Heima er bezt - 01.06.1977, Page 23
sást vel til bílanna úr eldhúsglugganum, og undan fæti
að hlaupa, austur að bensíntankanum. Norðan við
íbúðarhúsið var svo byggð gevmsla, smíðahús og fleira.
Þá kom Ólafur líka þeirri hugmynd sinni í framkvæmd,
að koma fyrir vatnshrút við lækinn, sem rann suður,
austan við íbúðarhúsið, þann sama, er knúði rafstöðina.
Vatnshrúturinn reyndist undratæki, eins fábrotinn og
hann var. Hann sá um að ávallt væri nægilegt vatn í
húsinu, því færi eitthvað úr skorðum, var það lagfært
strax af húsbóndanum. Á þessum árum byggði Ólafur
hlöðu úr steinstevpu og við hana fjárhús. Túnið var
stækkað eftir föngum, og náði að lokum norður að
Vaðkotsánni og suður, vestan við veginn, eins langt
og auðið var, vegna stórgrýtis. Túnið var girt og einnig
afmarkaða svæðið norðan við veginn, að Jökulsá.
Sumarið 1941, komst svo Ferjubakki í símasamband.
Það urðu mikil þægindi fyrir heimilisfólkið, og ekki
síður fyrir hina, sem einnig komust þá í símasamband
við Ferjubakka. Nú þurftu þeir ekkert annað en hringja
— tvær stuttar — til að geta talað við smiðinn og sauma-
konuna, hvenær sem þörfin kallaði.
Þegar ég nefndi þarna smiðinn og saumakonuna á
Ferjubakka, hrökk ég við, því mér varð þá ljóst hve
mörgu ég hafði gleymt.
Ekki þarf að efa það, að ýmsir, sem fengu saumuð
föt hjá Áðalheiði, hafi haft orð á því hve erfitt væri að
útvega sér skjólgóð nærföt, bæði handa börnum og full-
orðnum. Hvort sem þetta eru hugarórar eða ekki, þá
varð það staðreynd, að Aðalheiður keypti sér stóra
prjónavél. Ekki var það þó erfiðisminna að snúa henni
en saumavélinni. Svipaða sögu var hægt að segja um
Ólaf. Til þess að geta gert við ýmis áhöld og vélar, sem
nú voru að koma á alla bæi í sveitinni, og voru stundum
að bila, þurfti hann mörg áhöld. Þau kevpti hann, eftir
því sem tök voru á. AJá þar t. d. nefna borvél, logsuðu-
tæki, tengur og klúbba, rennibekk og ýmislegt fleira,
sem enginn gat án verið, við þau störf, sem hann var
fenginn til að leysa. Og með ári hverju fjölgaði þeim,
er siíka hjálp þurftu að fá, og það eins fljótt og framast
var hægt. Þau áhöld kostuðu hann stórfé, sem eftir nú-
tíma peningagildi hafa skipt hundruðum þúsunda króna.
Þar við bættist svo, að margir veigruðu sér ekki við að
biðja hann að lána sér þessi áhöld, því þeir vissu, að
hann gat engum manni neitað. Þegar þau svo komu aft-
ur, báru þau oft þögul merki þess, að „sjaldan kemur
lán hlæjandi.“ Um það get ég borið vitni af eigin sjón.
Aðeins e i 11 dæmi set ég hér, um frátafir Ölafs frá
heimilisstörfum, og jafnframt um hjálpsemi hans. Sum-
arið, sem ég flutti í nýja íbúðarhúsið á Bjarmalandi,
stóð svo á, að enginn miðstöðvarofn var fáanlegur fyrr
en seint og síðar meir, hjá Kaupfélagi Eyfirðinga. Gekk
þá vont kvef, með hósta og hita, sérstaklega á börnun-
um, og tíð köld, norðan belgingur með talsverðri úr-
komu. Þá var aðeins eitt ráð til að fá yl í húsið. Það var
að setja innaní eldhólf eldavélarinnar nokkra vinkla
af rörum, af sömu vídd og notuð voru til að tengja
saman miðstöðvarofnana. Grímur Sigurjónsson, móður-
bróðir minn, hafði mælt fyrir þeim, útbúið þá og sent
mér, því um hann mátti segja með sanni, að hann hefði
ráð undir rifi hverju. Hafði ég orð á þessu við Ólaf
frænda minn, og kom hann þegar mest var þörfin, eins
og af himni sendur, með öll nauðsvnleg áhöld í hesta-
kerru, tengur, klúbba, logsuðutæki og fleira og kom
þessu öllu í lag sama daginn. Um kvöldið var veldi
kuldans í nvja húsinu rekið á flótta, og öllum leið stór-
um betur.
VI
Engan íslending, sem hóf lífsbaráttu sína á fyrsta og
öðrum tug tuttugustu aldarinnar, gat órað fyrir því, að
næstu áratugir bæru í skauti sínu aðrar eins breytingar
á lífsháttum og lífsviðhorfi þjóðarinnar, eins og öllum
er nú orðið ljóst. Á fáum áratugum má segja, að hún
hafi brotist úr þúsund ára kyrrstöðu, þrátt fyrir ægi-
stranga baráttu og inn í heim allsnægta og þæginda, sem
engan dreymdi um fyrir einni öld.
Hjónin á Ferjubakka, Ólafur og Aðalheiður, voru á
meðal þeirra, sem náðu þessum síðasta áfanga. Og þó
að brugðið hafi verið upp örfáum mvndum frá afreks-
göngu þeirra, skulum við samt líta um öxl og gá betur
að.
Það er októbermorgunn 1967, sunnan andvari og sól-
in farin að verma austurhliðina á íbúðarhúsinu á Ferju-
bakka. Við komum frá Ásbyrgi og stöðvum bílinn á
veginum austan við bæinn. Þegar við komum upp á
Ferjuhraunin, veittum við því athygli, hve skógurinn
var orðinn dökkur í Ferjubakkakinn. Undanfarna daga
höfðu laufvindar verið þar að leik við bliknuð blöð.
Við höfum ákveðið að litast um á Ferjubakka. Þegar
við komum að íbúðarhúsinu nemum við staðar. Hér
er nú allt svo undarlega hljótt. Við vitum að enginn
kemur til dyra þó guðað sé á glugga. Húsið er mann-
laust. Hryggileg breyting frá því, sem eitt sinn var.
Við göngum suður fyrir það og sjáum inn í auð her-
bergi. Svo nemum við staðar við aðaldyrnar, að vest-
an. Okkur verður litið til fjallanna í vestri, hve fagur-
lega þau eru sveipuð sólarvoðum. En þegar við lítum
nær, dylst okkur ekki að hér hafa vinnufúsar hendur
unnið sitt ævistarf og neytt allrar orku til að gera þeim
sem á eftir komu lífið bærilegra. En tímans elfa befur
nú ruðst áfram með svipuðum rassaköstum, og systir
hennar, hún Jökla gamla, gerði, hérna vestan við okkur,
þegar hún eyddi öllum gróðri á stórum svæðum, svo að
eftir varð aðeins sandur og grjót. Hér hefur — aftur á
móti — verið unnið ræktunarstarf í umhverfi, sem hlýt-
ur að vekja hlýhug hjá hverjum þeim, sem þar nemur
staðar og litast um, j a f n v e 1 þó að blóm séu öll
bliknuð. Þá er það oft heillaráð að loka augunum og lit-
ast um í myndabók minninganna. Og það skulum við
nú gera. Þ a r eru líka myndir, sem geta verið ótrúlega
skvrar og hafa það — meira að segja — fram yfir hinar,
að þar hverfur a 1 d r e i sól af hæztu hnjúkum. Og —
líttu nú á, lesandi minn:
Það er heiður júlímorgunn 1916. Ilmur bjarkanna
berst að vitum okkar og þó glitra enn daggardropar á
Heima er bezt 203