Heima er bezt - 01.12.1975, Blaðsíða 36

Heima er bezt - 01.12.1975, Blaðsíða 36
VÉÍgiltifvÉfllÍ B Ó KAHILLAN M/ Dániken, Erich von: Sýnir og vitranir. Rvík 1975. Öm og Örlygur. Enn er Dániken á ferðinni með nýja bók, nýstárlega að venju en allfrábrugðna hinum fyrri bókum hans, sem snúist hafa um að skýra, hversu mörg mannvirki fornaldar hafa til orðið hér á jörðu, og lýsa tengslum geimfara frá öðrum stjömum við jörð vora. Hér er ekki rætt um mannvirki né slíkt, heldur sýnir og vitranir, sem orðið hafa á ýmsum öldum og gerast enn í dag, og skýrð hafa verið sem guðleg fyrirbæri, einkum tengd við Maríu mey. En höf. er þar á öndverðum meið við hina hefð- bundnu skoðun. En til þess að finna orðum sínum stað tekur hann fyrir guðspjöllin og upphaf kristinnar trúar, sem hann færir allt til mannlegs skilnings og snýr öllu upp í villu, ef svo mætti að orði kveða. Gengur hann einkum hart fram gegn kaþólsku kirkjunni, og sviftir öllum helgiblæ af guðspjöllunum og lífi Jesú. Enda þótt höf. færi ýmis rök fyrir máli sínu, hygg ég þó, að þeir verði ekki margir, sem láti sannfærast af þeim, sem betur fer liggur mér við að segja. En þó að höf. sé and- vígur kirkjunni og þeim krisdndómi, sem oss hefir verið kennd- ur, fer því fjarri, að hann sé guðleysingi í orðsins eiginlegu merkingu. Heldur mætti kalla hann fjölgyðismann, sem viður- kennir þó eina alheimsstjóm. En hann neitar að vitranirnar séu af guðlegum uppruna, í kristilegri merkingu, heldur sé hér enn um að ræða náttúrlegt samband háþróaðra vera frá öðrum hnöttum. Ég efast ekki um, að bók Dánikens verði lesin og hún muni valda deilum og hneykslunum, og naumast eignast marga formælendur. En hún er læsileg og vekur til umhugs- unar um margt, sem menn annars láta sér ekki til hugar koma. Og hér sem oftar hljótum vér að spyrja: Hvað er sannleikur? En þó Daniken ef til vill bendi á einhverjar nýjar leiðir í leit að honum, hygg ég því fjarri, að hann hafi fundið hann 1 þeim fræðum, sem þessi bók kennir. Guðm. Þorsteinsson frá Lundi: Horfnir starfshættir. Rvík 1975. Öm og Örlygur. Höf. er löngu kunnur íslenskum lesendum af þáttum sínum frá liðnum dögum. Hefir hann nú safnað þeim o. fl. í myndarlega bók, sem dr. Kristján Eldjárn, forseti Islands, skrifar formála að. En Guðmundur hefur um langt skeið unnið á vegum Þjóð- minjasafnsins að viðgerðum á munum og húsum. Eins og nafn bókarinnar ber með sér, fjallar hún einkum um horfna starfshætti, enda þótt víðar sé komið við um lifnaðar- hætti þjóðarinnar. Gefur hún ljósa mynd af starfsháttum eins og þeir voru um sl. aldamót, áður en nýtískan tók að ryðja sér til rúms. Er bókin næsta fróðleg um þau efni, enda er höf. allt í senn minnugur, kann vel að segja frá og verklaginn í besta lagi. Má segja í stuttu máli að bókin sé góður viðauki við hina ágætu þjóðháttabók séra Jónasar frá Hrafnagili. Langmestur hluti bókarinnar er eigin reynsla höf., og gefur það henni per- sónulegt svipmót meira en þau sem saman er safnað úr ýmsum áttum. En þar sem höf. ólst upp á Austurlandi, verður vitanlega mest af lýsingunum þaðan, og mega menn úr öðrum lands- hlutum því búast við að sakna einhvers, eða heyra einhverju lýst öðruvísi en þeir minnast, því að oft munaði einhverju. Annars finnst mér flest furðulíkt því, sem ég minnist frá Norð- urlandi. Höfundur kemur mjög víða við, en eins og vænta má eru einstökum atburðum gerð misjafnlega góð skil. En helst sakna ég þess að meira hefði mátt vera um fjárhirðingu, og að höf. hefði fært frásögu sína ögn nær nútímanum, þ. e. um breyt- ingu vinnubragða þegar hestaverkfæri koma til sögunnar, kerrur, plógar, sláttuvélar o. þ. h., fram að dráttarvélaöldinni, því að hætt er við að margt af því gleymist. Höf. ann hinum gamla tíma, en kann þó að gagnrýna hann, og margar skemmtilegar athugasemdir gerir hann um nútímann. En allt setur það per- sónulegan svip á bókina, sem er skemmtilegt framlag til menn- ingarsögu þjóðar vorrar. Að útliti er bókin hin fegursta. Séra Gísli Brynjólfsson: Mannfólk mikilla sæva. Staðhverfingabók. Rvík 1975. Öm og Örlygur. Naumast munu þeir ýkjamargir úti um land, sem kannast við Staðarhverfi í Grindavík, enda þótt hinn athafnasami staður, Grindavíkin, sé á hvers manns vörum. Og vafalaust eru þeir enn færri, sem minnast þess, eða vita, að Staðarhverfið var öldum saman miðstöð byggðarlagsins, prestsetur, kirkiustaður, verslunarstaður og verstöð, en svo hafa örlögin leikið hverfið grátt, að það hefir nú verið í eyði um áratuga skeið. En síðustu kynslóðirnar hafa haldið tryggð við hverfið, stofnað sitt átthaga- félag, sem m. a. hefir átt þátt í að þessi bók var samin og gefin út. Er þar lýst umhverfinu og sögð saga byggðarinnar, presta og kirkju langt aftur i aldir, en bændabýlanna skemur, allra þó, um langt skeið. Er þar því saman kominn mikill mannfræði- legur fróðleikur, og þó að frásagnir séu stuttorðar má víða lesa þar mikla örlaga- og baráttusögu kynslóðarinnar. Gefur það bókinni almennt gildi, enda þótt hún sé bundin við þröngt svið lítillar byggðar. Skipar hún þannig virðulegt sæti meðal ís- lenskra byggða- og átthagasögurita. Nokkur kvæði eru þar eftir Kristin Reyr, en einnig segir frá Staðhverfingafélaginu og störf- um þess. Bókin er prýdd fjölda mynda og frágangur allur hinn fegursti. Norman Vincent Peale: Undraverður árangur jákvæðrar hugsunar. Rvík 1975. Örn og Örlygur. Bók þessi er í flokki þeim, sem hófst með bókinni: Vörðuð leið til lífshamingju. Allar stefna þær að hinu sama markir, að gera líf mannsins fegurra og betra. Og til þess er ekki beitt nokkrum töfrabrögðum, heldur jákvæðum hugsunum, góðleika, guðstrú og bænahaldi, svo að drepið sé á hið helsta. Bók sú, er hér um ræðir, er að mestu leyti vitnisburður fólks, sem farið hefir eftir kenningum höfundar, og breytt við það lífi sínu úr ótta og öryggisleysi í gleði og traust. Vafalaust hafa menn misjafna trú á kenningum höfundar, en eitt er víst, þær færa mönnum nýjan, jákvæðan skilning, sem aldrei getur orðið til anars en góðs. Hin gífurlega útbreiðsla bókanna erlendis, og eins hér heima, sýnir ljósast, að þar finna menn eitthvað, sem þeir þrá. Þýðandi er Baldvin Þ. Kristjánsson. St. Std.

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.