Heima er bezt - 01.12.1975, Blaðsíða 6

Heima er bezt - 01.12.1975, Blaðsíða 6
„Reyndu að hugsa um öll góðu árin og gleðilegu jólin sem þið Erlingur áttuð saman, 28 ár í þessu húsi og tvö ár voruð þið búin að vera gift þegar þið komuð hingað. Þrjátíu góð ár, það er ekki svo lítið. Þú átt að vera þakklát fyrir þau,“ segir frú Hólmfríður. „Já, ég veit það, en ég get ekki gert að því að mér finnst allt svo ömurlegt. Kannske ég reyni að syngja og spila eitt lag, ef það gæti létt skapið,“ segir frú Lilja. „Já góða gerðu það, mér finnst svo óralangt síðan ég hef heyrt í píanóinu og þó víst enn lengra síðan þú hefur sungið,“ segir gamla konan. Lilja sest við hljóð- færið, syngur og spilar undir: Sit ég út við sandana — sundin eru blá. En fjöllin mín í austrinu felur þokan grá. Sit ég út við sandana, sól við hafsbrún skín. Þokaðu burtu þoka grá, ég þrái fjöllin mín. Sit ég út við sandana, þar sjást nú engin spor Hve glöð ég var og geiglaus er gekk ég þar um vor. Sat ég út við sandana, sól í heiði skein. En seinna komu óhöpp og sorgir og mein. Sat ég út við sandana, sól í hafið hvarf. Fátækt og auðnuleysi fékk ég í arf. Sit ég út við sandana. Senn kemur nótt. Dimmt er í heiminum, dapurt og hljótt. Sit ég út við sandana. Sól að morgni skín. Þá held ég út á haf og kveð heimalönd mín. Sat ég út við sandana þá sól í heiði hló. Drottinn sendu heiminum hamingju og ró. Frú Hólmfríður hlustar með athygli og horfir á Lilju stórum augum og segir: „Ég hef heyrt þetta áður, en það er langt síðan. Hvar lærðirðu þctta góða mín?“ „Erlingur kenndi mér það, þegar við vorum í til- hugalífinu, en eftir að við komum hingað þá vildi hann ekki heyra það, sagði að það gerði sig angurværan, og ég steinhætti að syngja það,“ svarar Lilja. „Ég heyrði unga stúlku syngja þetta fyrir meira en þrjátíu árum,“ segir gamla frúin. „Hún hét Elín Ing- varsdóttir. Manstu eftir þegar við komum í bókabúð- ina um daginn, til þess að kaupa jólagjafirnar, þá var kona að afgreiða, ég hef ekki séð hana áður í búðinni. Ég spurði þig hvort þú vissir nokkuð hver hún væri og þú kannaðist ekkert við hana.“ „Ég veit það núna,“ segir Lilja, „hún kom hingað í haust frá Reykjavík og heitir Jóhanna Norðkvist. Hún hefur átt heima í Noregi í mörg ár. Maðurinn hennar er dáinn, þá kom hún hingað til lands. Hún er eitthvað kunnug læknisfrúnni og býr hjá henni. Það er sagt að hún hafi boðið henni að koma til sín og útvegað henni þessa atvinnu.“ „Mér datt hún Elín í hug þegar ég sá þessa konu, hún minnti mig á hana og síðan hefur minningunum um hana svo oft skotið upp í huga mínum. Það bjuggu gömul hjón á Bjarnargili, það var fremsti bærinn í dalnum. Dóttir þeirra giftist manni austan af landi og fór með honum til átthaganna hans, svo skildu þau, hún flutti þá til foreldranna með einkabarnið, Elínu, sem þá var fimm ára. Hún var ósköp indælt barn og ^ömlu hjónin voru svo ánægð að hafa þær hjá sér. En þegar Elín var tíu ára gömul dó mamma hennar. Hún dó úr lungnabólgu, seint um vetur. Vorið eftir féll skriða sem stórskemmdi túnið á Bjarnargili og drap skepn- ur, þótti þá auðséð að ekki yrði búið þar lengur. Gömlu hjónin fluttu þá að Drangshlíð. Þau vildu helst vera út af fyrir sig — höfðu alltaf verið í einbvli. Við vorum þá nýlega flutt í húsið, það stóð sumt; af gamla bænum, þau bjuggu um sig í honum og voru þar í þrjú ár, þá dó gamli maðurinn, gamla konan fékk slag stuttu seinna, þá fluttu þær í húsið til okkar, ég hjálpaði Elínu að hjúkra henni, hún dó þegar Elín var 15 ára. — Erlingur frændi var oft hjá okkur á sumrin, þeim kom alltaf ósköp vel saman Elínu og honum, einkum þó síðasta sumarið. Hann hefur víst kennt í brjósti um hana af því að hún var svo mikill einstæð- ingur — föðurfólkið skipti sér aldrei neitt af henni, ég held að pabbi hennar hafi þá verið dáinn — hann lagði sig fram til þess að vera henni til skemmtunar, fór með henni á skemmtanir hér í þorpinu og þau fóru saman í gönguferðir. Hún spilaði á gítar og söng Ijómandi vel, þau sungu saman, ég heyrði þau syngja saman lag- ið sem þú söngst áðan. Eg heyrði Elínu oft syngja það eina, hún sagðist hafa Iært það og vísumar af mömmu sinni. En nú er langt síðan það var. Það bar upp á sama daginn að ég sá hana í seinasta sinn og þig í fyrsta sinn. Hún hvarf, enginn vissi hvert.“ „Já,“ segir frú Lilja, „ég man óljóst eftir því að ég heyrði talað um stúlku sem hvarf, þegar ég kom hing- að í fyrsta sinn, það var víst talað um að hún hefði fyrirfarið sér, en svo var það borið til baka. Ég vissi ekki að hún hefði verið að nokkru leyti fósturdóttir 404 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.