margt vel til mín. — Hann
var drykkjumaður, ég vissi það frá byrjun — hann
drakk svo mikið þegar hann var heima og ég þoli svo
illa drykkjulæti. Við áttum tvö börn, eldra bamið var
drengur, hann dó þegar hann var tíu ára, pabbi hans
varð aldrei samur maður eftir það. Svo dó hann fyrir
aldur fram, hjartað bilaði. Ég saknaði hans ekki — það
lá við að ég væri fegin þegar hann dó og þá skamm-
aðist ég mín svo voðalega mikið, enn meira en þegar
ég gekk úr hlaði á Drangshlíð í seinasta sinn. En ástin
kemur ekki þó maður kalli á hana — hún kemur óboðin.
Yngra barnið er stúlka sem heitir Karen. Hún var
og er sólargeislinn í lífi mínu. Ég kenndi henni íslensku
þegar hún stálpaðist. Ég náði oft í íslenskar bækur og
týndi engu niður í málinu. Svo dóu tengdaforeldrar
mínir, þá fór að vakna hjá mér þrá eftir íslandi. Ég
skrifaðist á við Karen frænku í Reykjavík, hún var
orðin ekkja og loks fluttum við mæðgurnar til hennar,
þá var Karen mín fimmtán ára. Hún gekk í mennta-
skólann, en ég fékk atvinnu í bókabúð. Nú er hún
orðin stúdent, en þá greip hana þrá eftir sínu heima-
landi, hún er nú á húsmæðraskóla í Noregi. Annars
kann hún vel við sig í Reykjavík, hún hatar áfengi,
eins og ég. — Þegar hún var farin þá var ekki laust við
að mér leiddist. Læknisfrúin hérna er kunnug Karen
frænku og kemur til hennar þegar hún er fyrir sunn-
an. Ég sagði svo hún heyrði að það væri gaman að
koma til Drangavíkur og það varð til þess að hún bauð
mér að vera hér í vetur — sjá mér fyrir fæði og húsnæði
og atvinnu og mér hefur liðið vel hér. Karen kemur til
Reykjavíkur í vor og „þá held ég út á haf og kveð
heimalönd mín“, í annað sinn.“
„Já, manstu sönginn þann,“ segir frú Hólmfríður.
„Ég hafði ekki heyrt hann í þrjátíu ár, þangað til
núna rétt áður en þú komst, þá söng Lilja þetta og spil-
aði undir á píanóið. Hún sagði að Erlingur hefði kennt
sér það, það væri svo angurvært. Það hefur vakið upp
minningarnar. Ég veit að hann gleymdi þér ekki.
Hann vildi hafa vettlinginn þarna á hillunni. Hann hef-
ur hugsað til þín þegar honum varð litið á hann.“
„Já,“ segir Elín og réttir Hólmfríði báða vettling-
ana. „Nú skil ég vettlinginn eftir, hann hefur nú gegnt
sínu hlutverki.“
„Þú hefur það eins og þér sýnist,“ segir frú Hólm-
fríður, „ég skal taka við honum.“
„Nú er mínu erindi lokið,“ segir Elín og stendur
upp, „nei, eitt er eftir.“ — Hún gengur fram í forstof-
una og kemur aftur með pakkann sem hún hélt á þegar
hún kom, tekur af honum umbúðirnar, kemur þá í ljós
forkunnarfagur kristallsvasi og litfögur, lifandi blóm.
Hún leggur það á borðið og segir: „Þetta áttu að eiga
vinkona, með ósk um gleðileg jól og þakklæti fyrir
gamalt og gott.“
„Ég er nú alveg steinhissa,11 segir gamla konan, „hvar
færðu blóm núna?“
„Karen frænka sendi mér svo falleg blóm, þetta er
helmingurinn af þeim,“ segir Elín.
„Þakka þér innilega fyrir,“ segir frú Hólmfríður,
„þetta er falleg gjöf. Það er verst að ég hef ekkert að
gefa þér. En það koma dagar og koma ráð. Mér þótti
svo vænt um að þú komst, ætlarðu eklti að koma aftur?“
„Því ræður þú,“ svarar Elín. „Ætli að sumum gæti
ekki þótt það kynlegt að ég færi að venja komur mín-
ar hingað. Ef þú vilt að ég komi þá hringdu til mín,
mig langar til að sjá þig aftur.“
„Þá skulum við vona að það verði,“ segir frú Hólm-
fríður og fylgir henni til dyra. „Þú hefur gert þitt
besta til þess að ég gæti átt gleðileg jól,“ segir hún og
faðmar og kyssir Elínu.
Svo gengur hún inn í stofuna. Þá sér hún hvar Lilja
stendur í skrifstofudyrunum, með kápuna á handleggn-
um og húfuna í hendinni, heit og rjóð og óvenju glað-
leg á svip. Gamla konan verður svo undrandi að hún
getur ekkert sagt.
„Ég fór nú aldrei lengra en í dyrnar,“ segir Lilja,
„ég fór inn í skrifstofuna og þar hef ég verið og heyrt
allt sem talað var í stofunni — og hafði gott af því. Ég
skynjaði í fyrsta sinn vesaldóm minn, hún hefur reynt
meira en ég þessi manneskja sem þú varst að kveðja og
hún ber sig vel, en ég ber mig illa. Og ég fann líka
hvað þú ert mikið meiri manneskja en ég, en nú ætla
ég að reyna að bæta ráð mitt, það er verst hvað er
framorðið, ég ætla að fara og vita hvort ég get ekki
hjálpað henni Klöru litlu og svo ætla ég að bjóða svst-
kinunum og mömmu þeirra að borða hérna hádegis-
mat á morgun, þá hef ég eitthvað að snúast við i fyrra-
málið, það er betra en liggja í rúminu og gráta. Þú
hefur víst séð fyrir því að nóg er til af mat.“
„Ö, hvað mér þykir vænt um að heyra þetta,“ segir
gamla frúin, „þegar ég var að panta matvælin þá var
ég einmitt að hugsa um hvað væri gaman að bjóða
þeim í mat.“
„Já, mér datt það í hug,“ segir Lilja og brosir, „og
hringdu svo fyrir mig til hans Þorsteins og skilaðu
kveðju og jólaósk og segðu að ég ætli að gera þetta
sem hann var að tala um. Vinkona þín má mín vegna
koma hingað eins oft og þið viljið, mér þykir bara
vænt um ef hún kemur.“ — Hún fer í kápuna og lætur
á sig húfuna.
„Ég þarf ekki að biðja um nein blóm,“ segir hún og
horfir á blómin, „þau eru stundum undarleg atvikin.“
„Já, satt er það,“ segir frú Hólmfríður, en ég held
að mér veiti nú ekki af að fara að hugsa um jólamatinn
okkar, en það gerir nú ekki til þó að við borðum í
seinna lagi.“
„Nei, það gerir ekki til,“ segir Lilja og gengur til
dyra. Gamla frúin fer fram í dyrnar, horfir á eftir
henni og lítur til veðurs. Nú hefur birt í lofti og er
hætt að snjóa. Hrímfölur máninn skín í rosabaug og
stór og skær stjarna blikar í skýjarofi.
„Á skammri stund skipast veður í lofti,“ segir hún
við sjálfa sig. „Og fleira er breytilegt en veðrið. — Það
lítur út fyrir að hér ætli að verða góð og gleðileg jól
— þrátt fyrir allt.“
408 Heima er bezt