Heima er bezt - 01.12.1975, Blaðsíða 8

Heima er bezt - 01.12.1975, Blaðsíða 8
ir þrjátíu árum. Hún hét Elín Ingvarsdóttir,“ segir gamla frúin. „Þú ert mannglögg,“ segir Jóhanna Norðkvist og brosið hverfur, „ég hét einu sinni Elín Ingvarsdóttir og átti heima á Bjarnargili og seinna í Drangshlíð. Ég heiti fullu nafni Elín Jóhanna, en það voru víst fáir hér sem vissu um seinna nafnið, maðurinn minn hét Einar Norðkvist. Þá sérðu að ég kalla mig reyndar ekki fölsku nafni.“ Gamla konan horfir á aðkomukonuna, þögul og al- varleg. Þá segir gesturinn: „Ég sá vettling áðan í for- stofunni, mig langar að skoða hann betur.“ Frú Hólmfríður nær í vettlinginn og réttir aðkomu- konunni sem tekur þá vettling upp úr veski sínu og ber þá saman, réttir Hólmfríði þá og segir: „Finnst þér þeir ekki eitthvað líkir þessir vettlingar?“ „Jú, þeir eiga saman,“ segir Hólmfríður. „Það er sama nafnið og ártalið: Erlingur 1944.“ „Ég hef geymt þennan vettling í öll þessi ár og nú tók ég hann með mér til sannindamerkis, ef þú tryðir mér ekki,“ segir gesturinn. „Ég trúi þér,“ segir frú Hólmfríður, „þú hefðir ekki þurft að koma með vettlinginn. Ég þekkti þig þeg- ar ég sá þig í búðinni um daginn. En kannaðist ekki við nafnið, ég var búin að gleyma að maðurinn minn sálugi sagði: Elín Jóhanna Ingvarsdóttir, þegar hann fermdi þig. Nú man ég það og líka hvað þú varst fall- egt fermingarbarn í hvíta kyrtlinum mínum, með mikla glóbjarta hárið þitt.“ „Já, þú bjóst mig vel til fermingarinnar og séra Ein- ar líka, það gerðuð þið, hvort á sinn hátt. Þið gerðuð ótalmargt vel til mín og afa og ömmu. Ég hef oft og lengi kvalist af samviskubiti af því ég kvaddi ykkur ekki áður en ég fór,“ segir Elín Jóhanna. „Þú bættir úr því þegar þú skrifaðir mér, mikið var ég fegin því bréfi,“ segir frú Hólmfríður. „Ég var nú reyndar aldrei hrædd um að þú værir dáin og mig grunaði að þú værir að fara til Norcgs þegar þú skrif- aðir mér. Ég sagði manninum mínum og Erlingi frá því og bréfinu, öðrum ekki og þeir munu ekki hafa tal- að um það — hvorugur þeirra. En það kvisaðist samt hérna í Drangavíkinni hvar þú værir niðurkomin. En nú er langt síðan ég hef heyrt Elínu Ingvarsdóttur nefnda á nafn.“ „Það veit engin lifandi manneskja í Drangavík hver ég er og að ég hef verið hér áður,“ segir Elín. „F.n mér fannst ég verða að koma til þín og biðja þig fvrir- gefningar og þakka þér fyrir allt frá mínum æskudög- um. Og loks áræddi ég að koma í kvöld. Á jólunum eru menn svo góðir og sáttfúsir.“ „Barnið mitt,“ segir frú Hólmfríður blíðlega, „held- urðu að ég sé reið við þig cða kalt til þín? Þú mátt ckki hugsa svo, það cr sú mesta fjarstæða. Mér þykir svo óskaplcga vænt um að þú komst til mín og ég er cin heima. Lilja mín blessuð fór að finna grannkonu sína, en hún fer nú kannske að koma. Þú veist kannske hver hún er og þekkir hana frá öðrum.“ „Já,“ scgir Elín, „ég þckkti þig þcgar þið komuð saman í bókabúðina og spurði aðra afgreiðslustúlku hvort hún þekkti þessar frúr sem hefðu verið að fara út úr búðinni. Hún var fljót til svars: sagði að þú vær- ir prestsekkja frá Dangshlíð og sú yngri væri líka ekkja og sama sem tengdadóttir þín. Hún sagði mér frá slysinu — hún sagði mér í fáum orðum frá því helsta sem hafði drifið á dagana fyrir ykkur í þrjátíu ár. Ég hafði ekkert frétt í öll þessi ár — engan séð úr átthög- unum og vildi ekkert frétta, ég var farin héðan og ætl- aði aldrei að koma aftur — en nú er ég hingað kom- in.“ „Já, það er gott að þú ert komin, því mér hefur fundist ég vera í óbættri sök við þig í öll þessi ár. Amma þín bað mig fyrir þig, áður en hún dó og ég reyndist þér ekki eins og ég átti að gera,“ segir frú Hólmfríður. „Því segirðu það,“ segir Elín, „engin manneskja hef- ur verið mér betri en þú.“ „Jú, sjáðu nú til, ég veit hversvegna þú hvarfst,“ seg- ir frúin, „það var að nokkru leyti mér að kenna.“ „Hvernig var það þér að kenna?“ spyr Elín. „Var það ekki vegna Erlings að þú fórst?“ spyr Hólmfríður. „Jú, en það var ekki þér að kenna,“ segir Elín. „Nú sé ég fyrir mér allt það liðna. Ég man þegar ég sá Er- ling í fyrsta sinn, þá átti ég heima á Bjarnargili; ég hef líklega verið átta ára. Ég vaknaði einn bjartan vormorg- un og hann sat á kofforti hjá rúminu mínu og mér fannst hann svo fallegur þar sem hann sat í sólargeisl- anum. Það voru fleiri gestir í baðstofunni, þeir voru að koma frá því að reka kindur í afrétt, en ég sá engan nema hann og frá þeirri stundu fannst mér hann bera af öllum öðrum.“ „Honum leist líka vel á þig,“ segir frú Hólmfríður, „ég man að hann sagði mér frá litlu stelpunni með him- inblá augu og gular hárfléttur — sem reis upp í rúm- inu sínu í baðstofunni á Bjarnargili. Hann orti um þig kvæði eða þulu, ég held að ég eigi enn blaðið sem hann skrifaði hana á.“ „Já,“ segir Elín, „ég man þuluna þá, hann kenndi mér hana. Á ég að hafa hana yfir? Það kunna hana víst engir nema við.“ „Það væri nú svo sem gaman að rifja upp sumarljóð, þegar vetrarmyrkur og snjór grúfir yfir jörðinni,“ seg- ir frú Hólmfríður. „En tíminn líður og mig langar að heyra þína ævisögu meðan við erum tvær einar. Hann taldi upp allt það fegursta sem bar fyrir auga á þess- um fagra vormorgni og cndaði svona: Útivist í vorblíðu verður flestum holl. 1 varpa spretta sóleyjar með ljósgulan koll. Allt er nú fagurt, um fold og loft og sjó, cn fallcgust af öllu cr Elín litla þó. Það eru nú fjörutíu ár í vor síðan þetta var. Það var vorið sem F.rlingur var fermdur. Hann hafði aldrei reynt að yrkja og hann var svo montinn af því að hafa komið þcssu saman. En engan lét hann heyra það nema 406 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.