Heima er bezt - 01.10.1983, Side 34
Ásdís fór flest sumur til Reykjavík-
ur til að „flikka sig upp“, eins og hún
orðaði það. Hún kvaðst verða að
fylgjast með tízkunni, og það væri
ekki hægt í þessari bæjarholu norður
við Húnaflóa. Árni skipti sér aldrei af
ferðum hennar eða fatabraski. Hann
vissi aðeins, að öll laun hans gengu til
heimilisins nema það lítið, sem hann
keypti sér af bókum. Nú jæja, hann
hafði þó fæði, húsnæði og föt. Vaninn
breiddi blæju sína yfir tilgangsleysi
lífsins.
En svo kom þetta fyrir, að hann
fékk frí, frí í tíu daga. Óstjórnleg
löngun greip hann til þess að njóta
lífsins og losa sig við allt þetta hvers-
dagslega. En nú skyldi Ásdis taka upp
á því að vilja fara með honum? Nei,
það mátti ekki ske. Hann varð að vera
laus og liðugur þessa daga. Hann varð
að beita hana brögðum, láta hana
ekkert vita um ferðina, fyrr en á síð-
ustu stundu.
s
kJvo pantaði hann farið.
Þegar þau höfðu borðað um kvöldið,
segir hann allt í einu: „Heyrðu góða,
ég ætla að bregða mér til Reykjavíkur
í fyrramálið með ferð, sem fellur suð-
ur.“ Ásdís var að bera fram af borð-
inu, og það lá við að hún missti disk-
ana niður.
„Þú til Reykjavíkur, og það í fyrra-
málið, og lætur mig ekki vita þetta
fyrr. Gat þér ekki dottið í hug, að mig
langaði til að fara líka?“
„Ojú, en þetta bar svo brátt að,
karlinn bauð mér frí og vildi að ég
færi strax. En getur þú ekki annars
komið með?‘
„Hvernig talar þú, maður, heldur
þú að ég geti farið óviðbúin til höfuð-
staðarins. En sú ónærgætni. Svona
getur enginn talað nema karlmaður,
og hann ekki af bezta tagi.“
„Þú hefðir átt að sjá það fyrr.“
„Hvað ætli ég hafi vitað, hvernig þú
varst. Eða ætli nokkur kona viti,
hvernig maðurinn er, fyrr en hún hefir
gifzt honum.“
Árna datti hug að segja, að það
myndi nú vera kaup kaups, en hann
gerði það ekki. Nú yrði hann að reyna
að blíðka hana.
„Ég gæti ef til vill útvegað þér eitt-
hvað fyrir sunnan, sem þig vantar?“
Ekkert svar. „Til dæmis hatt?“
„Vist vantar mig hatt,“ kom frá
glugganum. „En þú getur ekki valið
hann?“
„Geturðu þá ekki skrifað einhverri,
sem þú þekkir?“
„Ójú, ég gæti skrifað henni Veigu,
hún veit hvaða stærð ég þarf, og hún
hefir smekk.“
„Já, gerðu það, og ef það er eitthvað
fleira, sem þig vantar.“
Árni flýtti sér út úr dyrunum, og um
leið renndi hann augum að snögunum
í anddyrinu. Hann taldi í fljótu bragði
fjóra hatta, sem Ásdís átti, og honum
var ekki grunlaust að þeir væru fleiri
til. En hvað um það, nýr hattur virtist
nú ætla að verða sáttasemjari á milli
hjónanna í þetta sinn.
D aginn eftir lagði Árni
af stað með bíl til Reykjavíkur. I
brjóstvasanum hafði hann bréf til
Sólveigar hattasölukonu, þar sem frú
Ásdís pantaði hatt eftir nýjustu tízku,
ásamt slatta af ýmsum fegrunarmeð-
ulum og þrjú pör af silkisokkum.
Árni skemmti sér ágætlega þessa
daga, sem hann dvaldi í höfuðstaðn-
um. Og hann gerði það, sem hann
hafði ekki gert í mörg ár. Hann fór á
túr með einum kunningja sínum og
komst uppí sjöunda himinn, meðan
áhrifin vöruðu. Reyndar sökk hann
nokkuð langt niður á eftir, en samt
fannst honum, að þetta hefði borgað
sig, svona í eitt skipti. Annars var það
ekki vani hans að drekka, því raunar
var hann í stúku þarna norður frá í
þorpinu. Síðan náði hann í hentuga
skipsferð norður, einmitt þegar tveir
dagar voru eftir af fríinu, með við-
komu á ísafirði.
Hann fór um borð að kveldi með
ferðatösku og staf í annarri hendi, en í
hinni hélt hann á hattöskjunni. Hann
kom sér fyrir með dót sitt á öðru far-
rými, gekíc síðan aftur upp á þilfar og
naut kveldblíðunnar og hins undur-
fagra útsýnis, á meðan skipið sigldi út
á milli eyjanna. Þá fór hann niður og
svaf rótt alla nóttina og vaknaði ekki
fyrr, en skipið var að leggjast við fest-
ar á ísafirði. Árni flýtti sér á fætur og
fór strax í land til að hitta skólabróður
sinn. Með honum var hann síðan all-
an daginn, og seint um kveldið fylgdi
hann honum um borð. Árni háttaði
strax og sofnaði. Áður hafði hann
beðið einn skipverja að vekja sig,
þegar komið væri að Hornbjargi.
„Þess þarf ekki, við flautum, svo
allir vakna,“ svaraði maðurinn.
-tað var líka orð að sönnu.
Klukkan 4.30 vaknaði Ámi við sker-
andi blásturshljóð. Hann flýtti sér upp
á þiljur. Þar mætti honum hátíðleg
sjón. Aðeins nokkra faðma frá skipinu
gnæfði klettaborgin hrikalega og
undurfagra. Hann hallaði sér fram á
borðstokkinn og starði frá sér numinn
á þessa a tignarlegu sjón. Allt bjargið
moraði af fugli, sem sat á bergsyllun-
um, flögraði til og frá og bylti sér í
sjónum umhverfis skipið.
Allt í einu fannst Árna einhver
standa við hliðina á sér. Líkast var
eins og færi um hann rafmagns-
straumur. Hann sneri höfðinu örlítið
til hliðar, og það stóð heima. Skammt
frá honum stóð stúlka, sem hallaði sér
fram á borðstokkinn og horfði til
lands. Árna fannst hann kannast við
vangasvipinn. Nú sneri hún höfði ör-
lítið til hliðar í áttina til hans. — Her-
dís! —Já, það var hún!
Þarna stóð hún, fögur og tíguleg, í
peysufötum, hálfbjartar hárlykkjurn-
ar langt niður á bak, og langsjal laus-
lega kastað um herðarnar. Þau
þekktust jafnsnemma, hún varð fyrri
til að heilsa: — „Nei, Árni, komdu
sæll.“
„Komdu sæl, Herdís.“
„Kemur þú frá Reykjavík?“ spyr
hún.
„Já, en þú?“
„Já, ég kem líka þaðan.“
„Hefir þú komið suður fyrr, síðan
þú varst í Kennaraskólanum?“ spyr
hann.
Hún hló við. „Já, ég held nú það, ég
fer suður nærri hvert sumar, ýmist á
kennaraþing eða kvennafundi. Nú
var ég á landsfundi kvenna sem full-
trúi.“
„Á landsfundi kvenna?“ tók hann
upp eftir henni. „Hvaða samkoma er
nú það?“
„Nei, veiztu það ekki, Árni ? Þar er
rætt um réttindi kvenna og ýmis mál,
sem kvenfólkið varðar sérstaklega.“
„Nú, um réttindi kvenna, mig
minnir, að þær fengju öll möguleg
réttindi hérna um árið, eða var það
ekki svo? Hvað er það þá, sem þær eru
óánægðar með?“
„Heyra má, að þú fylgist ekki vel
með þessu, Árni. Áð vísu fengu þær
kosningarétt og fleira, svo það á að
heita í orði kveðnu, að jafnrétti ríki á
milli karla og kvenna. Én þetta er því
miður meira í orði en á borði. Karl-
mennirnir gera lítið til þess, að þær
338 Heima er bezl