Heima er bezt - 01.12.1975, Blaðsíða 34

Heima er bezt - 01.12.1975, Blaðsíða 34
á móti sér, því að ekki þurfti hún að horfa í aurana. Faðir hennar hafði nóg af þeim. Og nú segist hún bara koma og sækja hann. Minna mátti nú gagn gera. Og hvað mun Sigríður hugsa, ef þessi frekjudrós kemur og segist eiga hann með húð og hári. Til þess að mæta þessari árás verður hann að búa Sigríði undir þessa heimsókn og segja henni allt um hana. Á morgun ætlar hann að segja Sig- ríði allt um Elsu og sýna henni bréfið. Hann trúir því, að hann geti frætt Sigríði um sannleikann. Hann þekkir stórlyndi og hreinleik Sigríðar og veit, að hún fyrirlítur allt lauslæti, og þess vegna er best að segja henni allt um þetta og líka um Ingu á Hofi, því að margir hafa hugsað, að hann hafi tælt hana. En af því er hann alveg saklaus. Þetta kvöld þarf hann að skrifa nokkur bréf, sem hann ætlar með í póst á morgun. Það verður því ekki neitt af því, að hann tah við Sigríði, og snemma næsta dag fer hann niður í kaupstað. Þegar Sigríður fer að taka til hjá Hermanni, sér hún fljótt bréfið frá Elsu. Hún lítur strax á það og verður forvitin. Hún stenst ekki freistinguna. Hún sér, að þetta er ástarbréf, en veit ekki til þess, að Hermann sé í þingum við neina stúlku. En kannski var þarna skýringin á því, að hann var svona dulur með til- finningar sínar. Blóðið ólgar í æðum hennar, en hún reyn- ir að stilla sig og hugsa um þetta rólega. Helst vildi hún hverfa burt, svo að enginn vissi, hvar hún væri. En það fannst henni lítilmótlegt og sýna þrekleysi og ræfilsskap. Nei, hún skal bara tala við Hermann, þegar hann kemur heim, í fullri hreinskilni og krefja hann sagna, hvað hann hugsi sér. Hún skuli fara strax, ef hann vilji. Hún er dá- lítið óstyrk og óróleg, en hún hugsar: Ég skal ekki bug- ast, þótt allt bregðist. Allir mínir æskudraumar og það, sem mamma óskaði mér helst. Þegar hún minnist móður sinnar, hugsar hún: Á ég kannski að þola svipuð von- brigði og hún? Hún lét þó aldrei bugast. Það skal ég heldur ekki gera. Og hún sest niður með hendur fyrir andliti og grætur. Frá huga hennar stígur heit bæn um styrk og þrek til að standast það, sem í vændum er. Og bænin sefar og róar hug hennar. Gráturinn rénar, og smám saman birtir í huga hennar. Hún nær sínu fyrra jafnvægi. Hún lýkur við að laga til, fer svo og þvær sér um andlit, svo að ekki sjáist, að hún hefði grátið. Þegar hún er búin að ganga frá verkum sínum, fer hún inn að hljóðfærinu og sest við það. Hún syngur og spilar sín uppáhaldslög. Eftir nokkra stund stendur hún upp, hress og róleg. Nú getur hún tekið því, sem að höndum ber. Nú skal hún fara upp í grasbollann sinn og horfa yfir æskustöðvamar, kannski í síðasta sinn. Þegar hún kemur út, mætir hún Hermanni. Með honum er Kristín læknis og Bjöm læknir. Öll eru þau brosandi og glöð, eins og ungu fólki er eðlilegt. Þau líta öll rannsakandi á Sigríði. Þeim finnst hún ekki eins og hún á að sér að vera. Hermann segir: „Hafa einhverjir gestir komið? Mér sýnist þú svo alvar- leg. Eru einhverjar slæmar fréttir?“ Sigríður brosir nú og segir: „Ekki ennþá, en þarna er að koma bíll.“ Og í því rennir bíll í hlaðið. Bílstjórinn snarast út og opnar hinumegin. Út kemur ung, glæsileg kona. Hún litast um og sér Her- mann. Hún gengur í áttina til hans og breiðir út faðm sinn um leið og hún segir: „Loksins er ég komin, vinur minn.“ Hermann hopar svolítið og réttir fram höndina. Hann segir: „Sælar. Er þetta ungfrú Elsa Nilsen.“ Hermann er fremur kuldalegur, en þó kurteis. Hann bætir við: „Má ég kynna þetta fólk? Þetta er Björn læknir og Kristín dóttir héraðslæknisins, vinkona okkar, og svo er hér Sigríður Hjálmarsdóttir, konuefnið mitt.“ „Konuefnið þitt,“ segir Elsa undrandi. „Já,“ svarar Hermann brosandi. „Eiginlega ætlaði ég að vera búinn að gifta mig.“ „Gifta þig,“ segir Elsa. „Þú ætlar þó ekki að svíkja mig? Ég hef alltaf treyst þér.“ Elsa lítur kuldalega til Sigríðar, sem blóðroðnar við orð Hermanns. En nú segir Hermann: „Við skulum koma inn og fá okkur hressingu." Sigríður og Kristín hverfa í bæinn, en Hermann býður hinum í skálann og segir Elsu, hvernig standi á með þessi húsa- kynni. Hann er hinn kátasti og spyr um margt frá Noregi, og Björn læknir lætur ekki sitt eftir liggja að ræða við Elsu. Elsa er fljót að hrífast af Bimi, svo að Hermann biður sig afsakaðan, stendur upp og fer. Hann finnur Sigríði og Kristínu í eldhúsinu og segir við þær: „Fannst ykkur ekki kynleg framkoma norsku dömunn- ar? En ég skal segja ykkur, hún er ákaflega frek enda hefur hún fengið allt, sem hún hefur óskað sér. Þið skuluð ekki láta hana finna neina undanlátssemi hjá ykkur. Látið hana finna það, ef svo ber undir, að það er Sigríður, sem ræður öllu hér innan húss.“ Þær líta hvor á aðra við þessi orð Hermanns, og hann fer án þess að segja meira. Sigríður er dálítið órótt. Hún veit ekki, hvað hún á að hugsa um þetta allt saman. „Nú, ég má líklega óska þér til hamingju, vinkona,“ segir Kristín. „Með hvað eiginlega?“ „Auðvitað með trúlofun ykkar Hermanns.“ „Hann hefur nú ekki beðið mín ennþá, nema ef þetta á að vera bónorðið, sem þið heyrðuð áðan.“ Sigríður hefur nú ákveðið að láta ekki þessa norsku dömu trufla hug sinn. Hún ætlar að sýna henni fulla kurteisi, en í engu láta hana lítillækka sig. Hún hefur nú útbúið matborð eins og henni líkar og skipt um föt að beiðni Kristínar, sem segir, þegar Sigríður kemur aftur niður: „Nú þarftu ekki að hopa fyrir Elsu. Hún mun sjá það svart á hvítu, að hún hefur enga von. Ég hef gaman að sjá upplitið á henni, þegar þú kemur inn.“ Meðan þau eru ein, Björn læknir og Elsa, hefur hún notað tímann til að fá fréttir um heimilishagi og ástæður Hermanns, og leysir Bjöm úr því sannleikanum sam- kvæmt. Elsu bregður nokkuð og verður hljóð um stund, þegar Bjöm lýsir fyrir henni hetjudug Guðrúnar við brunann og tilraun hennar til að reyna að bjarga Jóni föður Hermanns, en sem varð svo til þess, að hún beið bana af. Ennfremur lýsir Björn sálarþreki og öllum myndarskap Sigríðar hér á Stóra-Felli, þar sem hún hefur tekið við ölliun húsmóðurstörfum og Jón dáinn, sem var að nokkru fósturfaðir hennar. Þegar Elsa heyrir allt þetta lof um Sigríði, blossar upp í henni afbrýðissemi £ garð Sigríðar. Hún snýr sér að Birni og segir: „Er þetta bara ekki leikaraskapur hjá henni, meðan hún er að klófesta Hermann. Mér var sagt, að hún væri heldur laus á kostunum. Ég kynntist manni svolítið, sem var mér samskipa hingað, og hann sagði mér allt annað um Sigríði en þú. Ég veit ekki, hverju ég á að trúa. Kannski ertu bara einn aðdáandinn. Ég ætla mér að minnsta kosti að vita, hvor okkar er sterkari. Ég hef ekki 432 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.