Heima er bezt - 01.06.1977, Page 8

Heima er bezt - 01.06.1977, Page 8
eftir að þetta kom fyrir. Næst þegar heildsalinn leit inn í búðina til mín sagði ég honum hreinskilnislega, að það þýddi ekkert fyrir hann að ætla að reyna að selja mér vörur aftur, hvorki eitt né neitt, ég hefði ekki krónu til að borga þær með. Gott ef hann fór ekki hálf öfug- ur út, blessaður maðurinn, það var svo mikil ygglibrún á mér. En auðvitað uppgötvaði ég fljótlega að það dugaði ekki að missa kjarkinn. Ég lét festa hillurnar upp, traustar en áður, keypti nýjar birgðir af heildsal- anum og nú fylgdi gæfan með í kaupunum. Svo fór að ég keypti æfinlega gjafavörur hjá þessum sama manni. — Og nú hafa hjólin máski farið að snúast? — Já, nú fóru hjólin að snúast, enda var ég svo hepp- in að fá nokkurs konar banka við hliðina á mér, þarna í götunni. — Hvaða banki getur það hafa verið? — Það var Guðni Jónsson úrsmiður, sem margir kannast við. Hann var góðvinur foreldra minna og mun ég hafa notið þess. Ég gat alltaf leitað til Guðna þegar mig vantaði peninga í bili til útborgunar. Svona stelpu- kjáni eins og ég gat nú ekki strunsað inn í Landsbank- ann eða Útvegsbankann á þessum árum og beðið um lán. En eftir að ég var flutt yfir í Austurstræti 8, og sér í lagi eftir að stríðinu lauk, þá komst nú allt á fleygi- ferð. — Þá hefur fólk víst ekki þurft að láta skrifa. — Nei, þá þurfti fólk svo sannarlega ekki að láta skrifa. Og vörurnar runnu út, það stóð ekkert við í búðinni, sama hvað það var. Það gat varla heitið að ég þyrfti að auglýsa vöruna, en slíkt er mikill kostur. Brátt hafði ég það mikil fjárráð, að ég gat tekið á leigu hluta af gömlu ísafoldarprentsmiðjunni. Þá skapaðist líka tækifæri til að stækka búðina og færa hana í ný- tískulegt form, sem alltaf hafði verið minn draumur. — Var skemmtilegt að standa í svona verslunarskurki? — Það var alltaf mikil vinna, en það var skemmtilegt eftir að allt fór að ganga vel. Ég átti vissulega marga yndislega daga í búðinni og leið aldrei betur en þegar sem mest var um að vera. En, sem sagt, vinnan var alveg óhemju mikil. — Var þá ekki mesti þrældómur að vinna hjá þér? — Það má vel vera, en örugglega ekki meiri en menn gátu borið, því það vildi enginn fara frá mér. Einu sinni hafði ég útlending, sem langaði til að breyta eitt- hvað til. Þetta var ákaflega fær maður og ég sagði eins og var, að ég mætti eiginlega alls ekki missa hann, en samt skyldi hann endilega fara, ég gæti vel skilið að hann vildi sjá sig um og freista gæfunnar á öðrum stöðum. — Og fór hann frá þér? — Já, hann fór, en kom aftur eftir árið. Hann var hjá mér í þrettán ár þessi maður. Ég var yfirleitt mjög heppin með fólk og þá er mér efst í huga Hjördís Hall, sem segja má að væri mín hægri hönd um tólf ára skeið, ákaflega traust kona og örugg. Ég gat óhrædd skilið búðina eftir í hennar umsjá, hún kunni góð skil á öllu og var fær um að taka taumana í sínar hendur. — Hvað hafðir þú margt fólk í þinni þjónustu? Blómaverzlunin Flóra, Awturstrœti. gæti verið arðvænlegt að hafa meiri fjölbreytni í búð- inni, versla ekki eingöngu með blóm og það sem þeim tilheyrði. En ég vildi fá eitthvað, sem væri óumdeilan- lega fyrsta flokks vara, svo það varð úr að ég keypti samstæðu af ákaflega fallegum kristalsvörum hjá einum heildsalanum í Reykjavík. Síðan lét ég setja upp vegg- hillur með speglum í litiu búðinni minni Austurstræti 1, en þar verslaði ég um tíma, og raðaði svo öllum krist- allnum fyrir framan speglana. Þetta varð mjög glæsilegt og ég fór heim til mín sæl í sinni. En þegar ég opnaði búðina morguninn eftir, þá blasti við mér sjón, sem ég aldrei gleymi. Veggirnir voru auðir, en hinir dýru mun- ir lágu allir mölbrotnir á gólfinu. — Hvernig stóð á þessu, hvað hafði komið fyrir? — Þarna var mikil bílaumferð og húsið ekki vand- aðra en svo, að það hristist þegar mest gekk á. Hillurnar höfðu hreinlega runnið fram af festingunum með öllu sem á þeim var. — Þú hefur þó vonandi ekki farið í rúst sjálf eins og kristallinn? — Ja, það lá við, mér fannst eins og dagar mínir væru taldir. Ég var beinlínis hrædd við að gera innkaup lengi 188 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.