Heima er bezt - 01.12.1975, Blaðsíða 26

Heima er bezt - 01.12.1975, Blaðsíða 26
w n kinnhestum w i skamm- deginu Sennilega hefur aldrei verið önnur eins gróska í hvers konar listiðju hjá þessari þjóð og í dag. Þessi gróska er auðvitað afleiðing bætts efnahags og opnari sálarglugga. Orðsins list hefur fram að þessu verið tignuð mest hsta, enda hefur hún verið arfur okkar og langsamlega mesta prýði. Með myndun þéttbýlis hefur áhugi aukist á öðrum tjáningarformum. Einkum er það þörfin fyrir að tjá sig í litum sem mest ber á og virðast margir vera banghagir og allt að því púlshestar á því sviði. Dag- lega má lesa um það í blöðum, og við sjáum það í sjón- varpi, að jafnvel ótrúlegasta fólk, ungt og gamalt, lært og ólært, opnar málverka-, höggmynda- og skúlptúr- sýningar í slotum, á háaloftum eða í kjallaraholum. Hótfyndinn náungi skaut því að mér um daginn að nú væri svo komið að Ijóðskáldin væru eingöngu alin til frægðar fyrir eina hátíðlega stund fremur en til lang- lífis í hugum fólks; enn væri það til siðs að fara með ljóð á hátíðum þótt nútímanum þætti Ömar Ragnars- son mun skemmtilegri. En stundum þarf að túlka orð og leikarar eru best fallnir til slíkra hluta, enda eru þeir orðnir svo margir að leikhúsin rúma þá ekki. Því hafa snjallir menn látið sér detta í hug að nota mætti gömlu húsin sem við viljum ekki lengur búa í, og margir vilja rífa, til þess að hafa þar leiksýningar. Þessi hús eru það mörg að hæglega mætti stofna „alþýðuleikhús“ fyrir leikara með sérþarfir í hverju húsi, og þeir málarar sem meinaður er aðgangur að eftirsóttum sýningarsölum, gætu feng- ið þar sérpláss fyrir sig. Með þessu yrðu margar flug- ur slegnar í einu höggi. Gömul hús myndu öðlast nýtt gildi við notkun og heldur myndi draga úr streitu listamannanna og geðheilsa þeirra batna ef hver þeirra fengi sitt „gallerí“. Sennilega yrðu þeir Hka enn lang- lífari við það að taka sér göngutúr á milli „galleríanna“ og hlæja hver að annars sýningum. Slík skemmtun bvð- ist ekki með sífelldum bannfærslum á boðuðum mál- verkasýningum Péturs og Páls. Ekki má heldur gleyma að minnast á blessaða tónlist- ina. Ný og ný tónskáld stíga fram með svo frumlegri samsetningu hljóma að ég er orðinn fótaveikur af þess- um sífelldu uppstökkum við að ná til takkanna á út- varpinu og skrúfa fyrir. En þessi músík virðist vera það margslungin að hún platar. Hérna um daginn var ég niðursokkinn í lestri. Allt í einu beindst athyglin að kunnuglegu hljóði. Þið vitið hvernig það er þegar of margar kartöflur eru soðnar í of litlum potti, vatnið nær þá svo að segja alveg upp að brún hans. Þegar svo suðan er komin upp fer vatnið að slettast niður á sjóðandi heita suðuhelluna og um leið heyrast brestir í mismunandi tónhæð við það að vatnssletturnar breytast í gufu sem þrengir sér af svo miklum krafti milli botns og suðuhellu að potturinn flýtur eða boppar á henni, svona líkt og loftpúðaskip gerir á láði sem legi. Ef lok pottsins er úr léttu efni bætist enn einn samhljómur við þegar það lyftist og hnígur í takt við suðukraftinn. Öll fer svona kartöflu- suða fram með taktföstum hrynjandi og þó alls ekki ærandi. Nú, ekki er vert að útmála þetta frekar, nema hvað ég var undrandi yfir kartöflusuðu á þessum tíma sólarhrings, og rasandi yfir því að allt hefði verið skil- ið eftir á „fullu“ og síðan hlaupið frá því. Ég stekk fram í eldhús og ætla að „lækka“ á suðuhellunni. En þar voru engar kartöflur í suðu, reyndar alls ekki ver- ið að sjóða neitt; heklaðir plötulepparnir voru meira að segja yfir öllum suðuhellum eldavélarinnar og gláptu bara á mig. Svona skrautlegir helluleppar eru víst not- aðir á þessar forneskjulegu eldavélar sem ekki geta státað af margvíslegri mekaník þeirra nýtísku og mörg- um þykir gaman af að hafa sem mest til sýnis sökum fullkomnunar við hvers konar matar-bras. — Ég stóð þarna alveg ráðþrota og hugsaði með mér að ég yrði að drífa í því rétt einu sinni enn að fara til læknis og biðja hann að skola út eyrnamergnum. En þá skyndi- lega rann það upp fyrir mér að það var útvarpið sem var opið, því að þulurinn var að tilkynna að nú væri lokið flutningi elektrónískrar tónlistar eftir Magnús Blöndal Jóhannsson. — Jæja, hugsaði ég með mér, það eru þá fleiri en ég sem hafa tekið eftir því hvernig kartöflusuða í of litlum og léttum potti fer fram, — og ekkert er listamönnum óviðkomandi. Annars segir Kristján skáld frá Djúpalæk að mörg þessi nýtísku tónverk séu beinlínis lífsfjandsamleg, einkum þau sem herma eftir vélarhljóði; þau séu ekki 424 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.