Heima er bezt - 01.12.1975, Blaðsíða 14

Heima er bezt - 01.12.1975, Blaðsíða 14
landnám þar, þótt þeir renndu ekki hugum sínum til Alaska. Þann anda má meðal annars finna í hinni stór- brotnu þjóðhátíðarræðu síra Jóns Bjarnasonar á Mil- waukee hátíðinni. En þeir nafnarnir hans og Jón Ólafs- son höfðu haft allnáið samstarf um þær mundir, og er lítill vafi á, að síra Jón Bjarnason hefir fylgst vel með orðum og athöfnum nafna síns. Þá hefir Jóni Ólafssyni verið brugðið um það, að öll þessi umsvif hans hafi aðeins verið gerð í eigin- hagsmunaskyni, þar sem hann hafi ekki haft neitt að hfa af þar vestra um þær mundir. Slíkar aðdróttanir eru í fyllsta máta ómaklegar. Jón Ólafsson braust í mörgu, en lengstum voru athafnir hans bomar uppi af hugsjónum, sem að vísu voru oft óraunhæfar en sjaldn- ast verður þess vart að þar hafi verið um hagsmuna- streitu að ræða. Allt ritið um Alaska er borið uppi af þeirri sannfæringu, að vesturfarir séu réttmætar, og raunar sjálfsagðar, eins og högum Islendinga var hátt- að, og þær geti ef rétt sé á haldið orðið íslenskri menn- ingu og þjóðerni til viðreisnar og þroska, ef þeir ein- ungis fái það land og landrými, sem þeim hentar. Og það er jafnóbilandi sannfæring hans að Alaska sé fyrir- heitna landið. Það er ekkert tómahljóð í ummælum hans. Þau era borin uppi af einlægri sannfæringu og trú á málstaðinn, trú, sem þó nálgast oftrú í bjartsýni sinni og hugarflugi. Jón Ólafsson átti löngum í hörðum deilum við and- stæðinga sína. Féllu þar mörg orð og hörð, og var Jóni brugðið um margt misjafnt, enda sjálfur harðla óvæg- inn og oft stórorður um andstæðingana. En aldrei hygg ég nokkur hafi brugðið honum um óheilindi í ættjarð- arást sinni, enda var hún svo heit að með fádæmum má kalla. Og það er sannfæring mín, að það hafi fremur öllu öðru verið ást hans á íslandi og íslenskri þjóð, sem mest knúði á hann í baráttunni fyrir landnáminu í Al- aska. Skömmu eftir Alaskaförina fór hann aftur til ís- lands, en hvarf á ný til Ameríku nokkrum árum síðan. Fékkst hann þar við margt, en einkum þó blaðamennsku og var um skeið bókavörður í Chicago. Það hefi ég fyrir satt að hann hafi allan þann tíma verið sárþjáður af heimþrá, og síðustu orð hans á hverju kveldi verið spurningin: Skyldi það fyrir mér liggja að bera beinin á Islandi? En vafalaust kynnumst vér hug hans best í Ijóðum þeim, er hann orti í Alaskaferðinni. Ljóðin eru eintal hans við sjálfan sig og samvisku sína. Þar eru engir óraunsæir draumórar, enginn áróður, aðeins til- finning hans og sannfæring. En nokkru áður en hann kvaddi land í Kodiak lcveður hann svo 29. okt. 1874: Ég hvíli í svölum skugga grænna greina í grasi mjúku sjávarhamra við, hér finnur hjartað fró og létti meina við fuglasöng og mararbáru nið. Mér finnst ég þekkja að fornu þenna khð, mér finnst ég útlegð minni læri að gleyma, mér finnst að hér ég geti fundið frið, mér finnst að hér sé gott að eiga heima. En stundum nærri sýnist mér það synd með solli byggðar landsins tign að skerða og inni fornu eyðiró að raska — Ó, ekki ef þín munarfagra mynd vill móðurlausum Islandsbörnum verða framtíðarból og fóstra ný, Alaska! I þessari utanför sinni orti Jón Ólafsson allmörg kvæði, og er Niagara rismest þeirra eins og fyrr getur. Einkennast mörg þessara kvæða af sárri heimþrá og vonleysi einkum hin fyrri þeirra. En eftir að Alaska- förin hefst verður blærinn annar. Heimþráin er að vísu hin sama en hann finnur nú tilgang í lífinu og lít- ur á hinar bjartari hliðar þess, rifjar upp gamlar gleði- stundir frá skólaárunum, t. d. í Skautaferðinni, sem er innilegt ástaljóð, þrungið lífsgleði. Hann gerir stund- um góðlátlegt gaman að sjálfum sér, svo sem í Graf- skrift þeirri, er hann setti sér. Ég hefi stildað hér á stóru um Alaskaferð Jóns Ólafs- sonar. Hefi ég gert það bæði til að rifja upp einn stór- felldasta æfintýradraum, sem ahnn hefir verið um ís- lenskt landnám, og um leið að benda á nokkrar stað- reyndir, sem oft eru sniðgengnar um viðhorf Jóns Ól- afssonar til þessara mála. Því verður ekki neitað að þau einkennast meira af draumórum en raunsæi, en þó hefðu draumar hans vissulega getað ræst að einhverju leyti, ef gæfan hefði verið með. En meinleg örlög tálmuðu því, að svo gæti orðið. Ef til vill var enginn skaði skeð- ur, þótt ekki risi upp íslensk byggð á Kodiakeyju. En vesturfarirnar héldu áfram og færðust í aukana á næstu árum eftir Alaskaförina. Og nú eftir 100 ár eru tugþús- undir manna, jafnvel hundruð af íslcnskum ættum, bú- settir í Vesturheimi. Ef til vill eru þeir þó ekki eins margir og Jóni taldist að Alaska-Islendingar gætu orð- ið á þessum tíma, en óneitanlega hefði það verið skemmtileg tilhugsun, ef þeir hefðu allflestir búið á sömu slóðum í alíslenskri nýlendu. Tímarnir liðu. Rúmri hálfri öld cftir Alaskaför Jóns Ólafssonar beindi dóttursonur hans Hákon Bjarnason skógræktarstjóri sjónum vestur til Alaska í leit að skógartrjám, sem vaxið gætu á Islandi og hóf síðar innflutning þeirra. Hefir sú framkvæmd þegar gefið góða raun. Skrúðfuran, sem Jón Ólafsson dáðist svo mjög að, hefir dafnað vel í íslenskri mold, og er með því sýnt, að hann sá þar rétt, að loftslagi á íslandi og í Alaska mundi svipa svo saman, að vel mundi flutning- urinn henta Islendingum. Og hver veit nema íslenskt þjóðlíf og menning hefði dafnað í Alaska, ef áætlanir Jóns Ólafssonar hefðu komist lengra en á pappírinn. Meginheimildir um samantekt þessa eru: Jón Ólafs- son: Alaska. Um stofnun íslenskrar nýlendu, Was- hington D. C. 1875. Ljóðmæli eftir J. Öl. Rvík 1896 og Rögnvaldur Pétursson: Landskoðunarferðin til Al- aska 1874 í Tímariti Þjóðræknisfélags íslands 1934, og má þar lesa nákvæmari frásagnir af þessum atburðum. Akureyri í ágúst 1915. 412 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.