Heima er bezt - 01.12.1975, Blaðsíða 4

Heima er bezt - 01.12.1975, Blaðsíða 4
eftir Unu Þ. Árnadóttur Drangavík, heitir þorp eitt á Norðurlandi, það stendur hjá samnefndri vík. Fyrir ofan þorp- ið er gamalt höfuðból og prestssetur sem heitir Drangshlíð, undir fögru og tignarlegu fjalli sem ber sama nafn. Suðaustur frá víkinni liggur dalur, fagur og búsældarlegur og hefur þó bæjum þar fækkað í seinni tíð. Drangvíkingar hafa löngum sótt sjóinn af kappi, þar hefur einatt verið góð afkoma, enda hefur bærinn vaxið mikið seinustu ár. Það er fallegt í Drangavík á björtum sumardögum og hvergi skín vorsólin heitar en þar. Og sumarkvöldin eru heill- andi og yndisleg, þegar fjöllin speglast í lygnum sjón- um og dranga og eyjar hillir við sjóndeildarhring. Það er líka fallegt þegar fjöllin eru komin í marglitan haustskrúða sinn — og vetur nálgast. Vetrarnir í Dranga- vík eru langir og snjóþungir. En Drangvíkingar setja það ekki fyrir sig, þeir finna fegurð og tign í ríki vetr- arins og elska sína heimabyggð — þrátt fyrir vetrar- ríkið. Og nú er vetur og fátt til fegurðar í hinni fögru Drangavík, þó að sé aðfangadagur jóla. Allt er á kafi í snjó og dimmt í lofti. Nú eru fjöllin ekki í skínandi tunglskinsskrúða og engin dansandi norðurljós yfir hamrabrúnum þeirra. Hríðarkólga hylur þau að mestu, strjálar snjóflygsur falla til jarðar og nöturlegt brim- hljóð heyrist frá sjónum, sem er kuldalegur með ís- hrafli. Það sést varla nokkur manneskja á götu. Eina lífsmarkið eru nokkrir hrafnar sem flögra um og krunka með sultarhljóði. Einn situr gargandi á garðshliði hjá stóru og fallegu húsi. Það eru svalir á því og fallegir gluggar, háreist og tignarlegt gnæfir það yfir nágranna- húsin. En garðurinn kringum það, sem er svo fallegur á sumrin, er nú hulinn þykkri mjallarábreiðu, þótt nokkur hávaxin tré rétti berar og blaðlausar greinar mód grámanum og logndrífunni. — Það er orðið gam- alt þetta hús, það var ekki reist af neinum vanefnum og bar langt af öðrum húsum í bænum á sinni tíð. Séra Einar Halldórsson sem lengi var prestur í Drangshlíð lét byggja það, þegar hann hætti búskap og prests- þjónustu. Hann var þá orðinn aldurhniginn og átti eklti heima í húsinu nema tvö ár, þá dó hann. Prestsfrúin var mikið yngri en maður hennar, hún bjó áfram í húsinu. Frændi hennar fluttist til hennar. Hann var ungur og glæsilegur og hámenntaður, og átti unga og fallega konu, sem var einkabarn efnaðra kaupmannshjóna í Reykjavík. Gamla frúin, hún Hólmfríður Björnsdóttir gaf þeim húsið með því skilyrði að hún mætti búa þar hjá þeim, svo lengi sem hún þyrfti þess með. Erlingur frændi hennar varð svo skólastjóri við barna og ung- Iingaskólann í Drangavík. Frú Lilja var ákaflega söng- elsk og spilaði afbragðsvel á píanó og kenndi stundum söng og hljóðfæraslátt. Þau eignuðust tvö böm og frú Hólmfríður undi vel hag sínum hjá þeim. Og árin hðu — 28 ár, við ást og söng og hamingju, þá var það einn fagran vordag að Erlingur skólastjóri fór að heiman, glaður og reifur og kom aldrei aftur, lenti í bílslysi og dó samstundis — og nú dró ský fyrir sólu á því hamingjusama heimih. Dóttirin var gift og búsett í Reykjavík, átti fjögur börn, sonurinn við nám í Noregi, þau komu bæði til þess að vera við jarðar- förina. Svo fóru þau eftir nokkurn tíma. Frú Lilja fór í heimsókn til dótturinnar — var jafnvel að hugsa um að setjast þar að — en nú undi hún sér ekki á æsku- stöðvunum, þótti heimilið ónæðissamt, eins Og við var að búast þar sem smábörn eru. Foreldrar hennar voru löngu dánir, æskuvinirnir flestir burtfluttir og kunn- ingja og vini langaði hana ekkert til að eignast, hún hafði sem sagt ekki ánægju af neinu þar syðra, en þráði sína kæru Drangavík og fór þangað heim eftir stuttan tíma. Gamla frúin hafði verið ein í húsinu á meðan, en grannkona hennar var hjálpleg með innkaup 402 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.