Heima er bezt - 01.06.1977, Blaðsíða 19

Heima er bezt - 01.06.1977, Blaðsíða 19
urs, og komumst stundum talsvert yfir hálfa mínútu, og þóttumst þá líka menn að meiri. En — guð minn góður. Hvað hefur nú skeð? Ég var kominn í mát og blés, eins og hvalur. Ég sá líka að Mundi bróðir synti í átt að staðnum, þar sem Ólafur frændi hvarf. Kemur hann þá ekki upp, talsvert fjær, og með þeim krafti, að mér sýndist hann koma hálfur upp úr vatninu. Og ekki efaðist ég þá um, að hann hefði spyrnt svona kná- lega í botninn. Kom mér þá í hug, hve hátt hann hafði stokkið yfir þverskaflana, á vatninu heima. Einhvern daginn hitti ég Ólaf, þar sem hann var að slá lauf, þ. e. loðvíði, suðvestan í Tjaldstæðishálsin- um, syðst, skammt norðan við Melataglshólana, þegar ég var að fara fyrir kvíaærnar. Þar voru líka stórir loð- víðirunnar, sem slegið var utan af, þannig, að laufin féllu á sandinn, eða graslendið í kring, þar sem auðvelt var að ná til þeirra með hrífunni. Félli þau aftur á móti niður, á milli greinanna, þótti flestum ekki borga sig að ná þeim. Þetta var venjulega þroskamesti og bezti loð- víðirinn. Ég veitti því athygli, hvernig Ólafur beitti ljánum, svo ljáfarið yrði sem breiðast, og einnig að það yrði svo snöggt, og með þeirri lægni, að það þeyttist sem lengst frá runnanum. Ég stóð undrandi um stund og horfði á hve títt hann brá ljánum og hve margir lauf- brúskar féllu, á lítilli stund, og mynduðu garð, í kring um buskann, þrátt fyrir það, að ég hafði oft séð svip- aðar aðfarir, þegar bræður mínir og faðir slógu af kappi, utan af stórum loðvíðirunnum, sem oft voru á hæð við mann. Þetta sannfærði mig um, að Ólafur hlyti að vera afburða sláttumaður. Ég komst líka í kynni við það síðar. III Um mánaðamótin okt.—nóv. — 1913, var ég í fyrsta sinn á barnaskóla, á Austara-Landi. Þar var húsrými mikið og gott og var þó fullsetið, þegar öll börnin bætt- ust við. Kennari okkar var Svafa Þorleifsdóttir, frá Skinnastað, dóttir hins mikla mála- og fræðimanns, séra Þorleifs Jónssonar, sem lengi var prestur á Skinnastað, en þá dáinn. (Sjá: „Myndir daganna“, 1. bindi, bls. 180 til 186, eftir séra Svein Víking). Við börnin vorum níu aðkomandi, og því oft glatt á hjalla. Þá var tvíbýli á Austara-Landi, því Margrét, yngri dóttir þeirra hjóna þar, Páls og Guðrúnar, sem fyrr er getið, var gift fyrir nokkrum árum. Hún bjó þar, með manni sínum, Arnbirni Kristjánssvni frá Grímsstöðum á Hólsfjöllum. Það var óvenju góð tíð fyrstu dagana í nóvember og vaxandi tungl. Við krakkarnir lékum okkur þá oft á kvöldin á Grundinni, austan við göturnar, rétt norðan við bæinn, því hún var auð eins og að sumarlagi. Bezt man ég eftir tveimur leikjum, enda gekk þá mest á. Annar var kallaður steingervingsleikur, hinn að hlaupa f skarðið. Þar reyndi mest á að vera snar í snún- ingum og fljótur að hlaupa. Stundum bættist okkur líka liðsauki, sem við fögnuðum mest. Það voru heimamenn og einnig kennarinn, en þá fyrst kom líf í tuskurnar. Bezt man ég þó eftir ungri stúlku, sem komið hafði í Austara-Land um vorið. Til þess lágu ýmsar ástæður. Ein var sú og sú veigamesta, að við strákarnir sumir, sem þóttumst geta sprett úr spori, komumst fljótt að raun um það, hvað hún var ótrúlega fljót að hlaupa, svo við gátum ekki varast hana. Það þótti okkur — að von- um hart — og urðum því hálfhræddir við hana. Samt var okkur mest skemmt, á flótta undan henni. Og það get ég fullyrt, að aldrei bárust út í kyrrðina, eins ögr- andi hljóð og snjöll og sömuleiðis hlátrarnir, sem fvlgdu, þegar öskrað var, tví, og þríraddað: „Hertu þig nú, hertu þig — o-o-o-o — bölvaður auminginn.“ — Alveg sérstaklega þurftum við að höfuðsetja hana í steingervingsleik. Bæði var hún svo útséð með að frelsa þá, sem orðnir voru steinar, með því að ná til þeirra, og þá ekki síður, þegar hún gætti þeirra fyrir okkur, þeg- ar við vildum frelsa þá, og vorum að laumast að þeim. Þá var stundum, að hún horfði í aðra átt og virtist ekkert taka eftir okkur, en kom svo eins og eldibrandur, út á hliðina, eða jafnvel aftur á bak, og gerði okkur að stein- um líka. Þessi stúlka hét Aðalheiður og var Björnsdóttir, frá Hallgilsstöðum á Langanesi, þá sextán ára, fædd ellefta nóvember 1897, á Syðri-Brekkum á Langanesi. Hún ólst upp hjá foreldrum sínum á Hallgilsstöðum til fjórt- án ára aldurs. Hún var mjög þroskuð og leiftraði af fjöri og lífsgleði, sem heillaði alla, er henni kynntust. Hún var einnig með afbrigðum rösk, við allt, sem hún tók höndum til. Þar á ofan hafði hún ótrúlega góða burði. Því kvnntumst við — strákarnir — áþreifanlega, enda forðuðumst við handalögmál við hana eins og heit- an eldinn, í öllu falli þegar einhverjir sáu til, og þó alveg sérstaklega eftir að gerðist sá atburður, er nú skal greina: Eitt kvöldið, þegar Aðalheiður var að búa um í rúm- unum, og breiða undirlakið yfir þykka dúnsæng, sem ávallt átti að snúa og jafna, svo hún yrði sem mýkst fyrir þann, sem á henni lá, rann upp þetta langþráða augnablik. Rúmin voru þá alltaf dregin saman á morgn- ana, en sundur á kvöldin, því oftast sváfu þá tveir í rúmi. Aðalheiður þurfti því að teygja sig talsvert, til að brjóta lakið upp fyrir sængina, þilmegin. Þá var það, sem tækifærið gafst — fyrir einn skólabróður minn, sem hafði góða burði. Hann snaraðist að henni, með þeim hraða, sem hann átti yfir að ráða, greip um rassinn, og hugðist steypa henni á grúfu og breiða sængina yfir hana. Með þessu tiltæki var ætlun hans, án efa, að launa henni lambið gráa, því sjálfur var hann smáhrekkjóttur. Og ekki þarf því að leyna, að við — sumir skólabræður hans, kvöttum hann óspart til stórræðanna. Aðalheiður steyptist áfram, en hafði þó, á síðasta augnabliki, skynjað árásina, því með vinstri hendi dró hún úr fallinu, en með þeirri hægri náði hún taki í jakkann eða rassinn, á árásarmanninum, og sveiflaði hon- um á hliðina, í rúmið, hægra megin við sig, svo fæt- urnir stóðu upp í loftið. Og eins og hendi væri veifað, hafði hún reist sig, gripið sængina og vöðlað henni um Heima er bezt 199
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.