Heima er bezt - 01.06.1977, Side 18
í sundinu, því þar var svell, og þó sérstaklega norðan á
bænum, þar sem ég hentist niður.
Við gengum á móti Munda bróður og Ólafi, sem nú
var loksins kominn, með skautana sína í hendinni. Og
áður en þeir voru komnir í kallfæri við okkur, veitti
ég því eftirtekt, hve hann var óvenju léttur í spori og
liðugur, ef hann rann til á svelli, sem víða leyndist und-
ir snjónum. Og þótt hann væri nærri nítján ára gamall,
fannst mér hann miklu yngri, því svo fjörmikill, gáska-
fullur og gamansamur var hann í tilsvörum við Munda
bróður. Og hvort sem við fórum þarna allir út á vatnið
strax, eða stuttri stund síðar, hafði eftirvænting mín
staðið á þvílíku blístri, að ég hafði ekki viðþol. Og
ekki minnkaði hún við það, að Mundi bróðir sagði við
hann, á leiðinni út að vatninu, að nú fengi hann þó
Stærra svell til að leika sér á en á Leirtjörninni. Það
skildi ég vel, því ég vissi, að það var ofurlítil tjörn,
sunnan og austan við bæinn á Austara-Landi, en þar
hafði hann æft sig frá barnsaldri. Þegar hann svo fór að
spenna á sig skautana, fannst mér mikið til um það hve
fallegir þeir voru, og þá — fyrst og fremst — beygjurn-
ar að framan, sem voru snúnar, í nokkra hringi, svo
snilldarlega, að ekkert hútshorn hafði ég séð neitt svip-
að því eins glæsilegt, og hafði ég þó séð þau mörg. Þau
voru nefnilega fyrstu ómetanlegu farartækin, sem við
systkinin gátum veitt okkur sjálf á vatninu heima, eftir
að ísinn á því var orðinn sæmilega mannheldur. Bræð-
ur mínir — söguðu af mjórri enda þeirra, þar til sæmi-
legt sæti fékkst, og höfðum við þau svo undir rassin-
um og spörkuðum í svellið, með þeim árangri, að við
náðum oft talsverðum hraða, aftur á bak. Og auðvitað
urðu stundum árekstrar, en aldrei til skaða. Mest var
gaman að fara í eltingaleik, og valt þá á öllu, að ná
sem mestum hraða í sókn, en í vörn að vera nógu snar
að beygja til hliðar, áður en árásarmaðurinn næði í
annan hvorn fótinn, sem þó var enginn leikur, þegar
skór voru frosnir og þar á ofan skaflaskeifur festar
rækilega neðan á hælana, til að grópa í svellið, svo
spörkin yrðu áhrifaríkari. Á þessari stund opnaðist, aft-
ur á móti, nýr heimur fvrir mig.
Það skipti ekki togum, þegar Ólafur rétti sig upp, þá
þaut hann af stað, svo léttilega og hafði strax svo langt
skref, að mér flaug í hug fellibylur, sem hefði skollið
á rassinum á honum, og stóð því steinþegjandi og
glápti á hann. En það var ólíkt mér, við slíkar aðstæður.
Svo kom hann fljótlega aftur, á flugaferð og þá náði
undrun mín og aðdáun hámarki. Skaflarnir, eða öllu
heldur rennistungurnar, sem mynduðust í norðvestan-
hvellinum, voru víða svo þykkar og breiðar, að ekki
var viðlit að renna í gegn um þær. Það vissi ég bezt
sjálfur. Annað hvort var að sneiða hjá þeim, eða að
nema staðar og stíga yfir þá. En Ólafur frændi fann
annað ráð, sem mér hafði ekki flogið í hug. Hann virt-
ist ekkert draga úr ferðinni, þegar hann nálgaðist þær.
í stað þess tókst hann á háa loft og s t ö k k yfir þær.
Þvílíkan léttleika og aðra eins list hafði ég aldrei verið
sjónarvottur að. Samt var í hug mínum skýr og óafmá-
anleg mynd af Skarphéðni á Markarfljóti, þegar hann
stökk á milli skara með reidda öxina, sem hafnaði í
höfði Þráins. Þá sögu hafði ég líka oft heyrt. En það
var tvennt ólíkt að heyra sagt frá atburðunum, en að
vera sjálfur áhorfandinn. Samt heyrði ég oft draugasög-
ur, svo magnaðar, að ég svitnaði, enda hafði ég grun
um, að þær kynnu að vera ofurlítið ýktar. H é r voru
allar ýkjur útilokaðar.
Á vatninu, sunnanverðu, var svellið víða ágætt, enda
man ég vel að Ólafi þótti bezt að bera sig þar um. Samt
fór hann eina ferð alveg út að vatnsbotni, en þangað
er rúmur kílómetri. Þetta kom mér vel, því þá gat ég
orðið á vegi hans, þegar hann kæmi aftur, svo ég sæi
enn betur þegar hann stykki yfir stærstu skaflana, því
það hreif mig svo, að ég minnist ekþi að nokkuð annað
hafi ég þá undrast eins, því aldrei datt hann. Því hafði
ég svo oft — og áþreifanlega — kynnst, einkum þó á
skíðum, í brekkunum norðaustur frá bænum.
Næstu tvö sumur kynntist ég Ólafi talsvert meira.
Þá sat ég yfir kvíaám með Sigurjóni bróður, sem var
nokkum árum eldri en ég, uppi í svonefndu Biskups-
tjaldstæði, sem ávallt var kallað Tjaldstæði, í daglegu
máli. Þar var þá mikið kjarnaland, sandtaða, eða sauð-
og geitvingull, melgras og loðvíðir, sem oft var sleginn.
Þá lét Páll bóndi á Austara-Landi, fólk sitt heyja við
Austari-Tjaldstæðisháls. Það lá við tjald, sem reist var á
grænum bala, örstutt frá 'íjaldstæðistjörninni að sunnan
og austan. I hana rann oftast vatn, fram eftir sumri, úr
fönnum, vestan í hálsinum, og fengu kvíaærnar þar nóg
að drekka, og sömuleiðis hestar, sem áttu þar leið um.
Fast við hana, að austan, lá þá leiðin milli Öxarfjarðar
og Hólsfjalla, og þá búið að varða hana.
Einu sinni bar svo við, að við Siggi bróðir — eins og
ég nefndi hann ávallt — rákum ærnar að tjörninni, síðla
dags, í afskaplegum hita og stafalogni. Þá var fólkið,
sem þarna var við heyskap frá Austara-Landi við tjöld-
in, að fá sér hressingu. Hlupu þá tveir menn — fáklædd-
ir — að tjörninni, vestarlega og nálguðust okkur. Þarna
var hún lang dýpst, á litlum bletti, og lengi óstæð, enda
þornaði hún sjaldan svo, að ekki væri þar talsverður
pollur. Það skipti ekki togum, að þessir menn hentu af
sér flíkunum, sem þeir voru í og hlupu út í tjörnina,
með óskapa gusugangi, þar til þeir hentu sér áfram og
tóku sundtökin. Við Siggi bróðir þekktum þá báða
strax. Það voru þeir vinirnir, Ólafur og Mundi bróðir.
Nú bar vel í veiði og settumst við Siggi á hátt barð, rétt
vestan við tjörnina, þar sem við sáum bezt til þeirra.
Ég vissi að Ólafur hafði lært að synda, eins og bræður
mínir, en að hann væri eins flugsyntur og ég nú sá,
gat mér ekki hugkvæmst. Hann synti aðallega bringu-
sund, en virtist stundum standa kyrr, þannig að axlir og
brjóst stóðu upp úr vatninu, þar sem ég vissi að var
alveg óstætt. Hvernig hann fór að því, var mínum skiln-
ingi ofvaxið. Svo breytti hann skyndilega um stöðu,
þannig að fæturnir komu upp úr og allt hvarf. Þá
runnu á mig tvær grímur, því vatnið var þá svo skollit-
að — eftir sunnan vinda, að ég gat ekki greint hann. Ég
stóð á öndinni, því það vissi ég, að hann hlyti líka að
gera. Við Siggi bróðir gerðum okkur það oft til dund-
198 Heima er bezt