Heima er bezt - 01.11.1977, Side 5

Heima er bezt - 01.11.1977, Side 5
útá Eyri eða niðrá Tanga, og hefur þá komið sér vel hvað ég er rólegur í tíðinni að eðlisfari. Ég minnist þess ekki að hún léti mig verða varan við lífsamstrið. Ég hafði alla tíð nóg til fæðis og skæðis. Aldrei var mér innrætt beiskja út í mannlífið og tilveruna og hafa þó nægar ástæður gefist til þess. Þær bækur sem hún gaf mér af fátækt sinni voru flestar ævintýrabækur eða fjölluðu um góða drenginn fátæka sem oftast enduðu á þann veg að hinn vondi gerðist góður, — og því var innilega fagnað. Ég tel að efni þessara bóka hafi ekki gert mig óhæfan til þess að mynda mér skoðanir á þverbrestum þjóð- félagsins eftir að ég komst til vits og ára, eða blindað mig í leit að orsök fátæktar og þess misréttis sem af henni leiddi. Hinsvegar hef ég styrkst í þeirri skoðun hve mikil óhæfa það í rauninni er að draga barn inn í baráttu fyr- ir breytingum á þjóðskipulagi — eða gera það að mið- depli í lausn afbrotamála. En um þetta efni hafa barna- bækur verið ritaðar af erlendum sem innlendum barna- bókahöfundum. Mér verður oft hugsað til írskra ungmenna sem alin eru upp í hatri til samlanda sinna vegna augljóss mis- réttis á öðru leitinu en til varnar því á hinu. Jafnvel þótt þessu unga fólki takist ætlunarverk sitt með sprengjum og byssum, á hvom veginn sem væri, gefur auga leið að friðsamt þjóðfélag sem risi upp af rústum átakanna getur ekki nýtt krafta þess. Þetta unga fólk verður alltaf í uppreisn gegn öllu og öllum. Eitt fyrsta verk nýs þjóðfélags yrði að losa sig við það með ein- hverjum hætti. Innræting haturs leiðir alltaf til hryggi- legra úrslita, jafnvel þótt tilgangurinn hafi átt að helga meðalið. Og það tekur áratugi að bæta upp það tjón í mannlífi. Ég fagna því innilega að nú bætist Heiðdís Norð- fjörð í hóp þeirra barnabókahöfunda 'sem telja það meir en sjálfsagt að barnið fái að vera barn. Hún ritar ævintýrabók vegna þess að henni finnst bamið vera í sjálfu sér ævintýri. Og tvímælalaust er það umhverfið og mannlífið sem þar svífur yfir vötnum: Heiðdís (t. h.) t hlutverki annars púkans í Skugga-Sveini á veg- um Leikfélags Akureyrar. Gurmar Jóharmsson bifvélavirki. „Gæfa, drengur minn, er það sama og hamingja. Sá er hlýmr hana í vöggugjöf, verður að gæta þess að glata henni ekki, og það gerir hann með því að vaka yfir hverri hugsun og hverju spori sem hann stígur. Ég held að mesta gæfan sé fólgin í því að hjálpa þeim sem eiga bágt.“ Þetta lætur hún föður Astrós litla, söguhetjunnar í ævintýrabókinni hennar, innræta syni sínum. Þetta er gamalkunnur boðskapur barnabóka. Blaðamenn telja að þessi ævintýrafrásögn Heiðdísar minni talsvert á sögur norska rithöfundarins Thor- bjöms Egner. Ég þekki lítið til verka þessa höfundar nema Kardimommubæjarins og Dýranna í Hálsaskógi. En einhvernveginn hef ég haft það á tilfinningunni að andi Kristjáns frá Djúpalæk svífi þar meir yfir í ljóð- unum en haft hefur verið hátt um. Sögusviðið í ævintýrabók Heiðdísar minnir mig á margt í Grimmsævintýrum, en þó er allt með mildari blæ. Allur er þó svona samanburður ákaflega hæpinn og lítið upp úr honum að leggja. En einhversstaðar frá er efniviðurinn kominn, það fer ekki hjá því. I hríðarveðri um daginn sótti ég Heiðdísi heim til að forvitnast um hana og barnabókina. — Hversvegna valdirðu að fjalla um ævintýraheim- inn í bókinni þinni? — 1 eðli mínu er ég draumlynd og hef svo mikið hugmyndaflug. Sem barni fannst mér alltaf gaman af ævintýrum og mér voru sögð mörg ævintýri. Og eftir að ég fór sjálf að lesa las ég ævintýrabækur, til dæmis H. C. Andersen, Þúsund og eina nótt, — og þá ekki síst ævintýrið um Pétur Pan sem ég hafði ákaflega gaman af. Og fleiri og fleiri mætti nefna. Amma mín og afi, Álfheiður Einarsdóttir og Halldór Friðjónsson, áttu heima hér í Lundargötunni, á Akureyri, og ég kom Heima er bezt 353

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.