Heima er bezt - 01.12.1975, Blaðsíða 21

Heima er bezt - 01.12.1975, Blaðsíða 21
„Ég held þið megið leika ykkur,“ sagði Böðvar. Hann var alltaf hægur, en ábyggilega fjögurra manna maki. Það var nokkuð margt til skemmtunar, áður en byrjað var að dansa, svo sem stangarstökk, reiptog, kapphlaup o. fl. Indíánar voru hvítu fiskimönnun- um nærri yfirstrekari. Það var víst Böðvar sá sterki, sem varði heiður okkar. Hvíta kvenfólkið sá um góðar kaffiveitingar af mikilli rausn. Boltaleikur var líka þreyttur með mikilli spennu. ÖLKÚTURINN HVARF Það var annars ekki mikið um áfengi, hvorki við skemmtanir né endranær, því að það hafði enginn neinn aukapening á þessum kreppuárum (1933—39). Tveir kunningjar mínir, annar norskur, hinn sænsk- ur, buðu mér upp á bjórgutl, sem þeir voru með spölkorn úti í skógi. Þeir geymdu það þar, svo að enginn tæki það frá þeim. En svo þegar vinir okkar frá mílu 214 voru að búa sig í bátana, því að flestir komu vatnsleiðina, þá gekk ég niður götu í átt til bátanna. Koma þá Svíinn og sá norski og sá þriðji, lítill írskur piltur. Og þeir eru fokillir. Veður sá norski að mér með höfuðið undir sér eins og illt naut: „Gott, nú skulum við lumbra á þér, John, því að þú varst sá eini, sem vissir um kútinn okkar.“ Rétt í þessu kom franskur maður frá mílu 214 og sagði við pilta þessa: „Nei, ekki trúi ég, að þið ráðist allir í einu á hann John. Ekki er hann það stór.“ En sá norski kom eins og áður með höfuðið niður á bringu og veifaði báðum höndum eins og vind- mylla. En ég náði litlu, íslenzku glímubragði á hon- um, og hann á bakið og ég ofan á. Setti nú hnéð á brjóstið á honum og togaði á móti, svo að honum varð strax erfitt um andardrátt. „Segðu til, þegar þú ert búinn að fá nóg,“ sagði ég. Og það leið ekki á löngu, þar til hann var fús að gef- ast upp, og fór svo einnig um hina. Ég leigði lítið hús, sem var á sleða í skóginum, og svaf ágætlega. En um morguninn kannaðist ég ekki við landslagið. Þá höfðu vinir mínir snúið sleðanum við með mig sofandi, og vissi ég því ekki, hvar ég var. En rétt í því að ég var að reyna að átta mig, komu þeir Norðmaðurinn og Svíinn með ölbrúsa í hendinni og vildu nú gefa mér gersemina, því að kútgreyið hafði verið á sínum stað, þar sem þeir létu hann. Állt er gott, þegar endirinn er góður. HANN FANNST SKOTINN Á sumrin var yfirleitt ekkert að gera nema helzt að fiska eitthvað í þessum vötnum. Stöku sinnum mátti þó veiða styrju fyrir markað, en það urðu aldrei mörg tonn, aldrei nein uppgrip. Einn af mestu veiði- mönnunum okkar var Óli Nelson. Hann fór á veiðar langt norður með vesturströnd Hudsonflóans og var vinsæll meðal allra, bæði Indíána og hvítra. Kunningi minn vár að hlæja að ástaratlotum einn- ar kynblendingsstúlknanna gagnvart Óla. Þau stóðu við búð Millers og biðu þess, að hún væri opnuð. Stúlkunni leiddist að bíða og vildi fá koss hjá Óla. Svo spýtti hún út úr sér tóbaki, sem hún var að tyggja, og sagði um leið: „Æ, kysstu mig, Óli.“ Óli kom ekki til byggða eitt vorið, og höfðu marg- ir hug á að sjá hann, þar á meðal hvít stúlka, sem var trúlofuð honum. Fór svo lögreglan að leita hans og fann hann skotinn, þar sem hann hafði dvalizt ein- hvern tíma og beðið þess, að ísinn þiðnaði, svo að bátgengt yrði. Lögreglan úrskurðaði, að hann hefði framið sjálfsmorð, en því var almennt ekki trúað. Hann hafði t. d. veitt vel, svo að þar voru engir fjár- hagsörðugleikar. Og svo beið kærastan hans. En það spurðist um ósamkomulag milli hans og Indíána, sem þarna voru einnig á veiðum. Þessir Indíánar höfðu t. d. eyðilagt alla potta í kofa Óla og fleira, þegar þeir komu þar og Óli var ekki heima. Þóttust því ýmsir vissir um, að þessir náungar hefðu myrt mann- inn. En það var aldrei sannað. Hitt er það, að ekki var óalgengt, að menn yrðu geggjaðir af of mikilli einveru í óbyggðum. Á ENDANUM SKUTU ÞEIR HANN Fræg var sagan um veiðimanninn í Yukonfylki í Kanada. Það varð ósamkomulag milli þessa manns og Indíána. Sagt var, að þessi hvíti veiðimaður hefði hcngt upp gildrur Indíána, ef veiðigildrur þeirra voru þar sem þessi „Johnson“ var á veiðum sínum. Indíánar klöguðu. Fóru þá tveir lögregluþjónar að vitja Johnsons. Sagan segir, að kofi hans hafi verið byggður úr tvöföldum bjálkum um metra upp. Taldi lögreglan, að þetta hefði verið nokkurs konar hervirki eða vígi. En Johnson leyfði ekki lögreglu- þjónunum að koma inn til sín og skaut annan þeirra orðalaust. Ég man ekki, hvort hann særði hinn. Svo var gerður út lciðangur til að taka Johnson, helzt lifandi. En það varð ekki auðvelt. Og hann var eltur, að mig minnir, tvær eða þrjár vikur bæði á jörðu og í lofti. Stundum hafði hann gengið aftur á bak til að villa mönnum, hvert hann færi. En harkan, að Heima er bezt 419

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.