Heima er bezt


Heima er bezt - 01.11.1977, Qupperneq 11

Heima er bezt - 01.11.1977, Qupperneq 11
„Svo ekki veréi kafðar nendur á mínum gráu nárum 1 Sagan sem hér verður sögð markaði engin spor í samtímann eða skildi nokkuð eftir sig til framtíðarinnar. Gildi hennar felst fyrst og fremst í því að hún er hluti af þjóðl'fsmynd, frásögn af næsta einangruðu fyrir- bæri í lífsstríði horfinnar kynslóð- ar sem lifði og starfaði á því svæði sem í dag gengur undir heitinu Ak- ureyrarkaupstaður, en var á tímum sögunnar skipt niður með sérstökum heitum eftir landslagi og staðháttum sem sum hver lifa enn á vörum íbú- anna. Kveikjan að upprifjun atburðanna er sendibréf sem skrifað var inní Fjörunni á áttunda degi janúarmán- aðar árið 1861. Samkvæmt íbúaskrá átti bréfritari heima í 32. húsi1 versl- unarstaðarins Akureyrar, en það mun hafa verið þriðja hús að norð- anverðu við svonefnt Skammagil sem er innarlega í Fjörunni. Beggja megin við gil þetta var dálítil byggð handverks- og tómthúsmanna þessa hægt vaxandi bæjarfélags þar sem 308 sálir bjuggu.2 Bréfritari hét Björn Jónsson. Hann er kunnur maður úr sögu Akureyr- ar. Lesendur munu fá litla vitneskju um hann í þessum þætti því honum er helgaður annar hér á eftir. Þó þykir eftir atvikum rétt að segja frá því að hann þótti ágætis karl og var vel að sér um ýmsa hluti, en svol'tið Mynd þessi, sem notuð verður sem einkennismynd allra þessara þátta, er af konu á Akureyri og er eftir óþekktan danskan listmálara. Mynd- er tekin eftir eftirprentun sem er í eigu Steindórs Steindórssonar frá Hlöðum. siðavandur og umvöndunarsamur á stundum. Bjöm Jónsson taldist raunveralega til stéttar tómthúsmanna sem ekki þótti neitt sérlega virðingarverð á hans dögum. En þar sem hann sjálf- ur naut nokkurs álits þótti embættis- mönnum, kaupmönnum og öðru fyrirfólki Akureyrarverslunarstaðar það kurteisi að kalla hann assistent Johnsen. — Titlar uppá dönsku og nafngiftir að þeirrar tungu háttum var þessu fólki jafn nauðsynlegt og matur og drykkur. Assistent var maður sem vann við verslunarstörf, — og Bjöm Jónsson fékkst allmikið við þau. Meinyrtir landar hans vildu þó halda því fram að assistent og dönsk búðarloka merkti eitt og hið sama. Þess vegna kusu nágrannarnir, hand- verks- og tómthúsmennirnir, að að- greina hann frá öðrum mönnum sem Björn ritstjóra eða Björn versl- unarstjóra. Á þessum janúardegi voru þó liðin næstum því fjögur ár frá því að Björn Jónsson hætti að skipta sér af ritstjórn blaðsins Norðra sem hann hafði átt manna mest þátt í að hleypa af stokkunum. Að ári liðnu frá skrifum umrædds sendibréfs höguðu atvikin því þannig að Bjöm gerðist aftur ritstjóri og gerði blaðamennsku og prentsmiðju- rekstur að ævistarfi upp frá því. Sú saga verður ekki rakin í þessari frá- sögn. 2 Síðasti dagur ársins 1860 á Akureyri hafði kvatt með norðan bálviðri og Heima cr bezt 359

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.