Heima er bezt - 01.10.1983, Side 15

Heima er bezt - 01.10.1983, Side 15
andvökunóttina enn, þreytt af erfiði dagsins og áhyggjum. Ö, þessar löngu nætur sem hún vakti ein og beið, vonaði og kveið. Hún brast í sáran grát og hristist af niðurbældum ekka. Hve lengi myndi þessi martröð hvíla á henni. Kraftaverk þyrfti að ske, allt er á guðsvaldi. Er grátnum linnti reikaði hugur hennar til æskuáranna, er hún ung og saklaus lék sér í föðurgarði og sólargeislarnir léku sér í hári hennar og hún umvafin ástríki föður og móður. Ó, hversu ólíkt var líf hennar nú. Guð minn góður, því er lífið svona miskunnarlaust? Ó, þetta líf, hvað það er tilgangslítið þó öll sund lokuðust átti hún þó litlu börnin sín, hún stundi þungan. Sárust var kvöl hennar er hún á kvöldin mátti hátta litlu sólar- geislana sína og elsta telpan spurði með tárin í augunum. „Mamma, af hverju kemur elsku pabbi ekki heim?“ „Hann kemur bráðum, elskan mín,“ svaraði hún litlu stúlkunni sinni og klappaði henni blíðlega á vangann og breiddi ofan á hana. Síðan sneri hún sér undan til að dylja tárin sem brut- ust fram og þerraði þau með svuntu- horninu, svo þau blinduðu henni ekki sýn. Hún stóð við rúm litlu barnanna sinna, hún bað guð að blessa þau. Hún sá nóttina hjúfra sig að jörðinni, stjörnurnar glitruðu eins og daggar- perlur á himinhvolfinu, hún kraup niður í hljóðri bæn til alheimsföður um hjálp í neyð sinni, á hann lagði hún allt sitt traust, hann var skjól hennar og skjöldur, hún bað fyrir elsku manninum sínum, ekki efaðist hún um ást hans, hann var svo um- hyggjusamur og góður heimilisfaðir, allsgáður. En er Bakkus náði tökum á honum snerist allt við, vandamálin svo mörg, þó reyndi hún að yfirstíga þau, en nú var skelin sem hún brynjaði sig með komin að því að bresta. Þó ætlaði hún ekki að gefa upp alla von, því sá sem bíður eftir einhverju góðu bíður aldrei of lengi. Hún grét sáran, tárin runnu í stríðum straumi. Elsku maðurinn minn, því gerir þú mér lífið svona erfitt, orðin sameinuðust ekkanum hún gat ekki hugsað sér lífið án hans, hún lifði og andaði fyrir hann og börnin þeirra. Kvöl hennar fá orð ei lýst, allt talar sínu máli, hún var hljóð og hugsi, hún hlustaði á öldurnar hvíslast á í hálfum hljóðum við sandinn, síðan hörfuðu þær til baka, aftur. Nóttin var hljóð og köld, henni leið illa, henni var kalt, hún færði sig að ofninum til að verma kaldar hendurnar, síðan reikaði hún að rúmi sínu og gróf and- litið ofan í mjúka voðina og hrópaði aftur og aftur á mann sinn, hún bylti sér fram og aftur eins og hún væri að tapa vitinu. En hróp hennar heyrði aðeins þögul nóttin og litlu börnin sem vöknuðu hágrátandi, það snerti viðkvæman streng í brjósti hennar. Hún kom þeim aftur í værð og allt varð hljótt, hún hlustaði á brestina í viðnum sem brann í ofninum. Gamla klukkan tifaði á veggnum, tikk takk tikk takk. Ljósið á lampanum blikkaði og hækkaði. Máninn varpaði annar- legum bjarma á fagur tekið andlit hennar, er hún spennti greipar móti þessum velkomna gesti sem hefur verið vís að svo mörgu og gæti sagt manstu, manstu, þarna í gullnu skini mánans grét unga konan örlög sín, hún óskaði sér að vera máninn mildi skæri, sem öllum lýsti á rökkurstund, henni leið vel eftir grátinn, hún fékk útrás. En ósköp var hún þreytt, þreytt eins og litla aldan sem líður hægt að ströndinni til að leita hvíldar í faðmi jarðar eftir mikið erfiði. Ó, þú misk- unnarlausa líf. Nú var svefninn að ná tökum á henni, þessi dásemdargjöf allra er þjást, hann tók hana í faðm sinn í draumalöndin. Dró tjaldið fyrir til þess að geta dregið það frá aftur frá nýjum degi og nýjum atburðum. Dagarnir liðu, hver eftir annan, líf- ið gekk sinn vana gang. Unga konan varð æ daprari og hljóðari, það eru svo margir sem gefast upp þegar vonir þeirra bregðast, en hún ásetti sér að leggja ekki árar í bát heldur þrauka meðan hún eygði einhverja von, ró- semi hennar hjálpaði henni, hún tók ætíð vel á móti manni sínum, þegar hann kom drukkinn heim, hann var aldrei vondur, hvorki við hana né börnin, það virti hún við hann, því henni þótti vænt um hann, þrátt fyrir galla hans, aldrei talaði hún til hans styggðaryrði. Þögn er gull, orð eru blý. Áfram hélt hann sínum hætti, stund- aði flöskuna og var flestar nætur í burtu, oft óttaðist hún um hann að hann færi sér að voða, þegar dimmast var. Djúpur skurður var skammt frá heimili þeirra sem spýta var lögð yfir, þetta óttaðist hún mest, eitthvað hug- boð hafði hún um að þarna leyndist hætta. Svo síðla hausts á stjörnubjartri nótt, seig höfgi á brá hennar, henni leið eitthvað svo vel, henni fannst eins og mjúk hlý hönd lögð á öxl sér og hvíslað í eyra sér, gefstu ekki upp, lifðu lífinu, það fór hlýr straumur um hana alla, hún þekkti þessar hlýju hendur og þennan milda róm, mamma, mamma, hvíslaði hún út í tómið, hún var ekki ein, hún beið manns síns með óþreyju, aldrei hafði hann komið svona seint, hún ætlaði að bæla sig niður í hlýja mjúka voð- ina, því kalt var inni og dautt í ofnin- um og langt finnst þeim er bíður. En allt í einu berst hróp að eyrum hennar, skerandi, nístandi, guð minn góður, hún hendist fram úr rúminu í ofboði, nú skynjar hún allt, aftur er hrópað, nú þekkir hún rödd manns síns. Guð hjálpaðu mér, hrópar hún í örvæntingu, hann hefur fallið í skurðinn, hún hlúir að bömunum og þýtur út í ofboði í áttina að skurðin- um, þar sem maður hennar liggur ósjálfbjarga í skurðinum, hann hafði fallið út af spýtunni sem lá yfir hann. Hann var ofurölvi og gat sig hvergi hrært. Til allrar guðs lukku var lítið vatn í skurðinum, annars hefði farið verr og ungi maðurinn ekki þurft að kemba hærurnar. Fleiri en kona hans heyrðu hrópin í honum og komu henni til hjálpar. Unga manninum varð mikið um þetta, þó meiddist hann ekki alvar- lega, en taugar hans létu sig og var hann lengi ekki mönnum sinnandi, þetta tók á konu hans, en hún stóð sig sem hetja. Þarna urðu snögg þáttaskil í lífi þeirra. Eftir þessa örlagaríku nótt var hann reynslunni ríkari. Nú endurheimtu þau hvort annað, gæfusól þeirra reis á ný, hamingjan brosti við þeim. Nú var vor í sál ungu konunnar, hið langþráða vor, en það var haust, þannig getur allt snúist til betri vegar með guðs hjálp. Nú voru þau sátt við lífið, það hafði boðið þeim bæði rósir og þyrna, mikil var gleði barnanna sem voru farin að stálpast, nú endur- heimtu þau elsku pabba sem var svo góður. Ungi maðurinn vafði konu sína örmum. Elsku vina, getur þú fyrirgef- ið mér? Rómur hans var blíður og biðjandi, hann beið eftir svari, hún leit á hann geislandi augum. Já, elsku vinur. Hún lyfti sér á tá, lagði hend- urnar um háls hans og hvíslaði í eyra hans: „Ég á allt meðan ég á þig.“ Jóna Guðrún Vilhjálmsdóttir, Lundi. Heimaerbezt 323

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.