Heima er bezt - 01.10.1983, Side 25

Heima er bezt - 01.10.1983, Side 25
,,Hver sagði: ,,Freistingarnar eru til þess að falla fyrir þeim“?“ stærri pokann, og átti þá eftir að fá víxilinn nokkrum sinnum fram- lengdan, svo að notað sé rósamál, sem vel á við bankamann. Hann vann all- marga, gott ef hann fór ekki ósigraður út um vorið. Þori raunar ekki að full- yrða það. Þegar þetta var, átti ég heima í Þykkvabæ og stundaði kennslustörf. Kunningi minn og samstarfsmaður við skóla á þessum stað um tvo vetur, Geir Sigurðsson frá Skerðingsstöðum, orti eftir viðureign okkar Halldórs: Féll með heiðri fróður karl, fjör í andans glóðum. Ennþá kóngur eða jarl er á gömlum slóðum. Óstöðvandi Ólafsson alveg laus við hrokann. Lengi kappans lifi von; lét í stœrri pokann! Halldór er Dalamaður, stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík 1950. Voru þar skólafélagar hans eins og Árni Gunnarsson skrifstofustjóri í menntamálaráðuneytinu, Þrándur Thoroddsen þýðandi og kvikmynda- gerðarmaður, Rósa Þorbjarnardóttir endurmenntunarstjóri Kennarahá- skólans, sr. Sigurður Haukur Guð- jónsson, Haukur Haraldsson kennari á Bifröst, Jón Helgason landbúnaðar- ráðherra í Seglbúðum, Erlingur E. Halldórsson rithöfundur, Matthías Johannessen ritstjóri og skáld, og Einar Benediktsson sendiherra. Þessi upptalning held ég hljóti að nægja. Á_________ Austurlandi Og þá er komið að því að geta um síðustu spurningakeppnirnar, sem ég hef tekið þátt í fram að þessu. Það var s.l. vetur, að ég var beðinn að keppa í hópi Borgfirðinga eystri á vegum Ungmenna- og íþróttasambands Austurlands. Keppnin fór fram í samkomuhúsi þeirra í Hróarstungu, er nefnist Tungubúð. Snoturt sam- komuhús, nýlega tekið í notkun. Auk Borgfirðinga kepptu þarna sveit frá Jökulsárhlíð, Hróarstungu, Jökuldal og úr Hjaltastaðaþinghá. Þarna var margt fólk mætt úr nefndum sveitum til að fylgjast með keppninni. Ásamt mér kepptu fyrir Borgar- fjarðarhrepp: Dagur Bjömsson verk- stjóri og Jón Sigurðsson bóndi á Sól- bakka. Keppt var í tveimur lotum og sex spurningar í hvorri. Að lokinni fyrri lotu höfðum við 4 stig, en þeir hæstu höfðu 4'/2 stig. Sigurhorfurnar voru því ekki glæstar hjá okkur að sinni. 1 hléinu kvað ég nokkrar vísur undir tveimur stemmum og var góður rómur að því gerður. Hófst nú seinni lotan. Sumar spurnmgarnar voru býsna sniðug- lega samdar. Spurt var t.d. hver auglýsti aftan á kilinum á síma- skránni. Því gat ég svarað. Það er Búnaðarbankinn. Einnig var spurt um það, hverjir væru sýslumenn og bæjarfógetar innan Múlasýslna. Það sem felldi suma þar var, að þeir rugl- uðu saman bæjarstjórum og fógetum. Þegar upp var staðið úr síðari lotu höfðum við Borgfirðingarnir svarað öllum spurningunum, sex að tölu, rétt. Þá höfðum við alls fengið 10 stig og þar með unnið. Enginn fær lýst sigur- gleðinni, sem gagntekur mann þegar vel gengur. Og fátækur er sá, sem aldrei hefur fundið til neinnar sigur- gleði í lífinu. Verðlaunin, sem okkur voru búin, voru slípaðir steinar, egg- laga, með áletrun og merki UIA, unnir hjá Álfasteini í Borgarfirði. Smekklegt og gaman að eiga til minja. Næst urðum við að mæta til loka- keppninnar í Staðarborg í Breiðdal. Það var ekki jafn spennandi keppni, vegna fyrirkomulags þess, sem viðhaft var. Þannig var, að hóparnir, sem nú voru fjórir aðeins, vegna forfalla þeirra er koma áttu úr Neskaupstað, voru settir niður í hólfum á sviði fé- lagsheimilisins. Fengum við stafla af blöðum í hendur, sem við áttum að svara spurningunum. Að lokinni um- ferð hverri safnaði spyrjandi blöðun- um saman og las svörin í hljóðnema. Alls voru spurningarnar 25 á þessum stað. Þegar upp var staðið reyndust Seyðfirðingar og Fáskrúðsfirðingar (sveitin) vera jafnir að stigum, eða með 17'/2 stig hvorir. Við höfðum 17 stig. Var nú haldið áfram keppni milli hinna tveggja hópa og bætt við fimm spurningum. Ekki nægði það. Enn voru þeir jafnir að stigum. Og enn var bætt við þremur spurningum. Það fór á sömu leið og fyrr. Að lokum var varpað hlutkesti. Þá fengust loks úr- Þátttaka mín í spurninga- keppnum liðnatvo áratugi slit. Kom upp hlutur Fáskrúðsfirð- inga. Þeir höfðu sem sagt sigrað, þótt langsóttir yrði sigurinn. Því miður urðu nokkrar deilur í lokin út af hinum og þessum spum- ingum og svörum við þeim. Virtist sem ekki hefði verið um einhlít svör að ræða alls staðar eða spurningarnar ekki verið nógu markvissar. Það er vandi að semja spurningar. Ekki má henda, að svarið geti orðið nema eitt. Hálft svar má helst ekki koma til greina. í hléi kvað ég, leikflokkur úr Breiðdal flutti ledcþátt og Ingimar Sveinsson skólastjóri á Djúpavogi flutti frumortar vísur. Og þá hef ég tíundað þátttöku mína í spurningakeppnum á s.l. tveimur áratugum og þakka lesendum fyr- ir mig. Vona að þeir hafi eitthvert gaman haft af og hafi rifjað upp gamlar stundir. ,,Hver auglýsir á kilinum á síma- skránni?“ Heima er bezt 329

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.