Heima er bezt - 01.11.1977, Síða 10

Heima er bezt - 01.11.1977, Síða 10
F ormálsorð Á septemberdögum árið 1976 mæltist ég til þess við Kristmund Bjarnason rithöfund og fræðimann á Sjáv- arborg í Skagafirði að hann yrði mér innanhandar með útvegun á efni sem gæti orðið lesendum þessa rits í senn bæði fróðleikur og skemmtun. Kristmundur tók vel kvabbi mínu og dró upp úr hirslum sínum bréf sem Björn Jónsson ritstjóri eldri hafði ritað Eggert Briem sýslumanni út af sérstöku persónulegu málefni. Þegar ég fór að kynna mér efni þessa bréfs varð mér ljóst að það var býsna girnilegt til úrvinnslu á ýmsan hátt. Birta mátti bréfið með stuttorðum upplýsingum um efni þess og persónur. Og einnig mátti stíga örlítið hliðarspor og þá var komin þó nokkuð spennandi saga um lauslæti og bæjarslúður í verslunarstaðnum Akur- eyri fyrir og um 1860. Fyrri leiðinni hafnaði ég því mér finnst slík birting gamalla bréfa alltaf heldur snubbótt, þótt heimilda- gildi hafi hún í bókum og komi skriffinnum oft að gagni í þess konar búningi. Seinni leiðinni hafnaði ég einnig, mest fyrir þá sök að svona undir niðri ber ég vissa virðingu fyrir sið- fræði jarðarfararritúalsins: Drottinn, gef þú dánum ró, — og svo er ég liðónýtur við að koma líffærum að í frá- sögnum mínum. Fyrir bragðið hef ég sennilega orðið af þeirri athygli sem er von allra þeirra sem setja orð á blað. En þá lesendur sem kynnu að harma að fá ekki mergj- aðar kvennafarssögur til aflestrar má hugga með þvi að ekki kemst ég hjá því að nefna þær, þótt illa verði kryddaðar samanborið við það sem tíðkast hja þeim sögumeisturum sem hafa líffærafræðina að uppistöðu í verkum sínum. Ég hef tekið þann kostinn að tengja þetta bréf við frásögn af mannlífi á Akureyri og í nágrenni á nítjándu öld, í samhengi við sögu Iandsins, þar sem það á við, með viðaukum og stórum útúrdúrum. Yfir þessu efni hef ég legið mánuðum saman og stundum verið mönn- um lítt sinnandi þar sem grúskið var þeirrar náttúru að spinna sífellt uppá sig við hverja yfirlegu. Ég tel mig byggja á staðreyndum þótt sumar hverj- ar megi setja undir mæliker, ekki síður en margar í Akureyrarsögu Klemensar Jónssonar, — og gerist ég þá hofmóðugur í samjöfnuðinum. Að sjálfsögðu mun verða mikið um getgátur, því sannast að segja hefði þurft mikið lengri tíma til að kafa til botns í þessu viðamikla efni, samfara ferðalögum og miklum kostn- aði. Þó er ég efins um að sumt hefði verið hægt að upplýsa til fullnustu. Dómur um þessar frásagnir mun áreiðanlega verða misjafn. En fari nú svo að einhverjum lesanda finnist þær skemmtilegar og fróðlegar þá skyldu þeir fyrst og fremst hugsa hlýlega til Kristmundar Bjarnasonar sem hjálpaði mér með uppistöðuna, og Steindórs Steindórs- sonar frá Hlöðum sem kenndi mér að slá vefinn. Það er kannske ekki heppileg samlíking að líkja Steindóri við galdrameistara sem er að kenna nemanda sínum að fást við uppvakninga. En oft hvarflaði slíkt að mér þegar ég var að uppgefast á blindingsleiknum og þuldi upp fyrir honum raunir mínar. Hann mundi þá eftir bók eða dró fram úr hugarfylgsnum vitneskju sem ævinlega kom mér að haldi. Einnig var hjálp hans mikilsverð við lestur á dönsku skotinni íslensku á versl- unarbókum eða klára dönsku á skringilega skrifuðum veðmálabókum. Hvorugur þessara manna ber þó minnstu ábyrgð á búningi eða efnismeðferð þessara greinaflokka. Þá hafa þeir ekki séð fyrr en á þessum síðum. Ég mun þá ekki orðlengja þetta frekar og upphefst þá frásögnin. Skýringar og heimildaskrá munu fylgja hverjum kafla. E. E. &')8 Hciwíi cr bczt

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.