Heima er bezt - 01.12.1975, Blaðsíða 31

Heima er bezt - 01.12.1975, Blaðsíða 31
um þykir Guðný þóttaleg og íráhrindandi. Það vekur athygli, að hún gengur ein sér, en Jóhanna og Hermann ganga næst kistunni. Sigríður og Kristín ganga næstar. Mörgum finnst ástæða til að beina líka hluttekningu til Sigríðar. Hún á nú í vændum að fylgja móður sinni til grafar að nokkrum dögum liðnum. Að jarðarförinni lokinni fellur það eins og sjálfkrafa í hlut Sigríðar að já um allt innanhúss að Stóra-Felli. Ann- ars er Kristín þar líka og segist ætla að vera þar, þar til búið sé að jarða Guðrúnu. Björn læknir er kominn að Stóra-Felli, þegar fólkið kemur frá jarðarför Jóns. Þegar allir eru búnir að hressa sig á góðgerðum, segir Björn: „Ég kom bara til að vita, hvort Kristín vildi verða sam- ferða heim. Pabba hennar langar til að finna hana. Hann er hálfslappur, en annars líður honum sæmilega." Kristín er sein til svars. Hún sér, að Guðný horfir á hana með eftirtekt. Kristín hefur hugsað sér að vera kyrr á Stóra-Felli, þar til búið er að jarða Guðrúnu, en bæði er það, að hún hefur ekkert á móti því að vera í návist læknisins, og svo vill hún gjaman þóknast föður sínum. Hún segir: „Þakka þér fyrir, læknir. Mér þykir vænt um að skreppa heim.“ Hún snýr sér til Sigríðar, sem hefur nú komið inn, og segir: „Ég er að hugsa um að skreppa heim í kvöld. Læknirinn ætlar að lofa mér að sitja í hjá sér. (En ég kem aftur eins fljótt og ég get, ef pabbi er ekki verri.“ Sigríður tekur eftir því, að Guðný er orðin þxmg á brún. Hún snýr sér að lækninum og segir: „Hefur ekki læknirinn laust sæti handa mér líka? Ég þarf líka að komast héðan.“ Auðheyrt er, að þykkja er í málrómi Guðnýjar. „Því miður er ég búinn að lofa öllum sætunum núna, ef Kristín fer. En á morgun kem ég fram eftir, og þá skal ég hafa laust sæti handa þér, ef þú vilt. Ég kem hérna við að minnsta kosti, eins og ég hef gert, þegar ég hef farið um. En nú brýst skapofsinn út hjá Guðnýju. Hún segir: „Ég vissi ekki, að Kristín hefði einkasæti hjá lækninum í ferðum hans. En úr því svo er, verð ég sjálfsagt að sitja eftir.“ Allir viðstaddir eru hissa á þessum orðum Guðnýjar. Hún stendur upp og fer. Það leynir sér ekki, að hún er stórmóðguð. Næsta dag kemur læknirinn, og er Kristín með. Bjöm spyr Guðnýju, hvort hún ætli að fara með í kvöld. Nú er Guðný sæt og blíð við Björn og segir: „Ég vona, að það verði ekki þröngt hjá þér.“ „Nei,“ segir læknirinn. „Það eru engir aðrir með, sem ég veit um ennþá.“ . GUÐRÚN JÖRÐUÐ Vika er nú liðin frá jarðarför Jóns, og í dag á að jarða Guðrúnu. Allmargt fólk er komið að Stóra-Felli, þar á meðal Björn læknir. Kristín læknis fylgir Sigríði í kirkju og úr. Bjöm og Hermann ganga næstir. Sigríður er róleg, þótt hún sé sýnilega harmi lostin. En einmitt á þessari sorgarstund er sem persónuleiki hennar vaxi. Virðing hennar og glæsileiki er meiri en nokkm sinni áður. Enda vilja allir sýna henni samúð og hlýju. Að jarðarförinni lokinni kemur frú Rósa til Sigríðar og segir: „Ég vona, að þið komið nú öll inn til mín og drekkið hjá mér kaffisopa.“ Sigríður lítur á Rósu og svo á Hermann. Hún svarar með hægð, en alvöru: „Núna ætla ég ekki að koma inn til þín. Við höfum búið út svolítið erfi eftir mömmu heima á Stóra-Felli. Ég vildi mjög gjarnan, að þið kæmuð með okkur þangað.“ Hún lítur til Hermanns, sem þá grípur fram í og segir: „Ég vona, að þið heiðrið minningu Guðrúnar með því að koma með okkur og þiggja góðgerðir hjá okkur. Svo komum við næst til ykkar og drekkum með gleði hjá ykkur eins og svo oft áður.“ Páll er nú kominn til þeirra og segir: „Eigum við ekki að fara með þeim? Veðrið er svo milt og gott. Ég held þú hefðir bara gott af svona stuttri ferð, mamma.“ Rósa svarar ekki alveg strax, en segir svo: „Þið Inga skuluð fara, ég kem seinna. Ekki í kvöld. Ég ætla að vera heima hjá pabba þínum. Hann er hálflasinn í kvöld.“ Þegar þau koma að Stóra-Felli, er þar tómlegt og kulda- legt. Allir hafa farið að jarðarförinni nema Guðný. Hún sagðist ekkert hafa þangað að gera. Ekkert hefur hún hugsað fyrir hressingu handa kirkjufólkinu. Hermann hefur búist við því að koma að tilreiddu borði, en það er nú eitthvað annað. Hermann segir við Guðnýju: „Datt þér ekki í hug að hressa okkur á kaffi, þegar við kæmum? Þú sást þó, að hér var allt tilbúið til drykkju, þegar við komum frá jarðarförinni hans pabba.“ „Það var nú líklega eitthvað annað,“ segir Guðný. „Mér kemur þetta ekki neitt við.“ Sigríður kemur að í þessu og heyrir orð Guðnýjar. Hún verður djúpt særð. Hún lítur á Hermann og segir: „Ég skal vera fljót að hita handa ykkur.“ Eftir stuttan tíma eru allir sestir að drykkju nema Sigríður. Hermann er bæði gramur og reiður við Guðnýju, en stillir sig þó. En hann hugsar sér að tala við hana, þegar tóm gefst til. Björn læknir hefur heyrt allt, sem þeim hefur farið á milli. Hann er undrandi á framkomu Guðnýjar. Hvað óforskömmuð hún gat verið í garð Sigríðar. En hann gleðst yfir því, að Kristín er hlý við hana og reynir að létta henni byrðina. Honum er farið að lítast vel á Krist- ínu og finnst hann sjá ýmsa kosti í fari hennar. Að vísu líst honum alltaf jafnvel á Sigríði. En nú finnst honum það liggja í loftinu, að Hermann ætli sér hana fyrir föru- naut. Og hann vill ekki þrengja sér þar á milli. En nú beinir Björn máli sínu til Hermanns og spyr hann, hvort hann sé ekki farinn að hugsa fyrir byggingu. „Ég hef fengið skólabróður minn úr Reykjavík til að sjá um, það fyrir mig í sumar, því að ég geri ráð fyrir, að ég hafi nóg að gera við búskapinn,“ segir Hermann. „Ég er farinn að flytja að efni í steypu og ætla mér að koma þessu í nothæft ástand í haust, því að ekki getum við búið í þessum húsakynnum í vetur, öll í einni kássu. Ég ætla að reyna að hreinsa til í gamla húsinu, svo að stúlk- urnar geti búið þar í sumar.“ Guðný lítur einkennilega á Hermann, þegar hann segir stúlkumar. Hún segir: „Hefur þú svona margt af kvenfólki, að þú þurfir sér- stakt húsnæði handa því?“ Hermann brosir. „Já, ég þarf að hafa minnst þrjár til Heima er bezt 429

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.