Heima er bezt - 01.12.1975, Blaðsíða 29
(
í fjarska kirkjuklukknahljóð.
£g man þau jól, hinn milda frið,
á mínum jólakortum bið,
að ævinlega eignist þið
heiða daga, helgan jólafrið.
Þriðji textinn er líka jólalag eftir Jón Sigurðsson. Jó-
hanna Erlingsson er textahöfundur.
JÓLIN ALLS STAÐAR.
Jólin, jólin alls staðar
með jólagleði og gjafirnar.
Börnin stóreyg standa hjá
og stara jólaljósin á.
Jólaklukkan boðskap ber
um bjarta framtíð handa þér.
Og brátt á himni hækkar sól,
við höldum heilög jól.
Dans hefur fylgt jólum frá grárri forneskju. Við
skulum því líta aftur í liðna tíð og fara með vikivaka-
kvæði sem áreiðanlega hefur einhverntíma tilheyrt
dansgleði á jólum, annaðhvort hjá álfum, eða álfum
og mönnum í sameiningu. Ljóðið er hér prentað eins
og það er tilgreint í Þjóðlagasafni séra Bjarna Þor-
steinssonar.
GÓÐA SKEMMTUN GJÖRA SKAL
Sóló:
Góða skemmtun gjöra skal, þars ég geng í dans,
syng ég um kóng Pípin og Ólöfu dóttur hans.
Kór:
Stígum fastar á fjöl, sparim ei vorn skó.
Guð mun ráða hvar við dönsum næstu jól.
Oft verð ég hugsi, reyndar alveg ráðvilltur, þegar
mér berast sumar óskir lesenda, ekki síst þegar þeir
skírskota til frjálslyndis stjórnanda. Svo var í sumar
þegar mér barst ósk um „sjóferðasálm“ sem bréfritari
tilgreindi skilmerkilega. Ég er ekki andvígur sálmum
og öðrum fallegum og huggunarríkum kveðskap, en
mér finnst hann nú samt ekki eiga heima á þessum síð-
um. En bænhitinn í þessu sumarbréfi var slíkur, að ég
freistast til að gera undantekningu í jólablaði. Að
vísu með þeirri hugsun, að mér ætti ekki að vera vand-
ara um en forfeðrunum sem tóku upp á því að syngja
sálma undir lögum „afmors- og brunavísna“ sem þeir
áður höfðu í hávegum (sbr. Þjóðlög séra Bjarna). Við
athugun kom í ljós að þessi umtalaði sálmur er ekki
sjóferðabæn í venjulegum skilningi, heldur er talað í
líkingum um sjóferðina á lífsins hafi, en ef til vill er þar
lítill skilsmunur á þegar öllu er á botninn hvolft. Sálm
þennan fann ég ekki í viðurkenndum sálmabókum, en
góðir vinir mínir bentu mér á að hann væri að finna
í Sálmum og söngvum sem Arthur Gook gaf út á Ak-
ureyri 1929. Hvorki er þar getið um höfund (né þýð-
anda?), en lagið er tilgreint sem Segertoner nr. 280.
En áður en birting hefst, langar mig að geta þess að
Ijóðhendingarnar sem spurt var um í júníblaðinu: Sá
er mestur sem er bestur / sannarlega það er hann, er úr
sálmi eftir séra Valdimar Briem. Þenna sálm má auð-
vitað finna í sálmabókum.
Ég er á langferð um lífsins haf
og löngum breytinga kenni.
AÍér stefnu Frelsarinn góður gaf.
Ég glaður fer eftir henni,
Mig ber að dýrðlegum, ljósum löndum,
þar lífsins tré gróa’ á fögrum ströndum,
við sumaryl og sólardýrð.
Og stundum sigli ég blíðan byr
og bræðra samfylgd þá hlvt ég;
og kjölfars hinna, er fóru fyr,
án fyrirhafnar þá nýt ég,
I sólarljósi er særinn fríður,
og sérhver dagurinn óðar líður,
er siglt er fyrir fullum byr.
En stundum aftur ég aleinn má
í ofsarokinu berjast.
Þá skellur niðadimm nóttin á,
svo naumast hægt er að verjast.
£g greini’ ei vita né landið lengur
en ljúfur Jesús á öldum gengur
um borð til mín í tæka tíð.
Mitt skip er lítið, en lögur stór
og leynif þúsundum skerja.
En granda skal hvorki sker né sjór
því skipi’, er Jesús má verja.
Hans vald er sama sem var það áður;
því valdi’ er særinn og stormur háður.
Hann býður: Verði blíðalogn!
Þá hinsti garðurinn úti er,
ég eygi land fvrir stöfnum.
Og eftir sólfáðum sæ mig ber
að sælum, blælvgnum höfnum.
Og ótal klukkur ég heyri hringja,
og hersins Guðsbarna á himni syngja:
Velkominn hingað heim til vor.
Lát akker falla! Ég er í höfn.
£g er með frelsara mínum.
Far vel, þú æðandi, dimma dröfn.
Vor drottinn bregst eigi sínum.
Á meðan akker í ægi falla
ég alla vinina heyri kalla,
sem fyrri urðu hingað heim.
Gleðileg jól, þöklc fyrir umburðarlyndi, þolinmæði
og alla vinsemd. Fleiri ljóð birtast þá ekki að sinni. —
Kær kveðja. E. E.
Heima er bezt 427