Heima er bezt - 01.10.1983, Qupperneq 26

Heima er bezt - 01.10.1983, Qupperneq 26
Sigtryggur Símonarson: Eggin Ég var 7 ára gamall þegar sá skrítni atburður gerðist, sem ég segi hér frá. Þetta skeði snemma sumars, eöa stuttu fyrir túnaslátt, á æskuheimili mínu öl- versgerði í Saurbæjarhreppi. Þar bjó þá faðir minn, sem einbúi, að vísu með mig í uppeldi og eftirdragi. I’ fjósi hafði hann tvær kýr, þó að það rúmaði reyndar þrjár. Á auða básnum beið nú ungur kálfur skapadægurs síns. í fjós- inu voru einnig fjórar hænur, allroskn- ar. Þetta voru íslenzkar hænur, enda útlend hænsnakyn áreiðanlega lítt þekkt hér á landi, á þeim tíma, að minnsta kosti í sveitum. Ein var dökk- grá, önnur Ijósgrá, þriðja svört og sú fjórða, hún Móra, var móbrún að lit. Mér þótti vænst um Móru. Hún var svo rólynd og auk þess bezta varphænan. Það var alsiða í þá daga að hafa hænsn ífjósum. Ekki var það þrifnaðarauki, því að auðvitað gerðu blessaðar púddurn- ar þarfir sínar hvar sem var, jafnvel á bökum kúnna. Hænurnar verptu í hreiður, sem var í jötunni fram undan auða básnum. Ég er viss um að pabbi hafði þessar hænur mest mín vegna og hefði vafalítið verið búinn að lóga þessum gamlingjum ef það hefði ekki komið til að mér var nokkuð brugðið, frá venju. Ég sem hafði jafnan verið matlystug- ur var nú orðinn lystarlítill og fannst fátt gott í munni. Einhverjir kunningjar pabba ráðlögðu honum að hræra sam- an egg og rjóma, meö svolitlu af sykri, og töldu að slíkt hnossgæti myndi fljótt valda breytingu til bóta á bröggun gemlingsins. Lítið varð þó úr rjóma og eggjaeldi mínu og man ég samt vel hve mér fannst þetta dásamlega gott í fyrstu. En lystin þvarr fljótt og fyrr en varði var svo komið að ég mátti ekki til þess hugsa að bragða á þessum af- bragðsrétti. Lystarleysi mitt varð viðvarandi og veturinn eftir tók eitill, sem ég hafði á hálsi að stækka hægt en jafnt. Því var það að vorið 1923 varð ég að fara á Akureyrarsjúkrahús, þar eð Steingrím- ur Matthíasson kvað upp þann dóm að hér myndi um berkla að ræða. Hann skar í eitilinn og hafði mig í röntgen- geislum nokkurra vikna skeið. Sem áður segir voru hænurnar gamlar og varp þeirra var lítið, en þó vafalaust gott ef miðað var við aldur þeirra. Vegna lystarleysis míns á afurðum þeirra kom fyrir að smáforði safnaðist af eggjum. Þau geymdi pabbi í hillu í litlum vegg- skáp í búrinu, og ef hún rúmaði ekki framleiðsluna lét hann afganginn í handraða búrkistunnar, sem komin var á ystu nöf æfinnar, aldurs vegna. Það var áreiðanlega einstakur viðburður ef allar hænurnar verptu sama daginn, enda þá kannske lítið eða ekkert varp daginn áður, eða næsta dag. Nú var önnur kýrin borin og kálfurinn beið dauða síns, vonandi óvitað. Hann hafði verið settur á auða básinn, bundinn reiptagli um háls og bandið fest við jöt- una. Nú var búið að ala hann á aðra viku ög einn sólbjartan morgun ákvað pabbi að slátra honum, að loknum morgun- verði. Ég fylgdist með honum ífjósið og varð næsta hissa, er ég sá að fjögur egg voru íhænsnahreiðrinu. Þess var vel gætt daglega og alveg víst að þau gátu ekki verið frá gærdeg- inum. Pabbi virtist líka verða hálfhissa á svo óvenjugóðu varpi, en sagði: „Taktu nú eggin, Diddi minn, og láttu þau í kistuhandraðann. Ég held að þar sé ennþá pláss fyrir þau.“ Svo greip hann kálfinn í fangið og bar hann út. Mér er ekki grunlaust að honum hafi þótt gott að geta látið mig hafa verk að vinna, meðan aflífun kálfsins fór fram. [ þá daga, að minnsta kosti, reyndu flestir foreldrar að forða börnum frá slíkri sjón. Ég fylgdi fyrirskipun föður míns orðalaust og þessi fjögur egg fylltu handraðann nákvæmlega. Síðan fór ég út til pabba, sem var búinn að aflífa kálfinn, sunnan við bæinn. Hann var að „rista fyrir" á kálfsskrokknum og bað mig nú að fara inn í fjós og sækja reiptagiið, sem kálfurinn hafði verið bundinn með. Það hafði lokið fang- elsishlutverki sínu og átti nú að fara aftur á sinn rétta stað. Ég fór inn í fjós og fór aö bagsa við að leysa þá hnúta sem festu reiptaglið við jötuna og þá sem lokað höfðu hringnum um kálfs- hálsinn. Ég var æðistund að þessu, því að hnútarnir reyndust óþjálir barns- fingrum mínum. Skyndilega verður mér litið í jötuna — og hvað sé ég? Fjögur egg! Nokkur augnablik stari ég á þau, nær steingervur af undrun. Aldrei áður hafði það komið fyrir að hinar öldnu hænur verptu tvisvar á sama degi, meira að segja allar fjórar. Ég flaug, fremur en hljóp, úttil pabba og hrópaði hástöfum: „Það eru ennþá fjögur egg í jötunni." Pabbi tók þessu tómlega og sagði aðeins: „Láttu þau bara í kistuhandraðann, Diddi minn." „En hann er fullur, pabbi. Ég fyllti hann áðan. Sjáðu bara,“ hrópa ég og tvístíg af óþolinmæði. Pabbi ansar mér ekki, lýkur við að taka innan úr kálfs- skrokknum og gengur frá honum svo sem honum líkar. Svo gengur hann með mér inn í fjós, horfir andartak á eggin, tekur þau í lófa sinn og röltir inn í búr. Þar lætur hann eggin á búrborðið, lítur í skáphilluna sem ekki tekur á móti meira magni og opnar svo kistuna. Handraðinn er fullur eins og ég gekk frá honum, stuttri stundu áður. Pabbi stendur nokkra stund í þungum þönk- um, kemur svo eggjunum fyrir á öðrum stað og ræðir ekkert um. Það var blíðuveður og blessaðar púddurnar úti íguðsgrænni náttúrunni þegar hann tók kálfinn og engin hæna þá í fjósinu, né heldur þegar ég sótti reiptaglið, enda gerðist þetta áreiðan- lega á minna en hálfri klukkustund. En aldrei framar verptu hænurnar svona vel. Skrásett 12/9 1977. 330 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.