Heima er bezt - 01.10.1983, Blaðsíða 36

Heima er bezt - 01.10.1983, Blaðsíða 36
Umsagnir um bækur Goít verk nýs höfundar: Harmsaga listamannsefnis og aldarfarslýsing Valgarður Stefánsson: EITT RÓTSLITIÐ BLÓM Akureyri 1983. Skjaldborg. Nýr höfundur kveður sér hljóðs með merkri bók, þar sem hann tekur sér fyrir hendur að segja sögu listamanns, sem löngu er gleymdur, og var raunar „rótslit- ið blóm“ áður en það gæti opnast. Lista- maður eða ef til vill réttar sagt lista- mannsefni, þetta var Skúli Skúlason, Ak- ureyringur, sem lést í eymd og örbirgð 1903. Heimildirnar um Skúla eru fáar og smáar, gætu líklega allar rúmast á einni blaðsíðu, en Valgarður hleður utan á þessa litlu beinagrind staðreynda læsilegri sögu, svo að lesandinn finnur ekki annað en hér sé rakin sönn saga þessa unga manns. Og ef til vill tekst honum þetta best, vegna þess hve frásögnin er látlaus og einföld. Engir vafningar né útúrdúrar, Ekkert óþarft skraut né skrúðmælgi. Saga Skúla Skúlasonar er harmsaga, raunar meiri en títt er. Af því litla, sem heimildir herma er ljóst, að hann hefir verið gæddur góðum gáfum listamanns, og það hafa þeir séð, sem lögðu honum liðsyrði og studdu að því að hann hlyti námsstyrk frá Alþingi, sem þá var næsta fátítt. Eiga þeir K-lemens Jónsson og Jón frá Múla heiður skilið fyrir framkomu sína. En Skúli hefir verið veiklundaður um of, heilsa hans einnig á veikum þræði, og heimsborgin Kaupmannahöfn orðið honum ofurefli eins og mörgum fleiri. Því fór sem fór, nám hans fer út um þúfur og hann kemur með skip sín brotin hingað heim til Akur- eyrar og deyr nokkru síðar í fyllsta um- komuleysi fyrir 80 árum. Lífsferill Skúla er vitanlega meginefni sögunnar en utan um vefst einnig nokkur aldarfarslýsing frá Akureyri um aldamótin síðustu og getið þar nokkurra merkra manna á fróðlegan hátt. Valgarður hefir unnið hér gott verk, og mætti góðs af honum vænta, ef hann legði meiri stund á sagnagerð. Merkileg bók og skemmtileg ARBÓK AKUREYRAR 1982. Akureyri 1983. Bókaforlag Odds Björnssonar. Þá er Árbók Akureyrar orðin þriggja ára, og bráðum fer hún að slíta barnsskónum til fulls og verða jafn öruggur gestur hjá oss og jól og nýjár. Nýr ritstjóri, Ólafur H. Torfason, hefir tekið við ritstjórninni og ferst það vel úr hendi. Árbókin er sem fyrr fallega frá gengin og flytur greina- góðan annál um það sem markverðast hefir gerst á Akureyri árið 1982, bæði í almennum fréttaþætti og yfirlitsgreinum um einstök mál og málaþætti, sem rit- stjórinn skipar í eftirtalda flokka: Sam- félagið, Atvinnuhættir, Menning, Iþróttir og tómstundir og Or kirkjubókum. Ýmsir undirkaflar eru síðan í hverjum þætti um sig. Þannig fjallar Samfélagið um heil- brigðismál, félagsmál og stjórnmál, er þar t.d. greinagott yfirlit um bæjarstjórnar- kosningar og stjómskipun bæjarins. Úr kirkjubókunum flytur dánarskrá og skrá um fermingarbörn. Allt sem Arbókin flytur er glöggt og greinagott og flest af því tagi, sem til tíðinda má telja, enda þótt mér þyki óþarflega margt til tínt um svo- kölluð menningar- og íþróttamál, en það þykir vafalaust öðrum merkilegt lesefni, og allt til samans gefur það góða mynd af lífinu í bænum s.l. ár. Arbókin er bæði skemmtileg og gagnleg og aðstandendum sínum til sóma. Og vonandi sjá Akureyr- ingar fjær og nær sóma sinn í því að taka þannig á móti henni, að hún megi verða árlegur gestur. Nágrannahéröð vor hafa gefið út myndarlegar árbækur nú um langt skeið, það væri því til lítillar sæmdar Akureyringum, ef slíkt rit gæti ekki dafn- að meðal þeirra. En á eitt vandamál vildi ég benda, og það er að gæta þess að bókin verði ekki of stór. Þar er ritstjóranum vandi á höndum að þjappa efninu saman innan hæfilegrar umgerðar. Meitlað form Guðmundur Þorsteinsson frá Lundi: LJÓSBROT. Akureyri 1983. Bókaforlag Odds Björns- sonar. Guðmundur frá Lundi leggur á margt gjörva hönd. Hann hefir skrifað um göm- ul vinnubrögð og þjóðhætti, samskipti manna og dýra, dulræn fyrirbæri og ort ljóð. Hér sendir hann frá sér dálítið kver með orðskviðum, sem hann hefir samið flesta, en orðfært suma. Orðskviðir eru ævafornir meðal þjóðanna, og margir hinna fornu spekinga settu fram kenning- ar sínar í formi orðskviða, og bókmenntir vorar og tunga er býsna auðug af þeim, en ekki er mér kunnugt að nokkur nútíma íslendingur hafi notað slíkt tjáningarform. I þessu litla safni, orðskviðirnir eru rösk- lega 300, er víða vel að orði komist, en orðskviðir verða að hitta í mark líkt og vel kveðin vísa, ef þeir eiga að koma að gagni. Guðmundur setur hér fram lífsskoðun sína og siðfræði af alvöru og ábyrgð. Og mega margir orðskviða hans verða les- andanum umhugsunarefni og til eftir- breytni. Hefir honum víða vel tekist að tjá skoðanir sínar í hinu meitlaða formi orðskviðanna. Kverið er fallega út gefið. Fjölbreytnin meiri, efnið áhugaverðara, — eitt læsilegasta bindið Erlingur Davíðsson: ALDNIR HAFA ORÐIÐ. Akureyri 1983. Skjaldborg. Þetta er 12. bindi viðtalsbóka Erlings Davíðssonar og flytur það sjö viðtalsþætti eins og hin fyrri. Safnið í heild er löngu orðið merkilegt fyrir að flytja æfiþætti og atburði úr sögu hins fjarskyldasta fólks, í stétt og störfum. I þessu bindi er elsti við- mælandinn fæddur 1891, annar 1896, en hinir eru börn þessarar aldar, sá yngsti fæddur 1917. Tvær konur eru í hópnum og halda vel hlut sínum við hlið karlanna. Þótt kalla megi að allar frásagnimar séu 340 Heima er bezl

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.