Heima er bezt - 01.06.1977, Blaðsíða 41

Heima er bezt - 01.06.1977, Blaðsíða 41
SIGURÐUR DRAUMLAND: V eérahjál mur Pessi glerkúla, þetta leikfang, sem líkist svo mjög jarðarhnettinum! Eg sá eintak af því hjá litlum strák úti í bæ. Hann velti kúlunni fyrir sér og hrissti hana. Svo hló hann, hrissti og hló. Inni í kúlunni var heil stórhríð. Örsmá mjallahvít korn fylltu nær helminginn af kúluholinu, en þyrluð- ust eins og bylur, ef kúlan var hreyfð. Tvö smábörn úr sveigjanlegu efni köfuðu bylinn, og þegar birtan skein gegnum rof í lcófinu, sáust þau beygja sig, baða út höndum og standa á öðrum fæti. — Eru þetta litla systir og litli bróðir? sagði eg við strákinn. Hann leit á mig, stórhneysklaður: — Hnoj! Þau eru ekki úti. Skammastu þín! Eg gerði það. Og svo keypti eg samskonar kúlu. Nú sit eg stundum og leik mér að henni, eftir að hafa þreytt hugann við erfið viðfangsefni. Þá var það eina kvöldstund, þegar eg var að handleika kúluna, að eg heyrði barnsrödd, sem eg vissi ekki í augnablikinu hvaðan kom: — Viltu heyra sögu? Fyrst kom mér í hug, að það væri litli kunninginn minn, sem átti hina kúluna. En það gat ekki staðist. Þessa stundina var ausandi rigning úti og engu barni fært að vaða hana. Svo áttaði eg mig á því, að það var strákurinn inn í kúlunni minni, sem talaði. Þau stóðu þarna tvö syst- kin, smákríli úr einhverju gerviefni, í miðjum snjó- skaflinum og störðu á mig með spyrjandi eftirvæntingu. Svo hissa varð eg, að kúlan var nærri því hrokkin úr hendi mér. — Segir þú sögur? Ertu ekki úr plasti? — Ekki nú alveg það! ansaði sá litli hróðugur... Ekki fremur en Tumi Þumall! — Hvað er nú þetta? Áttu líka bækur til að lesa? — Nei, amma sagði okkur sögur. — Amma! Eigið þið ömmu, úr plasti? — Dæmalaust getur þú verið mikill kjáni! Hún var sprell-lifandi í eina tíð. — Já, kjáni! endurtók systir... Þegar okkur leiðist í snjókófinu, munum við eftir sögunum hennar ömmu. — Þá vil eg heyra eina. Nú hallaði eg mér á svæfilinn í sófahorninu og lét kúluna á smáborð. Eg gat ekki boðið þes'sum ævintýra- börnum betra sæti. Ög drengurinn byrjaði á sögunni: — Einu sinni var maður, sem fór oft í löng ferðalög, meðan hann svaf, sagði amma. Það var helst þangað sem voru rökkurheimar, og einhverjir sem áttu bágt þar. Einu sinni kom hann í stórt hús, þar var dimmt, nema ofurlítill bjarmi í einu herbergi. Þar inni sá maðurinn nokkra menn aðra og fór að reyna að tala við þá. Hon- um fannst þeir þekkja sig og virtust vera vingjamlegir, en annars eins og úti á þekju gagnvart öllu, og að eng- um þeirra liði vel. — Maðurinn átti að segja hinum skemmtilegar sögur, svo að þeir yrðu glaðir! skaut eg inn í. — Bíddu nú hægur. Það var ekki hægt. Þeir töluðu ekki, og heyrðu ekki, en liðu um gólfið eins og í dvala, og væru að bíða eftir einhverju. — Þeir hafa líklega verið nýkomnir úr fjallgöngum, búnir með nestið og að missa allar kindurnar! — Láttu ekki svona! Þú ert alveg ómögulegur! — Alveg ómögulegur! Þetta er nú meiri kallinn! sagði systir. — Nú heyrir maðurinn sem kom í húsið, að einhver er að staulast upp stigann, sem lá niður á neðri hæðina, rétt framan við herbergisdyrnar. Þessari aðkomuveru fylgir meira ljós en fyrir var í herberginu. Og inn um hálfopnar dyrnar kemur lítill drengur, en þó miklu stærri en eg er. Vonleysið í svip þessa drengs var átak- anlegt, hefir maðurinn sagt, og það var líkt og hann kæmi þreyttur heim úr krapaveðri. Hann spurði ein- hvers, sem maðurinn heyrði ekki hvað var, en greindi vel bænarhreim í rómnum. Síðan hallar drengurinn hurðinni á eftir sér, og ljósbjarminn hverfur með hon- um út á ganginn. Það var eins og enginn gæfi þessu gaum, nema okkar maður. — Okkar maður! Eigið þið forðabúr af mönnum? — Byrjar þú enn! Okkar maður fer á eftir drengn- um, sem er að feta niður stigann, og segir við hann: — Komdu, góði minn, þér veitir ekki af hressingu, eftir útliti þínu að dæma. Kemur þú langt að, í þessu óveðri? — Æ, ætli það sé til nokkurs! Hér er einskis að vona. Eg kom úr sveitinni þarna fyrir handan ... Maðurinn hefir sagt svo frá, að nú hafi honum fund- Heima er bezt 221
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.