Heima er bezt - 01.12.1975, Blaðsíða 18
varð það að ráði að hann yrði þar eftir. Ekki veit ég
hvernig ferðum hans varð háttað eftir það, til síns
heima. Benedikt var hið mesta karlmenni og harðfeng-
ur í besta lagi, en bæklaður á þann hátt að annar fót-
urinn var það styttri en hinn, að hann aðeins tyllti nið-
ur tánni, er hann var á gangi. Var okkur hin mesta
eftirsjá að fá ekki notið samvista við hann lengur. Við
sóttum gönguna fast upp á Holtavörðuheiðina og er
við komurri að Hæðarsteini á háheiðinni, tókum við
upp nesti, er við höfðum haft með okkur frá Hvann-
eyri, einmitt með það fyrir augum að neyta þess þar.
Ekki nutu allir þessa matar af mikilli lyst, því þá fóru
margir að veikjast af uppköstum og niðurgangi og voru
mjög miður sín allan þann dag og nokkuð fram á þann
næsta. Kenndum við fiskinum í Fornahvammi um
þennan krankleika, því sannast að segja var hann ekki
kræsilegur, kolmórauður og heldur ólystugur, en við
neyttum hans máske um of vegna svengdar. Við reynd-
um þó að vera léttir í spori norður heiðina undan hall-
anum. Er komið var nokkuð norður fyrir Grænumýr-
artungu skiptust leiðir. Þeir sem fóru norður á Strandir
héldu beint af augum norður með Hrútafirði að vest-
an, en við hinir sveigðum austur fyrir Hrútafjarðará.
Fóru þar fram innilegar kveðjur, með óskum um ferða-
heill og gæfu og gengi í framtíðinni. Við Norðlend-
ingarnir komum að Hrútatungu og fengum okkur
kaffi og brauð. Meðan staðið var við, urðu sumir að
bregða sér út, til að bjarga brókum sínum og sýnir það
ótvírætt hvernig heilsufarinu var háttað í okkar hópi.
Við róluðum svona með einhverjum hvíldum út Hrúta-
fjörðinn, allt til kvölds.
Fengu nokkrir af okkur gistingu á Þóroddsstöðum
aðrir fóru að Reykjum. Við Þórir heitinn bróðir minn,
vorum meðal þeirra, sem gistu að Þóroddsstöðum og
man ég vel að okkur var fært kaffi og fínasta hátíða-
brauð, í rúmið að morgni. Kom þá upp úr kafinu að
Uppstigningardagur fór í hönd. Fórum við nú af stað
og hittum félaga okkar að Reykjum. Var þá lagt á
Hrútafjarðarháls og fórum við fram hjá Melstað í Mið-
firði að aflíðandi hádegi og stóð þá yfir guðsþjónusta
í kirkjunni þar. Ræddum við nokkuð um það hvort
við ættum að fara í kirkju og njóta guðsorðs. Höfðu
sumir heyrt sagt að það þætti mjög óviðeigandi og
næstum helgispjöll að fara fram hjá kirkju, þar sem
messa stæði yfir. Trúræknin var þó ekki meiri en það,
að áfram var haldið, án þess að hlusta á predikun hjá
sálusorgara þeirra Miðfirðinga. Komum við eftir
skamma stund að Miðfjarðará undan Reykjum og köll-
uðum á ferju, því þar var ferjustaður. Kom unglings-
piltur með ferjuna yfir ána og fórum við allir í ferjuna
í einu. Sýndist okkur það dálítið óvarlegt, en ferju-
maður var hvergi smeykur, enda skilaði hann okkur
heilum á húfi yfir ána, þótt alla leiðina væri á mörkum
þess að ekki flyti inn yfir borðstokk ferjunnar. Áin var
þarna hyldjúp en alveg lygn.
Á Reykjum fengum við okkur einhverja hressingu
og lögðum síðan á Miðfjarðarháls. Sóttist okkur leið-
in allvel, þó okkur fyndist hálsinn seint ætla að taka
enda. Síðla kvölds komum við að Lækjamóti í Víðidal
og báðumst gistingar. Var hún auðfengin. Nokkrir þeir
léttfærustu af okkur félögum héldu áfram og náðu að
Miðhópi og gistu þar. Áð Lækjamóti bjuggu þá og
lengi síðan Jónína Sigurðardóttir og Jakob H. Líndal
jarðfræðingur. Var Jakob landsþekktur vísindamaður
í sinni grein.
Eftir að hafa notið hinnar rómuðu íslensku gestrisni,
héldum við, sem gistum að Lækjamóti, af stað til að
hitta félaga okkar. Voru þeir hresssir í anda eftir ágæt-
an nætursvefn. Nú var farið að ráðslaga um framhald
ferðarinnar og varð niðurstaðan sú að farið skyldi upp
í Vatnsdal. Það var hvorttveggja að okkur lék forvitni
á að líta þessa sveit, sem mikið orð fór af fyrir búsæld
og fegurð og þar byggju ríkilátir bændahöfðingjar, sem
gaman væri að komast í snertingu við. í annan stað
áttum við þar kunningjum að mæta. Haustið 1920 sett-
ust 2 Vatnsdælingar í skólann á Hvanneyri, en af ein-
hverjum ástæðum hurfu þeir frá námi snemma vetrar
og héldu heim í sína sveit. Nú var ætlunin að hitta
þessa gömlu kunningja. Þessir -piltar voru Skúli Jónsson
Undirfelli og Sigurður Þorsteinsson Eyjólfsstöðum. Á
leið okkar um morguninn hittum við mann vel ríðandi,
að hætti Húnvetninga og tókum hann tali. Spurðum
við hann tíðinda úr héraði og leysti hann vel úr og var
hinn skrafhreyfasti. Sagði hann okkur, aðspurður, að
stysta leiðin úr Vatnsdal og austur yfir, væri að fara
upp frá Marðarnúpi og þar yfir fjallið niður í Svína-
dal. Þess má strax geta, að þegar í Vatnsdalinn kom,
var okkur alvarlega ráðið frá því að fara þessa leið, því
hún væri ekki fyrir ókunnuga. Er við komum upp á
Vatnsdalshólana og sáum yfir „Flóðið“ var það alþakið
hvítum flekkjum. Hugðum við í fyrstu að þetta væru
ísjakar, en fannst það þó með ólíkindum, því hvergi
var snjó eða ís á láglendi, allar ár auðar og án ísreks.
Seinna komumst við að því að þetta voru álftir og veit
ég að þær hafa skipt hundruðum. Þegar við sáum inn
í dalinn, fannst okkur hann hafa mjög athyglisverða
fegurð að geyma, og síst ofsögum af því sagt. Nutum
við umhverfisins er við þrömmuðum eftir dalnum að
vestan, fram að Undirfelli. Hittum við þar Skúla kunn-
ingja okkar, og tók hann á móti okkur eins og höfðingj-
ar væru á ferð. Var nú ákveðið að helmingur okkar
fengju gistingu að Undirfelli, hinir færu yfir að Eyj-
ólfsstöðum að hitta Sigurð og fala þar gistingu. Er við
komum þangað hittum við Þorstein bónda við vinnu
sína úti við. Spurðum við hvort Sigurður væri heima.
Kvað hann svo vera mundu. Væri hann trúlega inni
við. Ég hafði á tilfinningunni að bóndi sæi ekki ástæðu
til að hætta vinnu sinni, þó ókunnan farandlvð bæri
að garði. Við hittum Sigurð og tók hann okkur með
mikilli rausn. Var gisting sjálfsögð. I þann tíð bjuggu
í Vatnsdal maígir vel stæðir stórbændur, með hún-
vetnska reisn í fasi og svo mun reyndar enn vera. Eins
og fyrr greinir fengum við hinar ágætustu viðtökur á
þessum tveim stórbýlum og vorum hinir ánægðustu yf-
ir að hafa tekið þá stefnu að heimsækja dalinn, þó það
tefði ferðina heim að nokkru.
416 Heima er bezt