Heima er bezt - 01.12.1975, Blaðsíða 33
hann aldrei beðið xnn þann rétt. En hvað hafði hann gert
til að eignast hug hennar allan? Ekkert. Þó hafði hann
haft ótal tækifæri til þess. Og hvað ætlaði hann að láta
þetta reka á reiðanum lengi? Hann vissi, að allir, sem
kynntust Sigríði, vildu ólmir ná hug hennar, og hann vissi
vel, að Björn var þar engin undantekning. Þessar hugs-
anir voru áleitnar við Hermann þetta kvöld, er hann var
einn orðinn á herbergi sínu, og héldu fyrir honum vöku
langt fram á nótt. Loks þegar hann sofnaði, dreymdi
hann, að Sigríður kæmi brosandi á móti honum. Hann
hugðist taka hana í faðm sér, en vaknaði þá með útréttar
hendur og engin Sigríður.
Hermann var árla á fótum morguninn eftir, sem var
sunnudagsmorgunn. Hann fór að huga að hestunum, því
að hann ætlaði að efna loforð sitt að fara fram að Lækja-
móti með Sigríði. Sigríður er óvenjulega létt í sinni þenn-
an morgun. Hún hlakkar til að koma á hestbak, og svo er
eitthvað í hug hennar, sem dreifir burt öllum áhyggjum.
Hún veit eiginlega ekki, hvað það er. Nú er Hermann
kominn með hestana, og Sigríður getur ekki stillt sig um
að fara út til þeirra og klappa þeim. Hann hefur komið
með Grána og Rauð og er búinn að leggja á þann rauða
handa Sigríði. Hann segir Sigríði, að hesturinn kunni að
verða dálítið órólegur, meðan hún fari á bak, en hann
skuh bara halda í hann, meðan hún stígi í hnakkinn.
„Ekki hef ég nú þurft að láta hjálpa mér á bak,“ segir
Sigríður og brosir til Hermanns. Hún hefur tekið með sér
böggul, sem hún ætlar að færa Jóhönnu. Hún ætlar að
festa hann fyrir aftan hjá sér. En Hermann segist skulu
hafa hann við sinn hnakk. Og nú eru þau tilbúin að leggja
af stað. Sigríður gengur að Rauð, leggur taumana upp á
makkann og ætlar að stíga í ístaðið. En nú vill Rauður
af stað. Sigríður stöðvar hann, klappar honum og talar
við hann. Og allt í einu sveiflar hún sér í hnakkinn, rétt
í því að Hermann kemur til að halda í Rauð. Hermann
hlær og segir:
„Þú ert ekki búin að gleyma því að stökkva á bak.
Þetta var alveg eins og þegar þú varst að stökkva á bak
á Brúnku, en hún var nú oftast hnakklaus."
Sigríður er nú búin að laga sig í hnakknum og komin
af stað. Rauður er iðandi af fjöri með hausinn uppi í fang-
inu á Sigríði, og töltið glymur í götunni líkt og hamars-
slög. Þegar Hermann nær henni, segir hann:
„Þú kannt lagið á honum, þótt þú hafir ekki komið
honum oft á bak.“
Sigríður brosir og segir:
„Ég held hann sé ennþá skemmtilegri en mamma hans.
Hún var alltaf nokkuð stíf og stundum erfitt að ná henni
upp á töltið.“
Þegar þau koma að Lækjamóti, er enginn úti. Hermann
stekkur af baki og ætlar að grípa í Rauð til að stöðva
hann, en Sigríður er jafnsnör af baki sem á bak. Hermann
dáist af fimi hennar. Hún er sem stálfjöður eða gormur,
enda hefur hún oft sýnt snarræði sitt við ýmis tækifæri.
Meðan þau spretta af hestunum, hefur Jónas komið út
og sér, hverjir komnir eru. Hann verður gláður við og
segir:
„Verið þið velkomin. Það er gleðileg heimsókn að fá
ykkur. Nú skal ég taka hestana, en þið gangið í bæinn.
Jóhanna verður hrifin af að fá ykkur í heimsókn.“
Dagurinn líður fljótt á Lækjamóti. Sigríður er svo eðli-
lega kát og létt og leikur við hvern sinn fingur. Senn er
kominn tími til heimferðar, en Sigríður verður að lofa
Jóhönnu því að koma bráðum aftur, þegar hún sé komin
á fætur, og auðvitað hafa Hermann með. Á heimleiðinni
njóta þau Hermann veðurblíðunnar og þeirrar ánægju að
sitja á góðhestum. Þeir leika við tauminn eins og hugur-
inn býður. Þegar þau koma heim undir Stóra-Fell, segir
Sigríður við Hermann:
„Eigum við ekki að reyna klárana? Það er alltaf gaman
að vita, hvor er fljótari.“
Það þarf ekki lengi að hvetja gæðingana, og sprettur-
inn er tekinn. Þeir eru alveg jafnir. En allt í einu hreyfir
Hermann svipuna, og nú þeytist sá grái áfram og kemst
örlítið fram úr. En nú er spretturinn líka búinn og komið
í hlað. Hermann sprettur af baki, því að hann veit, að
Rauður vill stundum ógjarnan stoppa eftir svona sprett.
Hann er fljótur að ná í tauminn á Rauð og getur snúið
hann að Grána. Sigríður rennir sér fimlega af baki og í
fangið á Hermanni. Hann heldur annarri hendi í Rauð,
en hinni sveiflar hann utan um Sigríði. Hún styður hönd-
um á axlir Hermanns, um leið og hún segir:
„Þakka þér kærlega fyrir daginn.“ Hún kyssir hann á
kinnina, en snarast um leið úr fangi hans og hleypur heim
að dyrum. Þar snýr hún sér við og veifar til hans bros-
andi. Allt hefur þetta gerst í svo skjótri svipan, að Her-
mann hefur ekki áttað sig. Hann finnur ennþá heitan koss
Sigríðar á kinn sér. Hann er hissa á sjálfum sér að hafa
sleppt henni úr faðmi sér, fyrst hún var þar komin. Nú
hafði hún brotið ísinn og tjáð honum sitt innræti, því að
þetta hafði hún við engan annan gert, það var hann viss
um. Og nú hugsar hann sér að tala við hana í kvöld, nú
sé rétta tækifærið, því að svona létta og glaða hefur hann
ekki séð Sigríði, síðan móðir hennar dó. Hann sprettir af
hestunixm og kemur þéim í haga. Síðan gengur hann létt-
stígur heim.
Þegar inn kemur, er fólkið sest að borðum. Hermann
lítur yfir matsalinn, en sér ekki Sigríði. Nú kemur hún
inn. Hermann lítur brosandi til hennar, en hann verður
undrandi. Þarna var komin allt önnur manneskja en hann
átti von á. Nú hafði hún klæðst sínum fyrra búningi. Öll
gleði og kátína er horfin, en í staðinn kominn alvöru-
þrunginn svipur. Þannig hafði hún verið, síðan móðir
hennar andaðist. Það er sem kuldastraumur fari um Her-
mann, þegar hann sér þessa breytingu. Og hann var mjög
vonsvikinn þetta kvöld.
ÓVÆNT BRÉF
Meðan Hermann var í burtu þennan dag, hafa komið
nokkur bréf til hans, þar á meðal bréf frá Noregi með
kvenmannshendi. Hermanni er forvitni að sjá það bréf,
því að hann á ekki von á bréfi frá Noregi. Hann opnar
það og sér, að það er frá Elsu Nilsen. Honum verður að
orði: „Hún er ekki af baki dottin ennþá.“ Bréfið er fullt
af ástarjátningum og loforðum, sem hann á að hafa gefið
henni. Og nú segir hún, að pabbi sinn ætli að senda sig
til þess að sækja hann. Hann þarfnast svo mikillar hjálpar
við búskapinn. Hann hefur svo mikið álit á þér, segir hún,
enda mælir skólastjórinn eindregið með þér.
Hermann er alveg undrandi yfir þessu. Hann hélt, að
hann væri nú laus við þessa frekjudós, sem lét hann
aldrei í friði, meðan hann dvaldist í skólanum. En hún
var vön því, að fá allt, sem hún óskaði sér og lét víst fátt
Heima er bezt 431