Heima er bezt - 01.06.1977, Blaðsíða 17

Heima er bezt - 01.06.1977, Blaðsíða 17
til. Túnið var þá aðeins slétti balinn vestan við húsið, að gilbarminum, vestan við, og að læknum, sem þá rann rétt sunnan við gamla bæinn. Þar stóð hann vina- legur, með grænum og vel grónum þökum, og með stór- an baðstofuglugga, móti suðri og sól. Rétt austan við túnið lágu þá margar, samhliða götur og aðrar um hlað- ið á Ferjubakka. Og fyrir utan alla þá þjónustu, sem litli bæjarlækurinn veitti íbúunum þar, þá söng hann líka fyrir þá, a 11 a daga og nætur, við undirspil Jöklu gömlu, sem mörgum ferðamönnum gerði þó gramt í geði. Þeir, sem þar bjuggu og gengu út á hlaðið á heið- um vorkvöldum, eða fóru upp á hólinn, rétt sunnan og austan við bæinn, gleymdu sér oft við að horfa á heill- andi blik árinnar, í norðvestri, þar sem hún liðaðist norður sandana. Var þá oft engu líkara en sjálfur regn- boginn hefði lánað henni skikkjuna sína, skrautbúnu. Svo fögur virtist hún þá, sú forynja, sem flestum þótti á daginn. Og — enn er hún jafn fögur, á heiðum vor- kvöldum, þar sem hún breiðir út faðminn, móti ægi og blikandi sól, á sama hátt og höfðinn og brekkurnar gróðursælu, með bjarkailmi og þrastasöng. A11 i r, sem eiga sín bernskuspor í Öxarfirði, munu heldur aldrei gleyma honum. Sá, er mælti síðustu orðin í þessum minningaþætti, skildi það b e z t. II Ólafur frændi minn á Ferjubakka, eins og ég nefndi hann ávallt, hét fullu nafni Ólafur Mikael Gamalíelsson og — eins og hann sagði mér sjálfur: „Eg var látinn heita í höfuðið á bóndanum, sem bjó á Kúðá í Þistilfirði, á undan pabba. Sá bóndi var Jónsson, er síðast bjó í Hjálmsvík, sem var við sjóinn, norðan við Svalbarð. Nú komið í eyði. Þessi Ólafur Mikael fór til Ameríku. Fjár- mark hans eignaðist ég.“ — Ólafur frændi var fæddur 30. apríl, 1890, að Kúðá. Skyldleiki okkar, með hans eigin orðum, var á þessa leið: „Faðir minn, Gamalíel, var Einarsson, Gamalíelsson- ar. Móðir þín, Jakobína Rakel, var Sigurjónsdóttir, Magnússonar. Þessi langafi þinn — Magnús — var al- bróðir Gamalíels langafa míns.“ Svona orðaða ættfræði skyldi ég líka bezt. Ólafur fluttist að vorlagi, aðeins fimm ára gamall, að Austara-Landi í Öxarfirði, til móðursystur sinnar, Guð- rúnar Kristjánsdóttur. Hún var kona Páls hreppstjóra Jóhannessonar, sem þar bjó ævi alla. Móðir Ólafs — Vigdís — átti fleiri systur. Hét ein Dýrleif. Hún bjó á Syðri-Brekkum. Dóttir hennar var Guðrún, merk kona, sem bjó, ásamt manni sínum, Friðriki Sæmundssyni, stórbúi, á Efri-Hólum, í Núpasveit. Þriðja systirin hét Steinvör. Hún dó aðeins 16 ára gömul. Fyrstu kynni mín af Ólafi eru enn svo skýr og lífi mögnuð, fyrir hugarsjónum mínum, að ætla mætti að þau hefðu gerst í gær. Ég byrja þá á því að bregða upp mynd af þeim. Það mun hafa verið á þorra, eða góðu, 1910, að eftir- Ólafur Gamalíelsson um fermingaraldur. farandi atburður gerðist: Guðmundur, bróðir minn, sem þá var vetrarmaður á Austara-Landi, hafði sagt okkur heima, nokkru áður, að Ólafur ætlaði að koma með sér frameftir, þegar gott skautasvell væri komið á vatnið, svo við gætum séð hvaða snillingur „Gamli vinur“ væri á skautum, eins og í mörgu öðru. Það ávarp notuðu þeir ávallt, sín á milli. Sannanir fyrir því, má fá í þeim dagbókarbrotum, sem Guðmundur bróðir skrifaði þennan vetur á Austara-Landi, en þau eru geymd á Safnahúsinu á Húsavík í S.-Þingeyjarsýslu. Þegar ég heyrði þetta, varð ég svo spenntur, að ég bað drottinn — heitt og innilega, að gefa nú góða hláku, sem allra fyrst, svo snjórinn bráðnaði, á vatninu, því ekki efaðist i ég um að stæði lengi á frostinu. En það man ég enn, að löng fannst mér biðin. Því verð ég þó við að bæta, að bráð er barnslundin. Þá hef ég verið á níunda ári. En það sem verra var, þegar loks hlákan kom, þá endaði hún með norðvestan hvelli, svo að skóf í smáskafla, en örrifið á milli. Ég var þá aðeins að byrja að standa á skautum, og hlakkaði því enn meira til að geta verið með, þó aldrei væri það annað en hafa skauta á fótunum. Svo var það einn sunnudag, í kyrru veðri, en sólar- lausu, að einhver kallaði inn í bæinn heima, og sagði að tveir menn kæmu utan og ofan Kinnungana, og færu greitt. Var ég þá víst fljótur upp á bæinn, því bezt sá ég til ferða þeirra þaðan. Og ekki duldist mér, að þar færi Mundi bróðir, eins og við nefndum hann ávallt, og talsvert lægri maður, með honum. Og þar með var óskastundin runnin upp. Ég man — fyrir víst — að ég rak upp ósvikið fagnaðaróp, og eins hitt, að Sigurjón, bróðir minn, sem var norðan við bæinn, sagði við mig, að ég skyldi nú fara gætilega, svo ég dræpi mig ekki, Heima er bezt 197
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.