Heima er bezt - 01.06.1977, Page 46

Heima er bezt - 01.06.1977, Page 46
af því tagi, sem síðar urðu til meðal jarðyrkjufólksins. Vafalítið er, að fólkið þarna hefir aflað mikils hluta fæðu sinnar með veiðum og söfnun. Þar fannst mikið af skeljum land- og vatnaskeldýra. Hinar mjög svo frumstæðu minjar, sem gætu bent til jarðyrkju þurfa ekki að sýna annað, en að þeir hafi tínt öxin af villi- korninu og að þeir hafi einnig aflað sér fæðu af hálf- villtum geitum og sauðfé. En í Jarimo (2. mynd) nokkrum kílómetrum vestar en Karim Shahir, hafa fundist fyrstu áreiðanlegu leif- arnar af þorpi, þar sem sýnt er að akuryrkjan hefir ver- ið undirstaða fæðuöflunar. Staðurinn liggur á háum ár- bakka, og gróf Braidwood hann upp í þremur atrenn- um eftir 1948. Mannvistarlögin voru um 8 metra þvkk og voru um 12 talsins hvert ofan á öðru, en þó er ekki að sjá að lífið hafi tekið þar verulegum breytingum. Umhverfið virðist hafa verið með sama hætti allan tímann, sem byggðin stóð þarna. Endurteknar kolefnis- mælingar (C-14) hafa leitt í ljós, að byggðin þarna hafi verið á fyrri hluta sjöunda árþúsundsins f. Kr. Þar í Jarmo var greinilega um fastan bústað að ræða, og leif- ar hafa fundist af um 25 húsum, með veggjum úr hnoð- uðum leir. í efri lögunum er oft undirstaða úr grjóti. í hverju húsi voru nokkur ferhyrnd herbergi, og þorp- ið virðist hafa líkst mjög hinum einföldu Kúrdaþorp- um, sem enn eru til, þar sem húsveggir eru úr leir og þakið einnig. Ólíklegt er, að nokkurntíma hafi verið meira en um 20 hús í einu í Jarmoþorpinu. Ef gert er ráð fvir að 7 manns hafi verið í hverju húsi, líkt og nú er á þeim slóðum, er ljóst, að þar hafa aldrei búið meira en um 150 manns. Fornleifafundir í Jarmo og á fleiri stöðum, sem líkt er á komið með, bendir til að um 18 manns hafi búið þar á ferkílómetra, sem er næstum eins og nú. í mannvistarlögunum í Jarmo hafa fundist leifar af tvíraða byggi, og báðum hveititegundum ein- og tví- korni, en tvíkorn það, sem þar hefir fundist, líkist meira villikorninu en tvíkorn það, sem ræktað er enn á vor- um dögum. Það er fullvíst, að Jarmofólkið hafði tamd- ar geitur, og jafnvel líka sauðfé. Hinsvegar er ekki full- víst, að bein þau úr nautgripum, svínum og hestum, sem þar hafa fundist, séu úr húsdýrum. Tinnuáhöldin, sem finnast þar, eru ekki eingöngu flísar og smábrot eins og í Karim Shahi, heldur stórar vel gerðar flísar, sem eftir skoðun Braidwood og annarra fornfræðinga hafa verið notaðar sem sigðir. Þarna hittast gömlu kunningj- arnir mortél og trogkvarnir, en nýtt er hinsvegar litlir, hvelfdir ofnar úr leir, til að þurrka kornið. Jarðyrkju- menningunni heyra einnig til litlar konumyndir með áberandi kynseinkennum. Ef til vill eru hér elstu dæm- in um dýrkun móður Jarðar, sem síðar varð mjög út- breidd um hin nálægari Austurlönd. (3. mynd). En jarðyrkjan ein hefir ekki dugað til lífsviðurværis. Um það vitna beinaleifar úr villtum dýrum, skeljar og hnotskurnir af vmsu tagi. Hans Helbæk frá Kaupmannahöfn, sem tók þátt í leiðangrunum, fann merkilega hluti í hinum koluðu kornleifum, sem þana voru. Fyrstu akurykjumennirn- 3. mynd. Minjar frá Jarmo. Efst til vinstri eru stórar tinnuflísar, sem notaðar hafa verið sem sigðir og smáflísar, sem hafa verið eggjar á verkfærum. Efst til hægri eru smámyndir af konum og dýrum, sem ef til vill heyra til töfrabrögðum og trúarathöfnum. Að neðan eru m. a. mortél, handkvarnir, stein- og leirskálar úr yngstu lögunum og steinaxir með slípaðri egg. (Eftir Braidwood). ir ræktuðu bæði hveiti og bygg. I hlíðunum umhverfis „frjósama hálfmánann“ eru einu kunnu fundarstaðir villihveitis. Það er einlent á því svæði eins og kallað er. Villibyggið finnst hinsvegar dreift um öll löndin frá Mið-Asíu til Atlantshafs. En frumakuryrkjan var aldrei bundin við ræktun einnar tegundar. Þar var alltaf um að ræða bæði hveiti og bygg. Af þessu dregur Helbæk þá sennilegu ályktun, að akuryrkjan hafi byrjað í hlíða- beltinu, þar sem báðar tegundirnar uxu villtar. Helbæk hefir einnig bent á annað mikilvægt atriði í sambandi við upphaf kornræktarinnar. Öxin á villiteg- undunum hveiti og byggi eru stökk og bresta þegar fræið er fullþroska, svo að það fellur greiðlega úr axinu og dreifist. En þótt þett sé hið venjulega, hittast alltaf plöntueinstaklingar með seigu axi, svo að kornið hangir kyrrt á stráinu. Þegar fyrstu jaðyrkjumennirnir söfn- uðu villikorni, voru það vitanlega einkum seigu öxin, sem þeir tíndu, og þá urðu það einnig kom þeirra, sem síðar var sáð, og þá hlaut einnig mestur hluti hinna nýju plantna að heyra til þessum stofni, sem hæfari var hinum til ræktunar. Afleiðing þessa varð að lokum sú, að fram kom hveitistofn, sem tapað hafði hæfileikanum til að dreifast sjálfkrafa. Sá stofn gat ekki lengur lifað villtur, en var um leið hæfari til ræktunar en villikorn- ið. Jarðyrkjubændurnir hljóta að hafa komist fljótt að raun um, að léttara var að rækta hveitið neðar í hlíð- unum en uppi undi 1500 metra mörkunum, þar sem 226 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.