Heima er bezt - 01.10.1983, Síða 37
Umsagnir um bækur
frá þessari öld er þarna furðu margt, sem
ólíkt er því, sem unga fólkið þekkir nú á
dögum, og í raun réttri er því opnaður nýr
heimur, áður lítt kunnur a.m.k. þeim sem
fæddir eru eftir síðari heimsstyrjöld.
Mundi nokkur unglingur nú láta sér til
hugar koma, hvað knúði á um búferla-
flutninga foreldra Sigurðar Helgasonar,
eða hvernig lífsbaráttan var á kotbýli
vestur við Breiðafjörð, sem Sigríður Pét-
ursdóttir segir frá. En við lýsingu hennar
mun naumast nokkurn furða á, þótt
verulegur hluti byggðarinnar á þeim
slóðum hafi farið í eyði. Þetta bindi er
meðal hinna læsilegustu í öllu safninu,
fjölbreytni meiri en í mörgum fyrri bind-
anna og frásagnarefnin áhugaverðari.
Efnismestir og skemmtilegastir þykja mér
þættir þeirra Baldvins Þ. Kristjánssonar
og Sigurðar Helgasonar, þá er og þáttur
Sigríðar Pétursdóttur hinn merkasti. en
allir þættirnir góðir og betur skráðir en
óskráðir, þótt misjafnir séu eins og vænta
má. Lýti eru það hversu nöfnum er sums
staðar brenglað, t.d. að síra Stefán Krist-
insson á Völlum er kallaður Kristinn
Stefánsson, og fleira mætti til tína. Slík lýti
eru óprýði á góðri bók og einkum vegna
þess, hversu létt er að sneiða hjá þeim ef
gát er á höfð.
Loks
fáanleg
á ný
Bragi Sigurjónsson:
GÖNGUR OG RÉTTIR I.
Akureyri 1983. Skjaldborg.
Hið mikla rit Göngur og réttir hefir nú
verið ófáanlegt um langan aldur, og því
mikill fengur að fá það í nýrri útgáfu, og
það meðan ritstjóri þess og forsjármaður
Bragi Sigurjónsson er enn í fullu fjöri til
að annast hina nýju útgáfu. Það er óþarfi
að taka fram að fjallskilin, göngurnar og
réttirnar, eru mikill og merkilegur þáttur í
búnaðar- og menningarsögu vorri, og yfir
því öllu hvílir sérstakur æfintýrablær, sem
seint mun glatast þó tímarnir breytist. Og
tímarnir hafa breyst svo undrum sætir,
síðan fyrri útgáfa bókarinnar sá dagsins
ljós, og með þeim göngurnar og réttirnar.
Tæknin hefir verið tekin í þjónustu
gangnanna, svo að menn leita nú fjár á
afréttunum í jeppum og jafnvel þyrlum,
og að loknu hverju dagsverki koma menn
saman í vistlegum skálum og njóta þar
hvers konar þæginda. Ég sakna þess, að
ekki skuli vera bætt hér við þáttum um
hinar nýju fjallleitir, þótt ekki væri nema
sem sýnishorn, svo að vér mættum kynn-
ast viðhorfum leitarmannanna til nýja
tímans, og ekki trúi ég öðru en einhverjir
séu enn á lífi, sem muna gamla tímann
með sínum frumstæða útbúnaði, hrakn-
ingum og æfintýrum. Og æfintýrin geta
gerst enn. En vel má bæta úr þessu í
framhaldi verksins, því að enn er eftir að
segja frá ýmsum þeim leitarsvæðum, þar
sem byltingin hefir orðið hvað mest.
Gömlu frásagnirnar eru sígildar, en það
geta hinar nýju einnig orðið þegar frá líð-
ur. Engu að síður er sitthvað nýtt í þessu
bindi, sem fjallar um Skaftafells- og
Rangárvallasýslur ásamt Vestmannaeyj-
um. Þar er t.d. merkileg greinargerð um
fjallskil og sögu þeirra, sagt frá brúargerð
á Jökulsá í Lóni uppi í Stafafellsfjöllum,
og síðast en ekki síst endurbyggingu
Reykjarétta á Skeiðum. Margar nýjar
myndir eru í bindinu, og einnig upp-
drættir, sem eru til stórmikilla bóta, en eru
þó naumast nógu skýrir, til að átta sig á
þeim í flýti. Nafnaskrá er aftast í bindinu,
sér yfir hverja sýslu, og er stórmikill feng-
ur að henni. Mér hefði þó þótt betra, að
skráin hefði verið ein yfir allt bindið, en
nafnaskrá við rit eins og Göngur og réttir
er í raun réttri lykill að því, ef lesandinn á
að hafa full not bókarinnar til annars en
hraðs yfirlestrar. Það er engin hætta á að
Göngur og réttir verði ekki nú sem fyrr
kærkomin bók, og hún er merkileg bók og
skemmtileg.
Leitin að lamba-
ketsbragðinu
LAMBAKJÖT
Rvfk 1983. Bókaklúbbur Almenna bóka-
félagsins.
„Lambasetan leiðist mér, en lambaketið
ekki“, segir í gamalli vísu, og seint trúi ég
því að nokkur fslendingur, sem kallast má
því nafni, fari að fúlsa við lambaketi, enda
þótt tímar og smekkur breytist, en þó mun
þýðandi bókarinnar Sigrún Davíðsdóttir
hafa rétt fyrir sér, er hún segir: „Nú hentar
gömul, hefðbundin matreiðsla á lamba-
kjöti ekki nema aðeins að litlu leyti. Það er
því ærið forvitnilegt að huga að því,
hvernig farið er með lambakjöt annars
staðar í heiminum." Þetta er það sem gert
er í bókinni, og eru þar vissulega upp-
skriftir að mörgum girnilegum réttum.
Myndir eru fjölmargar og allur frágangur
bókarinnar fallegur, svo sem efninu hæfir.
Tel ég víst að bókin verði húsfreyjum og
öðru matreiðslufólki kærkomið leiðbein-
ingarrit. Enda þótt við gömlu karlamir
kjósum heldur hina hefðbundnu mat-
reiðslu, svo við þurfum ekki að leita að
lambaketsbragðinu, þegar bitinn kemur í
munninn.
Gaman væri
að kenna þessa
íslandssögu
Lýður Bjömsson:
FRA SAMFÉLAGSMYNDUN
TIL SJÁLFSTÆÐISBARÁTTU.
Rvfk 1983. Bókaverslun Sigf. Eymunds-
sonar.
Saga fslands var löngum hálfgerð horn-
reka í íslenskum skólum í stað þess að
henni bæri heiðurssæti meðal allra skóla-
greina. Að nokkru leyti var þetta því að
kenna, að hún var kennd með almennri
mannkynssögu, sem oft og einatt þokaði
henni til hliðar. Og einnig var kennslu-
bókin ekki sem heppilegust, orðin gömul
og lítt endurbætt, þótt nýjar útgáfur
kæmu. En síðasta áratuginn og jafnvel
nokkru fyrr hefir þetta breyst til batnaðar
og nýjar bækur komið til sögunnar, og
fslandssögunni ætlaður sómasamlegur
tími í stundaskrá. Og nú er loks komin út
saga lands og þjóðar frá upphafi til sjálf-
stæðisbaráttu, eða með öðrum orðum frá
fundi íslands og fram á fyrstu áratugi 19.
aldar. Og við hana tengd saga Norður-
landa allt frá elstu tímum, og er það mikill
kostur, því að oft hefir íslandssagan verið
kennd of einangruð frá öðrum þjóðum og
það jafnvel þeim, sem vér skiptum mest
við.
Heima er bezt 341