Heima er bezt - 01.06.1977, Page 51

Heima er bezt - 01.06.1977, Page 51
veit ekki hvaða flíkum hann skuli klæðast í það skiptið. Þá er gripið til ýmissa ráða til að fá dampinn upp sem oft hefur það í för með sér að óskir lesenda eru látnar sitja á hakanum. Margt fleira mætti nefna í þessu sam- bandi, sem ætti að sýna að það er ekki jafn auðvelt að halda lengi úti svona þætti og sýnist í fljótu bragði. En aldrei verður nógsamlega lögð áhersla á, hvað bréf lesendanna eru mér mikils virði, og ég hlýt að harma það ef einhver uppgefst á mér og hættir að skrifa, ef ég svara ekki samstundis hinum margvíslegu óskum. Ég hendi ekki einu einasta bréfi, og í hvert sinn sem ég sest niður til að sníða búning þáttarins, gríp ég til hinna ósvöruðu bréfa og les þau enn yfir. Flestar bestu hug- dettur mínar eru fengnar úr sendibréfunum, jafnt þeim sem ég nefni sem hinum sem ekki hafa verið nefnd, svo og þeim sem ekki er æskt að sé að neinu getið. — Sig- ríður Einarsdóttir verður því að bíða enn um sinn eftir „Frænkunum"1, því sé þetta ljóð eftir Halldór trúi ég ekki öðru en að það sé í ljóðabók eftir hann. Þá er komið að dægurljóðinu sem svo margir hafa vænst og ég spurðist fyrir í febrúarblaðinu: „í nótt eða aldrei skaltu hug minn skilja“. Lesendur hafa sent mér margar uppskriftir, en enginn veit um höfund. Lagið við þetta ljóð er aftur á móti ættað frá Ítalíu, O sole mio! og er eftir E. di Capua. Ég verð að segja það eins og er að mér finnst þessi texti ekki smella reglulega vel við þetta heimsfræga lag. En hvað um það, hér birtist það. Nafngift þess er fengin að láni hjá þeim systrum á Sandi í Aðaldal, Sigurbjörgu og Sól- veigu Guðmundsdætrum, en þær settu fram Ijóðaósk- ina í upphafi. Þá verður að geta þess að uppskriftir eru mismunandi og hef ég því tekið það ráð að birta það sem ég tel sennilegast. Erindin hafa verið talin tvö eða fjögur, allt eftir því hvernig ljóðið hefur verið sett upp, og held ég að það skipti ekki svo miklu máli. ÞEGAR BLÓMIN FÖLNA Þegar kyrrðin ríkir og kvölda tekur, þá kvikna ástir í huga mér. Þær eru bergmál sem unað vekur, frá öllu því sem gleymt og liðið er. En minningarnar eg margar geymi sem mýkja’ og græða hin horfnu sár. Þær fljúga um í hugans heimi sem hlýjar vonir og nýjar þrár. Þegar blómin fölna ferðu burtu frá mér, er hausta tekur og sumar dvín. Er vorar aftur eg vona að sjá þig, það er eina hjartans óskin mín. Segðu’ mér í nótt sem þú öðrum dylur, ínar hjartans vonir — og engu gleym. nótt eða aldrei skaltu hug minn skilja meðan blómin sofa, við vökum ein. Þá hefur mér borist vitneskja um þriðju vísuna sem virðist þó ekki vera úr ofangreindu Ijóði, heldur sjálf- stæð undir sama lagi. Læt ég hana fljóta með til gamans: Er skúrum léttir, skær er sólarljómi, þá skína demantar á hverju blómi, og foldin öll svo fagurgróin teygar í friði og yndi gullnar sólskinsveigar. Og ljósið þráða sem lýsir mér, það Ijómar, brúður, í augum þér, milt sólskin blíðra brosa, í augum þér, í augum þér. Margir lesenda hafa brugðist vel við beiðni minni um gamanvísnabragi og sent mér. Eru þeir eftir ýmsa höfunda. Hér er einn og er hann eftir Gísla Ólafsson frá Eiríksstöðum, en hann var landskunnur fyrir ýmsar vísur sínar og ljóð; látinn fyrir nokkrum árum. TILDUR Kem eg inn á kvenna þing og kanna hópinn glaða. Þær eru orðnar auglýsing allra móðins blaða. Allt er málað andlitið, engin hrukka á skinni. Skánkar af hári um heljar lið hanga á guðsmyndinni. Ó, þú silkisokka-víf, síst mót gæfu spyrnir. Grysjuð blússa um brjóst og líf, en berir handleggirnir. Þið munuð finna ástar yl á æðri manna þingum. Svona gripir get eg til að geðjist uppskafningum. Krenkja holdið hvergi má klæðnaðurinn þykkur. Landsspítalinn lifir á leifunum af ykkur. Karlakórar, meðferð þeirra á sönglögum og lagaval virðist vinsælt umræðuefni í Akureyrarblöðum og sitt sýnist hverjum. Stjórnandi þessa þáttar telur karlakóra þarfan menningarfélagsskap og vitnar til fyrri ummæla á þessum síðum. Ljóðið sem fer hér á eftir er samið með karlakórssöng í huga og er eftir Bjarka Árnason frá Siglufirði. Karlakórinn Vísir (í þeim bæ) söng þetta inn á hljómplötu fyrir nokkrum árum. Lagið er þýskt sjómannalag. Framhald á bls. 239. Heima er bezt 231

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.