Heima er bezt - 01.12.1975, Blaðsíða 12

Heima er bezt - 01.12.1975, Blaðsíða 12
STEINDÓR STEINDÓRSSON FRÁ HLÖÐUM: arum Alaskaför J óns Olafssonar / SÍÐARI HLUTI Vér hikum því eigi við að ráða þeim löndum vorum, er þegar eru í Ameríku, og eins þeim, er á annað borð eru einráðnir í að flytja af íslandi til að koma hingað og ldjúfa til þess tvítugan hamarinn, því að hér er létt- ara að byrja búskap með litlum eða engum efnum en nokkurs staðar ella, er vér þekkjum til. Og vér gefum þetta ráð eftir nákvæma og samviskulega íhugun á öll- um málavöxtum, í þeirri fastri sannfæring, að það verði þeim til góðs, er því fylgja. Landið sýnist bein- línis skapað handa íslendingum og svarar í því efni fyllilega til allra vona vorra. Það er sannfæring vor, að Kodiak sé betur lagað land fyrir íslendinga en nokkurt annað land, er vér þekkj- um á jörðunni. Vér svikjum þá, er oss sendu, vér svikjum sjálfa oss, og vér svikjum sannleikann, ef vér segðum annað en vér höfum sagt.“ Skýrslu þessa undirrita þeir félagar allir þrír. Jón sneri nú aftur og sat hann í New Yorlt og Was- hington veturinn 1874—1875. Færði hann sjálfur Banda- ríkjaforseta skýrsluna um álit þeirra félaga á Alaska, og var hún síðan prentuð að boði hans. Var nú tekið að leita eftir um að Bandaríkjastjórn létti undir með ferða- kostnaði þeirra Islendinga, sem flytjast vildu til Alaska og greiddi fyrir nýlendustofnun þeirra þar. En nú gerð- ist allur róður í þá átt torsóttari. Máhð kom aldrei fyr- ir Bandaríkjaþing, og stjórnin gerði ekkert til að greiða fyrir íslensku landnámi í Alaska. Miklu mun hafa vald- ið að kosningar höfðu verið háðar í Bandaríkjunum áður en málið um stuðning við íslenskt landnám í Al- aska kæmi fyrir þingið. Hefði eftir það verið vonlaust um stuðning þingsins við það mál. Samt mun Marston Niles hafa gert það sem í hans valdi stóð til framgangs málinu. Á sama tíma hóf Canadastjórn ákafan áróður fyrir landnámi íslendinga í Canada, sem bar þann ár- angur, að straumur vesturfara beindist þangað, og að byggðin í Nýja-íslandi við Winnipegvatn var stofnuð 1875, svo sem minnst er nú á þessu ári. Þess má og geta, að er þeir Olafur og Páll ltomu aft- ur eftir vetrarsetuna munu þeir lítt hafa fýst til Al- askalandnáms, enda hafði dvöhn þar reynst þeim á marga lund erfið. Ymis blöð í Bandaríkjunum mæltu fast með máli íslendinga og ámæltu stjórninni harðlega fyrir aðgerða- leysið, en önnur mæltu á móti eins og gengur. Eitt blað- anna lét að því hggja, að Jón væri of linur í sóknum og væri meira skáld og menntamaður en póhtískur er- indreki. Það er þó naumast trúlegt um jafnmikinn áhuga- og áhlaupamann að hann hafi ekki unnið máli þessu, sem var óbifanleg sannfæring hans, aht það gagn er hann mátti. Ekki verður framhjá því sneitt, að meðan Jón dvald- ist þar samdi hann ritið Alaska, sem sennilega var prent- að á kostnað Bandaríkjastjórnar, og er formáli þess dagsettur í febrúar 1875, og má af því ráða, að þá hef- ir ekki enn verið búið að leggja landnámshugmyndina fyrir róða. f riti þessu er fyrst stuttorð lýsing á Alaska, full af fróðleik og skemmtilega skrifuð eins og flest, sem kom frá penna Jóns. Ljóst er þó að nokkurs áróðurs gætir þar í lýsingum á landi og landkostum. Aftan við landslýsinguna er svo hnýtt skýrslu þeirra ( Alaskafaranna, sem þegar hefir verið lýst að nokkru. Síðari hluti bókarinnar heitir Um stofnun íslenskrar nýlendu. Þar gerir hann grein fyrir útflutningum al- mennt og ver sjónarmið útflytjenda, og hefir þess hclsta verið getið. Einn aðalkafhnn er þar um Landval og rekur hann þar þær kröfur, sem gera verði til þess lands, sem fs- lendingar nemi og eru þær í 9 hðum svohljóðandi: „Kröfur þær, sem reynsla vor hefir sýnt og skyn- semin segir oss að séu ómissandi, eru þá þessar helstar: 1. Að landið hafi frjálsa stjórn og sem rýmst borg- aralegt frelsi. 2. að það sé frjórra og bjargræðissamara en ísland. 410 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.