Heima er bezt - 01.06.1977, Side 29
ásinn syðst. Á þann hátt fengist um þrju hundruð metra
fallhæð, miðað við hæð árinnar, hjá Jökulsárbrúnni, rétt
sunnan við Ferjubakka. Með þessum aðgerðum bjugg-
ust þeir við að fá mætti minnst þrjú hundruð megavatta
orku.
Allt þetta svæði þekkti Ólafur eins vel og fingurna á
sér, og ég vissi að hann hefði gaman af að heyra eitt-
hvað um þessa ráðagerð. Um hana byrjar hann líka að
fara nokkrum orðum:
„------Þú ert í bréfi þínu að tala um hvernig áætlað
er að nota Jöklu gömlu í fyrirhugaðri virkjun. Ekki er
ég nú viss um að hún verði neitt lamb að leika sér við,
og að hún eigi þá ekki eftir að gera mönnum einhverja
brellu. En hvað um það. Falleg er hún oft, á sólbjörtum
sumardögum, séð ofan af Ferjubakkahæðinni, þar sem
hún liðast eins og silfurband, yfir gráan sandinn. Og
niðurinn, þessi þungi, sífelldi niður, sem maður sofn-
aði út frá á kvöldin, og vaknaði til á morgnana, í meira
en hálfa öld. — Geymast ekki einmitt í honum sögur
liðinna ára, liðinna kynslóða? Ekki er þar ávallt gleði-
tónn, fremur en í lífi okkar mannanna.
Þegar ég fer að hugsa um að segja þér einhverjar
fréttir, finn ég að ég hef ekkert að segja, nema það, sem
þú fréttir um leið og ég, — um landhelgisdeiluna, verk-
föllin, ríkisstjórnina og nú síðast stjórnmálaslitin við
Breta. Já. Þetta eru nú meiri lætin, og svo er nú bölvuð
flensan farin að geysa hér, rétt einu sinni. En þú getur
reitt þig á, að við ætlum ekki að fá hana. Það er — sko —
af og frá.---
Jæja, — kæri vinur. Þarna sérðu, að ég hef hreint
ekki neitt að segja, eða — réttara sagt — ekkert frá hin-
um ytra heimi og þá verður maður að leita inn á við,
í sín eigin hugarfylgsni, eins og þar er nú orðið tætt
og ruglingslegt. En fyrst maður er á annað borð far-
inn að gægjast inn á við, ertu þá ekki til með að ganga
með mér, í huganum — svo sem einn ofurlítinn hring,
heina á gömlu jörðinni minni? Jörðinni minni, segi
ég. En átti ég hana þá nokkurn tíma? Á annars nokkur
maður nokkurn tíma jörð? Maður bara fæðist á jörð-
ina, býr þar ofurlítinn afmarkaðan tíma, á ofurlitlum
afmörkuðum stað, og borgar fyrir það peninga, ein-
hverjum, sem heldur endilega að hann eigi, fær að búa
þar, nokkurn veginn óáreittur, í nokkra áratugi, en
laumast svo hljóðlaust á brott, já — næstum sporlaust,
með ekkert nema minningarnar. En — þetta var nú
útúrdúr.
Sjáðu! Þarna stóð gamli bærinn minn. Flann var gam-
all, þegar ég var ungur, en mér þótti vænt um hann,
og systur grétu hann, þegar hann var jafnaður við jörð.
Og svo byggðum við húsið. Og — það var ungt, þegar
við vorum að verða gömul. Og þarna rann lækurinn,
sem er ekki lengur. Börn hafa yndi af lækjum. Þau
sitja á bakkanum og horfa á strauminn og lonturnar í
hyljunum. Og þau gutla með litlu höndunum sínum,
í tæru vatninu.
Sjáðu! Það er að koma vor. Ilmur af skóginum fyllir
loftið og lóan syngur. Eigum við að ganga niður í
Ólafur Gamalielsson 81 árs gamall.
hvammana, fyrir neðan túnið og — hlusta? Eða eigum
við að fara upp með ánni, í áttina að Vaðkoti? Alls
staðar er svo fallegt og alls staðar eru minningarnar.
Þarna gættu systur ánna, yfir burðinn, þegar þær voru
enn lítil börn. Og þarna áttu þær heilan heim, fullan
af ævintýrum.
Þú segir í bréfinu þínu, að þegar komi fram um alda-
mótin, megum við fagna því að sofa og hvílast, eða
réttara sagt, við getum fagnað þeirri hugsun nú, að þ á
megum við sofa og hvílast. En — heldurðu samt ekki,
að þegar við — í alvöru — eigum að fara, erum við
aldrei a 1 v e g viðbúnir. Það var eitthvað, sem við átt-
um eftir að segja við vin okkar. Máske voru það aðeins
nokkur hlýleg orð, sem okkur láðist að segja, á ein-
hverri stund, þegar þau hefðu haft svo mikla þýðingu.
Eða — var það einhver misskilningur, sem við áttum
eftir að leiðrétta, eða einhverjir óuppgerðir reikningar?
Eða — áttum við bara eftir að finna ilminn af skógin-
um, aðeins e i n u sinni enn? Eða finna sunnan blæinn
leika um vanga okkar, eitt augnablik. Ég veit það ekki.
En ég held samt, að það sé alltaf e i 11 h v a ð, sem við
höfum gleymt, þegar við förum.“--------
Heima er bezt 209