Heima er bezt - 01.10.1983, Side 31
Fyrir aldamótin síðustu gerðu menn
sér fyllilega ljóst hver bölvaldur
áfengi var og er, og eflaust hefur ver-
ið mikið um það rætt, hvernig forða
mætti heimilum frá þessum vágesti,
og koma í veg fyrir að áfengisneysla
breiddist út. í Öslandshlíð varð ár-
angur þessara viðræðna sá, að árið
1898 var stofnað þar bindindisfélag,
sem hlaut nafnið Tilreyndin. Eftir
aldamótin hófst hin öfluga hreyfing
ungmennafélaganna, og þá komu
fljótlega fram raddir um, að Til-
reyndin yrði gerð að ungmennafélagi.
Urðu miklar umræður innan félagsins
um þetta mál. Það sem helst bar á
milli var það, að ungmennafélögin
höfðu ekki bindindisheit. Að lokum
var gerð sú sætt, að Tilreyndin yrði
ungmennafélag með bindindisheiti.
Jafnframt var nafni félagsins breytt,
og hefur það síðan heitið „U.M.F.
Geisli“.
Frá upphafi mun félagið hafa verið
allfjölmennt og starfað af miklu fjöri.
Fyrst framan af voru fundir haldnir í
rúmgóðum baðstofum, en fljótlega
Unglingaskóli íHlíðarhúsi 1935.
1. Auður Gísladóttir.
2. Guðrún Jónsdóttir.
3. Guðbjörg Þórhallsdóttir.
4. Aðalbjörg Guðmundsdóttir.
5. Gunnar Loftsson.
6. Sigurbjörn Stefánsson.
7. Gísli Jónsson.
8. Páll Júlíusson.
9. Halldór Jónsson.
10. Sigurður Gíslason kennari.
11. Karitas Bjarnadóttir.
12. Steinar Þórðarson.
13. Halldór Antonsson.
14. Ragnar Gíslason.
15. Rögnvaldur Jónsson.
16. Árni Guðmundsson.
17. Ingibjörg Sæmundsdóttir.
18. Rögnvaldur Möller.
19. Ragnheiður Jónsdóttir.
var hafist handa með húsbyggingu, og
byggt lítið hús á Marbælismelum, al-
veg miðsveitis, og hlaut það nafnið
Hlíðarhús. I húsinu var gangur inn
með suðurstafni, og í enda hans voru
bækur Lestrarfélagsins geymdar. Að
öðru leyti var húsið ein stór stofa,
þiljuð innan með panel. í þessari stofu
var barnakennsla í mörg ár, þar voru
einnig haldnar danssamkomur, fund-
ir og smáleiksýningar, og skemmti
fólk sér vel, þó oft væri þröngt á gólf-
inu.
En svo kom að því að þetta litla hús
þótti þrengja að starfseminni, og var
þá brotist í að reisa nýtt hús, rétt fyrir
sunnan fyrra húsið. Nýja húsið er úr
steinsteypu, tvær hæðir, neðri hæðin
að nokkru niðurgrafin, voru þar
geymslur og innréttaður lítill fundar-
salur, sem jafnframt var skólastofa.
Efri hæðin var svo einn salur, sem í
fyrstu var notaður til samkomuhalds
og dansleikja, þó óinnréttaður væri.
Nýja húsið var vígt með viðhöfn í
ágúst 1926, og þótti þá hið myndar-
legasta í alla staði. Salurinn var svo
klæddur innan með masonite árið
1933, og enn síðar voru settar í hann
viðarþiljur og rafmagnshitun.
Fundir í félaginu voru haldnir
nokkuð reglulega á vetrum, en á
sumrin var venjulega farið í berjaferð,
eða dagsferðir eitthvað um nágrennið.
Á fundunum skorti aldrei umræðu-
efni, og stundum varð allheitt i kol-
unum, er menn greindi á um leiðir, en
allt var jafnt þegar upp var staðið.
Stundum voru lagðar spurningar fyrir
einstaka fundarmenn og urðu þeir þá
oftast að svara á staðnum. Oftast var
dansað dálitla stund að loknum
fundum, en líklega hefði músíkin þá
ekki fallið nútíðinni í geð, en gleði
skein af hverri brá, og þá var tilgang-
inum náð.
Jólatré var haft um hver jól, var
notað heimasmíðað jólatré, allstórt
með mörgum greinum, og fyrir hver
jól fóru nokkrir félagar og rifu sortu-
lyng og eini til að vefja um greinarnar.
Óft var þetta kaldsamt verk, en launin
voru líka mikil: Gleði- og undrunar-
svipurinn á andliti litlu barnanna var
sannarlega þess virði að nokkuð væri
lagt á sig.
Félagsblað var í gangi, og hét það
Geisli, eins og félagið. Blaðið var í
bókarformi, ritstjórinn færði aðsent
efni í bókina, og síðan var það lesið
upp á fundum. Kenndi þar margra
grasa, allt frá alvarlegum ritgerðum
og kvæðum til gamansagna og tæki-
færisvísna. Ótrúlega margir sendu
blaðinu efni, og í því má eflaust finna
fTumsmíði ýmissa góðra manna á rit-
vellinum. Vitanlega var misjafnt
hversu mikið efni barst í blaðið fyrir
hvern fund, en alltaf var það eitthvað,
og þess var beðið með eftirvæntingu,
að blaðið væri lesið upp.
Opinberar skemmtanir voru
haldnar einu sinni eða tvisvar á ári í
fjáröflunarskyni. Var vandað til
þeirra eftir föngum. Stundum voru þá
fengnir góðir ræðumenn til að flytja
erindi (því þá kunni fólk að hlusta), en
algengast var að sett væru á svið leik-
rit. Furðu stór leikrit komu til greina,
þó æði erfitt væri að skipta um leik-
svið á sléttu gólfi, og húsrými leyfði
ekki, að leikendur væru margir, en
samt var það gert. Leiksviði var slegið
upp í enda hússins nær inngangi, og
þannig gerð lítil stofa. Fortjaldið var
úr samansaumuðum lökum, og þegar
leikararnir voru svo búnir að setja á
sig heimagerðar hárkollur, líma á sig
gerfiskegg, sverrn augabrýrnar með
sviðnum korktappa, lita vanga og
varir með bréfi utan af Lúdvig Davíðs
kaffibæti, og komnir í einhver sérstök
föt, gat leiksýningin hafist. Ófull-
kominn útbúnaður, lítt vanir en góðir
leikarar, enginn leikstjóri, —en þarna
var leikið fyrir þakkláta áhorfendur,
sem nutu sýninganna, og fjölmenntu
venjulega. Aldrei var sama leikritið
sýnt nema einu sinni, enda þekktist þá
ekki að fara á aðra staði með leiksýn-
ingar. Meðal leikrita, sem sýnd voru í
Hlíðarhúsi má nefna „Karlinn i kass-
anum“, „Húrra, krakki“, „Stroku-
fanginn“, „Happið“, „Grái frakk-
inn“, o. fl., o.fl.
Tvisvar kom það fyrir að heppilegt
Heima er bezl 335