Heima er bezt - 01.10.1983, Side 9
„Ásbyrgi er dýrlegasta sönghöll í heimi" sagði dr. Páll ísólfsson. Björg færðist öll í aukana á þessum helgistað, fór með kveð-
skap og benti mér á andlitið sem liggur á klettabrúninni, til vinstri á myndinni. Mynd: ó.h.t.
voru gerð heyrinkunnug, og þá varð þessu nú ekki lengur
leynt hér í sveitinni, þvi fólkið heyrði símtalið!
Rétt fyrir jólin fékk ég svo bréf frá Páli ísólfssyni þar sem
hann tilkynnti mér sigurinn formlega. Daginn eftir að ég
fékk þá tilkynningu spilaði ég við jarðarför, það var systir
mín sem var jörðuð. Svona getur þetta stundum verið, ólík
atvik sem liggja saman... En þannig hefur mér nú verið
farið, að mér hefur ekki þótt neitt verra að vera við hljóð-
færið, þótt einhverjir mér nákomnir væru jarðaðir. Bara
betra að hafa eitthvað við að vera.
Skemmtilegast er hygg ég að spila á jólum, páskum og
hvítasunnu. Yfirleitt ræður presturinn sálmunum, en ég get
borið fram mínar óskir og hafa þær yfirleitt verið vel teknar
til greina. Síðan námskeiðin hófust hef ég fengið svo mikil
ljósrit af ýmsum fallegum verkum. Fyrir jólin í fyrra höfð-
um við í fyrsta skipti aðventukvöld í Garðskirkju. Þar
skiptist á orgelleikur, söngur og upplestur. í lokin sungum
við Heims um ból, og þá var slökkt á rafljósunum og bara
höfð kertaljós. Hver maður hélt á sínu kerti.
Ég ferðast alltaf talsvert, en ek ekki bíl sjálf. Ég er t.d. sótt
þegar halda skal æfingar í kórnum. Ég er nú orðin sjötug og
held ég læri ekki á bíl héðan af. Ekki held ég þó, að aldur-
inn sé farinn að há mér. Og svo lengi lærir sem lifir, það
finn ég á orgelleiknum, hann er alltaf einhverjum breyt-
ingum undirorpinn eftir því sem tíminn líður.
Eg hef aðeins brugðið því fyrir mig að semja tónlist. Bæði
eru það sálmalög og annars konar lög. Eitt þeirra var flutt á
skemmtikvöldi í Aratungu í tengslum við námskeiðið í
sumar. Lagið er við gamalt vers, en höfundur þess texta er
mér algerlega ókunnur. Versið kemur fyrir í sögunni
„Fífukveikur“ eftir Guðmund á Sandi. Þar er sagt frá 10
ára stúlku, sem var einangruð í 9 eða 10 vikur í Keflavík hjá
Gjögri. Faðir hennar var dáinn í framhýsi og þegar menn
komu að bænum fenntum fannst stúlkan þarna inni. Hún
var að prjóna og hafði yfir þetta vers:
Maríusonur, mér er kalt,
mjöll af skjánum taktu.
Yfir mér alltaf vaktu.
Lánið bœði og lífið er valt,
Ijós og myrkur vega salt.
1 lágu koti á Ijóstýrunni haltu.
Þetta var víst sannsögulegt atvik, því það er sagt frá því í
annálum. Sagan er í 3. bindinu í ritsafni Guðmundar. Og
Heimaerbezt 317