Heima er bezt


Heima er bezt - 01.06.1977, Qupperneq 24

Heima er bezt - 01.06.1977, Qupperneq 24
Ferjubakki. Horft til norðausturs. Til vinstri fjárhús og hlaða, til hægri tbúðarhúsið. í baksýn nokkur hluti af Hafrafelli. Myndina tók Óskar Sigvaldason 1968. hverju strái. í gær var norðan þjösnaveður með krapa- hryðjum. Svo kyrrði með kvöldinu og skafheiddi. Nóttin varð því óvenju svöl. En — hvað er þarna á hreyfingu norðan við gamla bæinn með grænu þökun- um? Það er ungur maður, fremur lágur vexti, en svo stæltur og slær af svo augljósri lægni, að ekki verður annað séð en að hann og orfið séu sama lífi gædd. Og svo snöggt fellur grasið við hvert ljáfar, að af krónum sveifgrasanna þeytast daggardropar — þúsundum sam- an — og myndar úðamökk, er stígur og hnígur og sindr- ar, í öllum regnbogans litum. Það er ekki nema eðli- legt, að þér verði starsýnt á þetta. Hvenær skyldi hann hafa byrjað að slá, í morgun? Við undrumst hvað hálf- skærurnar eru orðnar margar og — langar, og hvað grasið virðist mikið. Hann horfir til lofts. Svo gengur hann heim, slær ljáinn úr orfinu og fer með hann inn í bæinn. Eftir litla stund kemur hann út og ung kona við hlið hans. Þau nema staðar á hlaðinu, brosa hvort til annars, og — taka svo sprettinn vestur á gilbarminn. Þar eru margar sátur. Þau grípa föng úr syðstu sátunum og dreifa þeim til beggja hliða með snöggum sveiflum, svo heyið losnar sundur og dreifist sem jafnast, svo auð- veldara verði að slá úr því. Það leynir sér ekki að þarna er unnið b æ ð i af kappi og forsjá. Og ekki ganga þau fót fyrir fót að sátunum til að grípa ný föng, heldur sjáum við þar sama fótaburðinn og í steingerfingsleikj- unum, fyrir tæpum þremur árum. í dag verður áreiðanlega rakinn þurrkur og vafalaust ætlunin að útþurrka þetta hey og ná því upp í lanir eða ef til vill inn í hlöðu. Við förum nærri um handtök þeirra þá.-------- Ellefu árum síðar erum við hér aftur á sama stað og opnum minningabókina. Nú er ágústdagur, ágætur þurrkur og sól hátt á lofti í suðvestri. Við rekuni upp stór augu, því öll holtin, sem við sáum áður, eru nú orðin að grösugu túni, alveg norður að ánni. Þar er verið að ýta saman stórum töðuflekk. Og við sjáum ekki betur en það muni vera síðasta heyið á túninu. Við sjá- um einnig — svo ekki þarf um að deila — að þarna eru Ólafur og Aðalheiður að verki. Það leynir sér ekki á handtökunum, sem eru eins og fyrir ellefu árum. Þau eru að ýta að heyi, sem þarna er risið til hálfs. Okkur flýgur í hug orðið hamhleypa. Það er snilldarlega samsett. Það sannast líka bezt á þeim, sem þarna eru að verki. Þau hafa áreiðanlega fylgst vel með landskúrun- um, er fallið hafa í dag norður með fjöllunum í vestri, eins og svo oft á svona dögum. Svo féll líka ein skúrin, hérna rétt sunnan við, á Ferjuhraunin, svo að glamp- aði á steinana þar eins og spegla. Þegar svo ber undir, gera flestir það, sem orkan leyfir, til að bjarga þurru heyi áður en demban fellur. En — hvernig stendur á þessu? Þarna birtast þá, allt í einu, tvær litlar stúlkur með hrífurnar sínar og fara að hamast við að ýta heyi til foreldra sinna, eða grípa viskar. sem orðið hafa eftir, og hlaupa með þær til þeirra. Þær hafa sennilega verið að hvíla sig um stund á bak við heyið þar sem við gát- um ekki séð þær, eftir að hafa hamast við að hjálpa pabba og mömmu frá því þær borðuðu hádegisverðinn. Hærri stúlkan heitir Birna. Hún er rúmlega tíu ára, fædd 12. maí, 1917. Sú minni heitir Guðrún, fædd 24. maí, 1920, og er því orðin sjö ára. Allt í einu hlaupa þær til mömmu sinnar. Hún hallar sér að þeim og segir auðsjánalega eitthvað við þær. Tekur svo við hrífun- um þeirra, en þær taka sprettinn heim að bænum, léttar á fæti eins og lömbin á vorin. 204 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.