Heima er bezt - 01.06.1977, Síða 25
Þegar þær koma heim á hlaðið, nema þær staðar. Það
er eins og þær heyri eitthvað. Eins og æfðir spretthlaup-
arar þjóta þær suður fyrir bæinn. Jú! Þarna situr amma
með prjónana sína, sunnan við baðstofustafninn, þar
sem blessuð sólin vermir allt enn og hjá henni situr litli
bróðir með gullin sín. Hann horfir undrunar- og að-
dáunaraugum á hestinn, sem honum var gefinn nýlega,
geislandi fagur og ofsafjörugur að sjá. Og á honum sit-
ur knapinn, svona líka reistur, í blárri treyju með gullna
hnappa og blóðrauða húfu. Þegar litli bróðir sér syst-
ur sínar koma, breiðir hann út faðminn, því nú eru þær
búnar að vera svo lengi í burtu. Hann veit líka að þær
taka hann í fangið og hann fær kossa hjá þeim báðum,
og sömuleiðis hún móðuramma hans, því svo hefur hún
alltaf verið þeim elskuleg. Því hafa líka svsturnar báðar
heitið, að það skuli þær endurgjalda henni, þegar ellin
færi að mæða. Enn er hún samt svo ótrúlega létt á fæti
og snör í snúningum. Þessi litli bróðir heitir Arnbjörn,
og fæddist fyrir rúmu ári, eða 13. júlí 1926.
Systurnar báðar setjast hjá litla bróður og ömmu,
sem ljómar af gleði. Og sólin vermir þau og sömuleiðis
fiskiflugurnar, sem virðast hafa slegið upp balli, þarna
á baðstofustafninum, með óvenju hástemmdu og sam-
hljóða suði. Einnig þær gleðjast yfir því að hafa lifað
svona yndislegan ágústdag.
Þegar börnin stækkuðu og vélarkrafturinn kom til
sögunnar, varð heyskapurinn og jafnvel allir snúning-
arnir við að koma upp nýja húsinu, leikur einn og
gaman, því margar vinnufúsar hendur voru á lofti, og
vinnugleðin alls ráðandi. Á hverju hausti fór þó einka-
sonurinn — Arnbjörn — í skóla, en það kostaði lengri
vinnudag, meiri áreynzlu og meiri afköst fyrir þá, sem
heima voru. Einnig í þeirri baráttu var sigur unninn.
Svo kom að því, að sonurinn fór alfarinn að heiman.
Eldri dóttirin — Birna — fór einnig burtu. Róðurinn
þyngdist því stórum fyrir þau, sem eftir vou og þá sér-
staklega fyrir Ólaf. Aðalheiður og yngri dóttirin —
Guðrún — þurftu því oft að neyta allrar orku til að ná
í höfn.
Húsbóndinn á Ferjubakka og fjölskyldan öll voru
miklir dýravinir. (Sjá Sunnudagsblað Tímans, frá 4.
apríl 1971). Allar skepnur, sem þar áttu heima, sýndu
það bezt. Afurðir af búinu voru því ávallt góðar. Því
varð það Ólafi hin mesta raun, þegar hann fann hve
erfitt honum reyndist að losa um hey á veturna, og
gefa það í garða. Og þrátt fyrir ýmsan útbúnað, til að
verjast rykinu, með því að nota svonefndar heygrím-
ur, kostaði það hann fleiri og fleiri svitadropa að gefa
skepnunum. Mörg síðustu árin, meðan hann dvaldi á
Ferjubakka, kvað svo rammt að þessu, að jafnvel þeg-
ar hann tók snöggt viðbragð, eða gekk liðugt nokkur
spor, varð hann svo móður, að hann gat ekki komið
upp orði, fyrr en frá leið. Allt erfiði við að koma inn
heyi með kvíslum, bera upp hey, eltast við kindur og
ótal margt fleira, kom því í hlut Aðalheiðar og yngri
dótturinnar, að sjá um í vaxandi mæli, og oft meira af
vilja en mætti. Þá voru það líka erfið spor, sem Ólafur
átti oft, síðustu árin á Ferjubakka, upp brekkuna frá
Ólafur og Aðalheiður fagna góðum gestum.
stöðvarhúsinu og þá ekki síður suður að Jökulsár-
brúnni á vetrum, þegar vont var veður og þæfings-
færi. Hann hafði þann starfa í mörg ár, að fylgjast með
vatnshæðinni í Jökulsá, vissa daga í viku hverri og
stundum daglega, þegar áin var mjög breytileg, og skrifa
niður, þar til settur var þar sjálfvirkur hæðamælir. Og
alltaf minnist ég þess hve hægt við gengum, eitt sinn,
síðasta sumarið, sem hann dvaldi á Ferjubakka. Þá bað
ég hann að sýna mér þar elztu mannvirki, sem enn
mætti greina. Við gengum norðvestur frá fjárhúsunum,
sem enn standa, yfir næstu sléttu og komum þá í dokk,
sem dýpkaði eftir því sem nær dró ánni. Neðst í dokk-
inni sá vel fyrir görðum, sem ætla mátti að eitt sinn
hefðu verið fjárhúsveggir. Ég lét undrun mína í ljós
við Ólaf frænda, og það með, að þarna hefði hvert hús
hlotið að fara í kaf í fyrstu stórhríðum. Þá brosti frændi
og sagði:
„Nei — þarna var aldrei hús, heldur sundlaug, sem
Páll Vigfússon, sem eitt sinn var á Ferjubakka, bjó út,
til að baða sig í. Þegar svo Jökulsárbrúin var bvggð,
1905, fann einhver upp á því, að þarna væri upplagt
að synda, með því að veita vatni í lautina, úr bæjar-
læknum, þegar henta þætti. Þar volgnaði það líka í góðri
tíð, og þá væri bezt að baða sig. Brúarmenn voru oft
milli tíu og tuttugu. Þú mátt trúa því, að hér var þá
gusugangur og glatt á hjalla, því þetta voru — næstum
allt — ungir menn.“
Ég sá að komu glampar f augun á Ólafi, þegar hann
mælti þetta, og flaug þá í hug, þegar ég — strákurinn —
Heima er bezt 205