Heima er bezt - 01.06.1977, Blaðsíða 2

Heima er bezt - 01.06.1977, Blaðsíða 2
heimilin Um fátt verður oss tíðræddara á hinum síðustu tímum en verðbólguna. Jafnvel veðrið hefir hlotið að þoka um set fyrir verðinu nú um skeið. Ekki geri ég þó ráð fyrir því, að það séu margir, sem raunverulega gera sér ljóst eðli verðbólgunnar eða þau hagfræðilegu vísindi, sem leitast við að skýra hana. Þar mun eigi vera ólíkt far- ið og sagt var um vindinn í helgum fræðum „þú heyrir hans þvt, en ekki veistu hvaðan hann kemur eða hvert hann fer“. \rér finnum daglega „þyt“ verðbólgunnar í því, að kaupmáttur krónunnar þverr, ef vér annars getum lengur talað um krónu sem gjaldmæli eða gjald- miðil, allt sem vér kaupum er með hærra verði í dag en það var í gær o. s. frv. En hvaðan þetta kemur og hvert stefnir vitum vér ekki. Og lítill vafi er á, að margt af vngri kvnslóðunum þekkir ekki annað efnahagsástand en verðbólguna, og gerir sér þessvegna minni rellu út af henni en ella mundi. Og vér hinir gömlu verðum henni meira og meira samdauna, eftir því sem tíminn líður. Þannig gætum vér vel talað um andlega mengun verðbólgunnar. Oss er tamt að kenna ríkisstjórn og valdhöfum um öll þessi ósköp, vitandi vel að ekki er sökin til orðin hjá þeim einum. En hitt réttlætir að nokkru ásakanirnar, að flestum er ljóst, að sé nokkurt afl til í þjóðfélaginu sjálfu, sem getur hamlað gegn þessum síharðnandi straumi, er það stjórn og þing, en þó því aðeins að ríkisvaldið hafi alþjóð að baki sér, eða a. m. k. svo mik- inn hluta þjóðarinnar að ráðstafanir þess megi endast til árangurs. F.n þó að vér kvörtum og kveinum, og formælum verðbólgunni eru það samt furðumargir, sem una henni vel og óska að hún haldist sem lengst. Og þeir eru furðu margir, sem komið hafa svo ár sinni fyrir borð, að þeir safna því meiri auði, sem eignir ann- arra brenna til agna í verðbólgubálinu. Vafasamt er hvort nokkuð það cr til, sem veldur meira um það að gera hina ríku ríkari og hina snauðu snauðari. Fyrir nokkru hlvddi ég á ræðu, þar sem verðbólga og efnahagsástand var tekið til meðferðar, þessi tvö margþvældu og útjöskuðu umræðuefni, sem maður er naumast farinn að hlusta á lengur, nema með hálflukt- um augum og eyrum. En allt í einu kom ræðumaðurinn að því, að verðbólgan væri ekki einungis bölvaldur efnahagslífsins, heldur væri hún komin langt áleiðis að brjóta niður fjölskyldulíf og heimili og leggja þau í rústir, fyrr heldur en síðar. iMér fór líkast því, sem ég hrykki upp af svefni við þessi orð. í þessu ljósi hafði ég ekki skoðað verðbólg- una fyrr, en við nánari athugun sá ég að ræðumaður hafði rétt fyrir sér, og síðan hefir þetta stöðugt ónáðað mig. Engum blandast hugur um, að efnahagur hefir löng- um orkað mjög á hvernig heimilislíf hefir þróast, annað- hvort til gæfu eðga gengisleysis. Ótalin eru þau heim- ilin, sem örbirgðin hefir lagt í rústir, en á verðbólgu- tímum er örbirgðin ótrúlega fjarlægt hugtak í þeirri mvnd, sem hún löngum blasti við fvrrum. I hennar stað er komin velmcgun á vtra borðinu að minnsta kosti. Ef til vill stendur hún ekki föstum fótum en kapp er lagt á að halda henni við og af því leiða aftur auknar kröf- ur og fágaður vtri búnaður, þótt í rauninni sé ekkert að baki nema skuldir á skuldir ofan, en það er eitt eðli verðbólgunnar, að skuldirnar eyðast af sjálfu sér meira eða minna, svo lengi sem hún helst. Hin sýnilega vel- megan verðbólgunnar er líkust húsi, sem reist er á kvik- syndi, sem getur látið undan hvenær sem er og gleypt allt saman. Verðbólgan hlýtur samkvæmt eðli sínu að skapa slíka gervivelmegun. Eitt höfuðeinkenni hennar er peningarýrnunin. Vér horfum daglega á hina minnk- andi krónu og vitum, að hún verður enn léttari á morg- un en í dag, og hugsum um það eitt að eyða henni sem fyrst, án þess að spyrja um, hvað vér fáum í hennar stað. Það er orðið gamalt æfintýri að tala um traustan gjaldmiðil. Sumir eru að vísu svo forsjálir, að reyna að koma peningunum fyrir í stein, þ. e. hús og fvlla þau með þeim dýrustu munum, sem fást kunna, en þegar slíkt getur ekki lengur haldið áfram kemur hin daglega eyðsla, sífellt meiri og meiri, og hjólið snýst hraðar og hraðar, verðbólgunni í vil. En hvernig má þetta allt eyðileggja heimilin? Miklu fremur virðist sem aukin umsvif, stærra húsnæði, fegurra innbú og meiri þægindi ættu að treysta heimilið en sundra því. En allt þetta krefst aukinna tekna, bæði hjónin hljóta að leggja allt sitt fram til þess að halda þessu velmegunarstandi í horfinu. Það er að vísu margt rætt um rétt konunnar til þess að vinna utan heimilis, og skal ekki brigður á hann borinn. Sá réttur má ekki aðeins vera til kominn sem ill nauðsyn til þess að viðhalda falsgljáa verðbólgu velmegunarinnar. En þegar svo er komið, að bæði hjón- in hljóta að vinna hörðum höndum utan heimilisins, 182 Heima er bezt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.