Heima er bezt - 01.06.1977, Blaðsíða 12

Heima er bezt - 01.06.1977, Blaðsíða 12
forna Rómaréttar, sem enn gilda í íslenskum refsirétti, að sérhver maður skal talinn saklaus, þar til sekt hans er sönnuð, og að allur vafi eða skortur á sönnun skal koma sakborningi í hag. Þessum meginreglum hættir almenningi aftur á móti mjög til að víkja til hliðar með hvatvíslegum grun- semdum og sleggjudómum. Áður var hefnt, nú er hróp- að. En þegar haft er hátt og krafist nafnbirtingar meðan sakamál eru enn á rannsóknarstigi, þvkir mér sem okk- ur hætti oft við því í hita tilfinninganna að gleyma að- iljum, sem málið varðar einnig. Það eru þeir, sem kalla mætti hina þöglu þolendur. Grunaður maður eða sak- sóttur á sinn fjölskylduheim, rétt eins og eg og þú, að jafnaði saklaust fólk, sem ekki má vamm sitt vita. Stundum kann uppljóstran og persónulegt umtal í því sambandi á opinberum vettvangi að bitna miklu harðar á vandamönnum brotamanns en honum sjálfum. Og er ekki aðstaða þessa hóps líka atriði, sem taka ber fullt tillit til? Það getur oft reynst vandasamt verk að dæma af fullri sanngirni og réttlæti um sakir manna. Réttvísin og mannúðin þurfa nefnilega ekki alltaf að eiga sam- leið. Þegar svo ber undir getur úrlausnin orðið vanda- söm. Mér kemur í hug í þessu sambandi atvik, sem ágætur maður sagði mér frá fyrir allmörgum árum. Hann hafði þá látið af embætti fyrir aldurssakir sem virtur og vel- metinn sýslumaður í stóru lögsagnarumdæmi. Saga hans var á þá leið, að maður nokkur var grunað- ur um að hafa framið verknað, sem varðaði refsingu — og mannorðsspjöllum, ef uppvís yrði. Þessi maður, við get- um nefnt hann Árna, var fátækur fjölskyldumaður, sem barðist í bökkum við að sjá fyrir stórum barnahóp. Hann hafði aldrei gerst brotlegur við landslög, en sak- sókn og refsing ásamt þeim mannorðshnekki, sem því fylgdi, hlaut óhjákvæmilega að hafa hinar alvarlegustu afleiðingar fyrir eiginkonu og börn — sorg, hneisu og fjárhagsvandræði. Sýslumaður varð að láta málið til sín taka. En tvær raddir börðust um völdin í huga hans. Rétt- vísin krafðist þess að málið væri tekið til opinberrar rannsóknar — en mannúðin bað um miskun vegna stórr- ar fjölskyldu, sem ekkert hafði til saka unnið. Eftir nokkra umhugsun tók sýslumaður sér ferð á hendur. Hann yfirheyrði Árna á heimili hans — hvað þeim fór á milli hefur tíminn breitt blæju sína vfir. En eftir yfirheyrsluna talaði sýslumaður einslega við eiginkonu hans og gekk úr skugga um að hún mundi standa þétt við hlið manns síns í framtíðinni. Þvínæst kvaddi hann og fór. En finnst þér ég hafa breytt rétt, spurði sögumaður minn að lokum. Hvað finnst ykkur, lesendur góðir? Hefði sýslumaðurinn ekki átt að taka hinn grunaða mann til yfirheyrslu á skrifstofu embættisins, bókfesta framburð hans, gefa fjölmiðlum upplýsingar um málið og láta það ganga til dóms og laga? Hver er ykkar skoðun? Skylt er að geta þess, að maður sá, sem hér átti hlut að máli, var aldrei framar orðaður við ólögmætar at- hafnir. Ragna í Kjarri Framhald af bls. 190 bændakonur hafa mátt reyna, án þess að geta sagt eitt einasta orð. — Og þarf víst ekki bændakonur til. En ég hjó eftir því áðan, að þú sagðist hafa haft grænmeti með laxin- um. Var það úr ykkar eigin garði? — Það var allt saman úr okkar eigin garði. Við réð- um til okkar norskan garðyrkjumann, sem vann hjá okkur í tólf ár. Það var hans verk að hugsa um mat- jurtagarðana, kom upp öllum skjólbeltum og blóma- garði fyrir framan húsið. Sá garður var allur hellu- lagður og yndislega fallegur. Síðan tókum við land- spildu til ræktunar uppi í mýrinni milli Þórustaða og þjóðvegarins og komum þar upp dálítilli gróðrarstöð. Við gróðursettum tré og runna á allstóru svæði, bvggð- um gróðurhús og ræktuðum matjurtir til sölu í Reykja- vík. Þessi staður átti svo eftir að verða aðsetur okkar. — Ég þykist vita, að þú hafir verið upphafsmaður- inn og aðal driffjöðurin í þessu starfi. — Góða mín, ef Pétur hefði ekki verið búinn að und- irbúa jarðveginn og koma upp traustum girðingum af miklum dugnaði, þá hefði verið tómt mál að tala um ræktun á svona stað. — Það dylst víst engum að þetta hefur verið stór- kostleg uppbygging, þótt hinar löngu skjólbeltaraðir, að minnsta kosti, séu nú ekki nema svipur hjá sjón. Raunar er sagt að stór tré geti dáið af sorg. Hvenær vfirgáfuð þið staðinn? — Það var árði 1964. Ég sá ákaflega mikið eftir því að verða að fara frá Þórustöðum, en Pétur var orðinn heilsutæpur og þá rann upp sá dagur, að hann seldi allt nema gróðrarstöðina og nokkra hektara, sem henni fylgdu. Nú áttum við í rauninni hvergi heima, en við fengum inni hjá vini okkar, Páli Hallgrímssyni sýslu- manni, sem þá var einn og ógiftur í svslumannsbústaðn- um á Selfossi. Þar dvöldum við í tvö ár, á meðan við vorum að koma okkur upp þaki yfir höfuð á ný. Við völdum okkur stað inni í gróðrarstöðinni, hjá litlum læk í snotru gili, með víðsýni og fegurð til allra átta. Þennan bústað kölluðum við Kjarr. — Og í Kjarri hefur þú heldur ekki setið auðum höndum, fremur en annarsstaðar. En nú erum við víst þegar búnar að tala frá okkur allt vit, svo ég held það væri rétt að bíða með að spyrja þig um veru þína hér — að minnsta kosti þar til vetrargarðurinn langþráði er kominn undir þak. 192 Heima er bezt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.