Heima er bezt - 01.12.1975, Blaðsíða 23

Heima er bezt - 01.12.1975, Blaðsíða 23
Flúðir i Ode-ánni 1936—39. gisti ég hjá vinum mínum þarna. Þeir skemmtu sér við að stríða mér á því, hvað mér vaeri illt í bakinu. „Já, og þetta er bara fyrsti dagurinn. Það verður orðið laglegt á þér bakið, þegar þú ert kominn alla leið,“ sögðu þeir. LANDINN REYNDIST MÉR VEL En þar skjátlaðist þeim, því að mér batnaði með hverjum degi, sem leið. Það var gott og gaman að gista hjá íslendingi að nafni Walter Johnson. Hann bjó við fljótið Burntwood. Johnson stóð á fimmtugu og var búinn að lcita að málmum alla ævi og svo stunda dýraveiðar sér til viðurværis. En hér átti hann ágætan matjurtagarð. í honum ræktaði hann margt og mikið af matjurtum, og í háum bakka fljótsins gróf hann og byggði mjög gott jarðhús. Gaf hann mér nokkrar gulrætur frá árinu áður, og voru þær sem nýjar. Walter átti félaga, sem var í mörg ár með honum í málmleit og á dýraveiðum í óbyggðum. „En þessi félagi minn var mildu ásjálegri en ég,“ sagði Walter, „svo að álíka myndarlegri stúlku, sem sá hann í Klettafjöllum, tókst að veiða hann.“ Waltcr smíðaði handa mér útvarpstæki, það er hann fékk stykkin og sctti saman. Það var mcð hlust- unartæki cins og á síma. Og þegar ég setti það við cyrað, heyrði ég í öllum stöðvum í Bandaríkjunum og Mcxíkó. Lét ég þetta tæki duga mér, þar til ég hætti veiðum vorið 1939. Walter bauð mér að láta aukahlassið og allt mitt dót á stóra léttibátinn sinn (canoe). En sú tegund vó um 100 kg tóm. Það var nú munur að sitja og spjalla við Walter. Utanborðsmótorinn, cinn af hinum ágætu Johnsonsmótorum, vann vel á móti Straumi, svo að snenrma kvölds vorum við komnir að Iítilli á, sem rennur í hið stóra Burntwoodfljót. Þar fórum við inn í stöðuvatn, þar sem fyrst fannst nikkel á þessu landssvæði. Það fannst þar um 1920, en var ekki neitt að ráði. Menn leituðu lítið þar í kring, bara boruðu eitthvað í efstu skorpuna í einum kletti. Þetta vatn heitir Mistry, og úr því fellur lækur í annað vatn með lágum klettum allt í kring. Walter stoppaði í klukkutíma hjá mér og fann þar nokkra steina, sem hann sagðist ekki skilja, hvaða málmur væri í. En hann sagðist rannsaka það betur heima, og þá uppgötvaði hann, að vottur af nikkel væri þarna. En 20 árum seinna reis þarna upp stór náma. Það eru stóru félögin með milljónir og aftur milljónir, sem geta demantborað' mörg hundruð fet niður og komist að því, hvað er þar í jörðu. Walter var viðurkenndur fyrir þekkingu sína á grjóti og hvað það hefði að geyma. En yfirleitt voru bækur um slíkt ófullkomnar, t. d. aðalkennslubókin, sem menn höfðu við að styðjast til skamms tíma. Þar stóð, að málmar fyndust ekki í graniti, en Flin Flon var t. d. öll í graníti og einnig fleiri. Eitt er víst, að það þarf mikla þolinmæði til að læra þessa hluti og líka milda skynsemi. í gamla daga, þegar menn leituðu málma á fæti og aðeins á yfirborði, var álitíð, að aðeins einn af fimm hundruð fyndi eitthvað, sem gæti heitið náma. En það var um 1938, að upp voru fundin bergmálstæk- in, sem síðan eru eingöngu notuð til að finna málma. Er gamla aðferðin þar með úr sögunni. Kem ég að því síðar. Svo kvaddi minn góði vinur og kveikti í einum af sínum stóru vindlum, sem hann vafði sjálfur úr stór- um tóbakslaufum, en þau hafði hann pantað einhvers staðar frá. Það var fleira en bókvit og þekking á málmum, sem Walter var gæddur. Hann var mjög þolgóður að ganga með bakpoka sinn spenntan yfir herðar, dag eftír dag, því að hann hafði aldrei hunda. Hann var slunginn veiðimaður. Gat líka prjónað sokka fljótt og vel. / Ode-ánni i Norður-Kanada á leið heim til IViicked Portage. Heima er bezt 421

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.