Heima er bezt - 01.10.1983, Síða 6

Heima er bezt - 01.10.1983, Síða 6
Það hafði auðvitað sín áhrif, að ég var yngst minna systkina, 5 árum yngri en systir mín, sem næst var í röðinni. Ekki fara kannski miklar sögur af mér í uppvextinum, og það kvenfólk, sem hafði meiri áhuga á músík heldur en þeirri vinnu, sem varð að sinna, það þótti nú ekki álitlegt kvenfólk í þann tíð. O nei. Frænka mín ein sagði líka við mig: „Æ, þú ætlar að verða eitt orgelskoffín“. Ég var svolítið byrjuð að læra meðan eldri systkini mín voru heima, bjargaði mér með smærri lög og stykki, en svo fóru þau nú öll í burtu og þá var ekki um neina tilsögn að ræða í nokkur ár. Ég var tæpt ár á Austurlandi í mínu ungdæmi, þegar Arngrímur bróðir minn var aðstoðarlæknir á Fáskrúðsfirði. Ég vann einn vetur í læknishúsinu, það var fallegt heimili. Mér er minnisstætt, að ég sá þá síðustu frönsku skúturnar, sem komu til fiskveiða við ísland. Sumarið eftir þessa dvöl var ég kaupakona á Vattarnesi við Reyðarfjörð, þar bjó þá Þórarinn Grímsson, hann var bróðir séra Sveins Víkings. Rúmlega tvítug komst ég í vist á Fíúsavík, og þar bjó frænka mín, sem gat sagt mér til á orgel. Mig blóðlangaði að læra meira og dembdi mér loks suður. Árni bróðir minn var þá útskrifaður úr Tónlistarskólanum, og hann tók mig í píanótíma í tvo vetur. Ég vann í húsum, sem kallað var, aðstoðaði við húsverk. Það var ekki um annað að ræða. Þetta var nú á kreppuárunum og ekki vænlegt með vinnu. Ég var í Reykjavík hátt á annað ár, en dreif mig í kaupa- vinnu vestur í Reykhólasveit sumarið 1936. Arngrímur bróðir minn var þá læknir í Flatey á Breiðafirði og ég heimsótti hann þangað. Mér fannst fallegt í Breiðafjarðar- eyjum. Og á þessum árum var þar mikil byggð, þótt núna séu þær að mestuí eyði. Vorið 1937 kom ég svo aftur heim í Kelduhverfi. Síðan hef ég verið hér viðloða. Nokkur ár fór ég að heiman hluta úr vetrinum til þess að annast söngkennslu, t.d. vestur í Reykjaskóla í Hrútafirði. Ég æfði líka kirkjukórana í ná- grannasveitunum, auk þess sem ég kenndi í Kvennaskól- anum á Blönduósi. Ég hafði eiginlega mjög gaman af þessu, kynntist svo mörgu ágætisfólki. Upp úr 1940 var farið að æfa kór hér. Þá var Jón Sig- fússon frá Halldórsstöðum í Reykjadal fenginn til að ferð- ast um sveitir og æfa kóra. Menn voru víða farnir að una því illa, hve sveitirnar voru sönglausar. Hann kom með hléum til okkar, en skikkaði þá sem honum leist helst hæfir til þess að stjórna fyrir sig á meðan. Nú, ég lenti í því að æfa þann kór sem hann stofnaði hér. 1942 tók ég til við að leika á orgelið hér í Garðskirkju í Kelduhverfi. 1945 var síðan formlega stofnaður kirkjukór við kirkjuna og hef ég stjórnað honum frá stofnun. Það fer því að nálgast 40 ára afmælið. Ég held það sé aðeins einn maður í kórnum núna, sem hefur verið með frá byrjun, Sigurður Jónsson bóndi í Garði, kirkjustaðnum. Þetta hefur náttúrlega gengið upp og niður, eins og annað. í svona fámennum byggðarlögum er það nú svo, að ef einhver önnur félagsstarfsemi á að vera líka, þá mætir þar sama fólkið. Ef hér hafa verið tekin leikrit til sýninga, þá hefur allt annað þurft að víkja á meðan. Síðastliðinn vetur var nú æft töluvert og um vorið hélt Kirkjukórasamband Norður-Þingeyinga söngmót á Rauf- arhöfn. Þetta samband var stofnað árið 1950. irað getur brugðið til beggja vona í kórstarfinu, og stund- um er það þreytandi, en ég er nú búin að lafa þetta lengi við kórstjórn, og ef mér hefði fundist þetta fram úr máta Lón í Kelduhverfi. Horft er í austur, en Lónsbæjarhúsin eru lengra til hægri og sjást ekki á myndinni. Úti á lóninu sjást hins vegar laxabúr og girðingar stærstu fiskræktarstöðvarinnar hérlendis, ISNO, sem er í sameign íslenskra og norskra aðila. Mynd: Ó.H.T.

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.