Heima er bezt - 01.12.1975, Blaðsíða 9
mig. Hann orti fleira seinna, þó hann léti lítið á því
bera.“
„Og hann sem orti þetta Ijóð um vorið og mig og
var sjálfur fagur og glaður eins og vordagur — hann
liggur nú undir frosnu og fannþöktu leiði,“ segir F.lín.
„Nei,“ segir frú Hólmfríður ákveðin, „gröfin gevm-
ir bara það sem einu sinni var hann. Andi hans dvelur
á landi lifenda, þangað eru nú allir ástvinir mínir farn-
ir og bráðum fer ég líka og fæ að sjá þá. Ég er eins
viss um það eins og ég vissi að þú varst á lífi, þótt þú
værir horfin úr Drangavík. Og ég vonaði alltaf að ég
fengi að sjá þig og sættast við þig hérna megin grafar,
nú er sú von orðin að vissu, Guði sé lof!“
vjá, ég get tekið undir það,“ segir Elín. „En hvernig
gat þér fundist þú vera sek við mig? Það skil ég ekki.“
„Jú, sjáðu nú til, ég vissi að var vinátta mikil með
ykkur Érlingi og langmest síðasta sumarið sem þið
voruð saman, þá vissi ég að hann var trúlofaður,
mamma hans skrifaði mér það veturinn áður. Og ég
átti að segja þér það; en þið voruð svo glöð og ham-
ingjusöm og ég hef alltaf átt bágt með að skipta mér
af einkamálum annarra. En ég átti að segja þér það, þá
hefðirðu kannske ekki horfið.“
„Getur verið,“ segir Elín. „Ég dáði hann og elskaði
frá fyrstu sýn, en ég hugsaði ekki um hjónaband fyrr
en síðasta sumarið í Drangshlíð, þá fannst mér að vin-
áttan hlyti að enda með giftingu. Þá var ég 16 ára. Ég
hugsaði alltaf um hann um veturinn og hlakkaði svo til
þegar hann kæmi. Ég skrifaði honum ekki og hann ekki
mér, nema einu sinni á kort, þá var hann að þakka mér
fyrir vettlingana — þessa hérna, þeir voru nú reyndar
frá þér, þó ég prjónaði þá, þú hefur víst sagt honum
að þcir væru frá mér. Svo langaði mig að læra eitthvað,
svo ég væri honum heldur samboðin. Manstu ekki að
ég ætlaði í kvennaskóla um veturinn, þið hættuð bú-
skap um vorið, þá var verið að bvggja þetta hús, þið
fluttuð í það um haustið, jörðin var nytjuð af öðrum
um sumarið. Ég fór niður í þorpið til þess að græða
mikla peninga í síldar- og fiskvinnu. Við vorum saman
í hcrbcrgi ég og Hclga vinkona mín frá Hóli. Það leið
á sumarið og ekki kom Erlingur, þú sagðir að hann
hcfði fengið sér atvinnu fyrir sunnan, annars töluðum
við aldrci um hann. Svo man ég síðsumarskvöldið fagra
þegar ég skrapp hcim að Drangshlíð og allar drauma-
borgirnar hrundu. Blessaður gamli presturinn var einn
úti á stéttinni þcgar ég gekk í hlaðið. Hann tók kveðju
minni glaðlega, svo sagði hann: „Þú ert aðeins of seint
á fcrðinni. Erlingur og konan hans voru að fara í
skcmmtigöngu upp í fjall. cða kannske þú ætlir að
gista“?
„Nci, nei,“ sagði ég, „hvcnær gifti hann sig?“
„í fyrradag, þau komu í dag, þau hafa stutta viðdvöl
hér, þau eru að fara til Danmcrkur og ætla að vera þar
eitt cða tvö ár“, svaraði hann.
Þá komst þú út og bauðst mér inn og svo fórstu að
tala um Erling og konuna hans, þú sagðir að hún héti
Lilja og væri ákaflcga fín og yndisleg stúlka. Erlingur
var stúdcnt og ætlaði í háskóla og hún ætlaði að læra
söng og hljóðfæraleik. Mér datt í hug gítarinn minn
og söngurinn, mikið skammaðist ég mín, þegar ég bar
það saman við sönglist þessarar fínu konu. Þú gafst
mér kaffi og ógurlega fínt brauð sem þú hafðir bakað
handa ungu hjónunum. Þegar ég var búin að drekka
sagðist ég ætla upp á loft og sækja gítarinn minn, hann
var þar ásamt fleira dóti sem ég átti þar. Ég tók gítar-
inn og eitthvað af fötum, þá sá ég hvar treyja af Erlingi
lá á kistu á ganginum og vettlingarnir góðu voru í
vösunum, ég tók annan, vafði fötunum utan um hann
og fór með hann. Ég þakkaði fyrir kaffið og kvaddi
eins og ég var vön. Ég man að þú klappaðir mér á
kinnina og sagðir: „Hvenær kemurðu aftur, Elín mín“?
— „Ég veit það ekki, það á að vera ball á laugardag-
inn“, svo fór ég. Og mér fannst ég vera svo fátæk og
einmana og umkomulaus og hugsaði að gott væri að
geta horfið og koma aldrei aftur.
Já það var ball á laugardaginn og þar hitti ég norsk-
an mann sem hafði oft um sumarið reynt að komast í
kunningsskap við mig. Ég hafði aldrei skipt mér af
honum en nú var annað upp á teningnum. Ég var í
'nýjum kjól, puntaði mig eins og ég gat, ég dansaði
við hann, drakk með honum og fór með honum fram
í skip, varð dauðadrukkin og vaknaði fyrir ofan hann
í kojunni um morguninn. Ég hef aldrei á ævinni drukk-
ið nema í þetta eina sinn, alltaf hryllt við áfengi. Það
fyrsta sem ég skynjaði var stjórnlaus þrá að komast
langt í burtu. Aumingja maðurinn vildi allt fyrir mig
gcra. Ég sagðist skyldi giftast honum ef hann hjálp-
aði mér að komast langt í burtu strax. Hann spurði
ekki um neitt, gerði engar athugasemdir, sagði bara já
og amen. Ég fór í land, það voru fáir á ferli. Helga var
steinsofandi í herberginu okkar, ég tók gítarinn minn
og stóra ferðatösku sem ég hafði keypt um vorið, lét
í hana föt og skó og peninga sem ég átti, svo læddist
ég út. Ég fór fram í skipið sem flutti okkur tafarlaust
til næstu hafnar, þaðan fórum við með bíl til Reykja-
víkur. Ég bað Einar að kalla mig Jóhönnu, sagði hon-
um eins og var að ég héti tveimur nöfnum. Hann tók
því vel og síðan hef ég heitið Jóhanna. Hann átti föð-
ursystur í Reykjavík, Karen heitir hún, hún var gift
íslenskum kaupmanni, hann fór með mig til hennar.
Hann fór til Noregs um haustið — var í stýrimanna-
skóla — hann vildi að ég færi með honum, en það varð
úr að ég var hjá frænku hans um veturinn — og hafði
gott af því. Hún kenndi mér norsku og margt fleira,
sem kom að gagni í lífinu. Svo kom hann um vorið,
þá giftum við okkur og fórum svo til hans heimalands.
Ég skrifaði þér daginn áður en við héldum til hafs.“
„Já,“ segir frú Hólmfríður, „ég á nú enn það bréf,
þú sagðist vera að fara í langferð og við sæjumst lík-
lega aldrei aftur, þá hélt ég að þú værir reið við mig
og vildir ekki sjá mig og það hryggði mig.“
„Nei, ég hef aldrei verið reið við þig,“ segir Elín.
„Einar átti efnaða forcldra og þau voru mér ósköp
góð. Við vorum hjá þeim fyrsta árið. Svo varð hann
skipstjóri og við stofnuðum eigið heimili. Við bjugg-
um við allsnægtir og Einari þótti vænt um mig — en
Heiwa er bezt 407